Gefnar hafa verið út appelsínugular viðvaranir fyrir sex spásvæði og gular viðvaranir fyrir fimm. Það mun hvessa í nótt og fyrramálið, fyrst með skafrenningi og snjókomu og síðar talsverðri slyddu og rigningu.
Nú hefur Almannavarnarnefnd höfuðborgarsvæðisins send frá sér tilkynningu þar sem vakin er athygli foreldra grunnskólabarna á veðurofsanum sem er yfirvofandi. Þar kemur fram að forsjáraðilar þurfi sjálfir að meta hvort fylgja þurfi börnum úr skóla eða frístundastarfi og að við appelsínugula viðvörun aukist þörfin á fylgd.
Þá er tekið fram að gott sé að hafa í huga að oft geti orðið hvasst í efri byggðum. Einnig að mikilvægt sé að hafa í huga að röskun geti orðið á frístundastarfi og skipulögðum æfingum í lok skóladags og að forsjáraðilar séu þá tilbúnir að sækja börn í skóla og frístundastarf ef þess gerist þörf.
Viðvaranirnar taka gildi klukkan ellefu á morgun og gilda til klukkan fimm síðdegis.