Heldur til í sprengjuskýli: Bardagar allt í kring um borgina Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. febrúar 2022 07:54 Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari og íbúi í Kænugarði. Vísir Íbúar í Kænugarði, sem hafa ekki flúið borgina, eru nú margir í sprengjuskýlum vegna árása Rússa í morgun. Rússar hófu árásir af fullum krafti um klukkan fjögur í nótt en tvær íbúðabyggingar í Kænugarði urðu fyrir rússneskri þotu sem var skotin niður og eru nú rústir einar. „Ég var svo úrvinda eftir daginn í gær að ég steinrotaðist klukkan ellefu. Við erum með tvær vinkonur konunnar minnar hjá okkur því það er betra skýli í okkar húsi. Þær gistu bara í stofunni en þær náðu ekkert að sofa,“ segir Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari og íbúi í Kænugarði. „Ég virðist vera rosalega lítið stressaður yfir þessu, það virðist vera eitthvað íslenskt jafnaðargeð.“ Hann segir að í nótt hafi mikil sprengjuhljóð farið að heyrast í borginni og bardagar geisi umhverfis hana. „Síðan í nótt, um svipað leyti og í gær þá fóru að heyrast þvílíkar bombur út um allt og það er búið að skjóta niður einhverja eldflaug í suðurhluta Kænugarðs og síðan eru harðir bardagar við flugvöll sem er mjög mikilvægt að þeir nái að halda í. Síðan eru bardagar allt í kring um borgina, en ekki inn í borginni, þeir eru ekki komnir inn í hana að neinu leyti,“ segir Óskar. Rússneskar hersveitir við Kænugarð lítið reyndar Hann segir fregnir nú berast af því að rússneskar hersveitir, sem herji á Kænugarð, séu lítið reyndar. „Allur reyndi herinn hjá Rússum er fyrir austan. Þetta eru mikið til ungar herdeildir og fólk sem hefur lítið sem ekkert verið í bardaga. Úkraínski herinn er víst að standa sig mjög vel að halda þeim í skefjum sem eru mjög góðar fréttir,“ segir Óskar. „Ég veit líka að þessar herdeildir sem eru að koma eru ekkert sérstaklega stórar en ef þeir ná að taka yfir þenna flugvöll sem er hart barist um þá gæti myndast loftbrú austur en þar eru bara bullandi bardagar líka þannig að ég á erfitt með að sjá hversu mikið herlið þeir næðu að færa á stuttum tíma yfir á þennan flugvöll.“ Fólk þungt á brún og áhyggjufullt Hann, kona hans og vinkonur þeirra tvær flúðu yfir í næsta hús og leita nú skjóls þar í sprengjuskýli í kjallaranum. Þegar fréttamaður náði af honum tali mátti heyra hunda gelta í bakgrunni og fólk tala saman. „En ég heyri í sprengjum og ég er í sprengjuskýli en reyndar komumst við að í næsta húsi við hliðina á, sem er fínna hús, þannig að það er hreinna og aðeins betra sprengjuskýli en hjá okkur. Hjá okkur er þetta bara gamall kjallari síðan 1962, mold á gólfinu og eitthvað,“ segir Óskar. „Það eru allir þungir á brún og áhyggjufullir og það mætir okkur fólk með hjartslátt og grátandi. Það er alveg eitthvað um það en flestir eru að halda sér frekar rólegum. Hér er ekki mesti bardaginn, ef þú horfir yfir og sérð það sem er að gerast í Kharkív og fyrir austan það er hræðilegt, þar er bardagi. Hér er ekkert það mikill bardagi þannig séð.“ Ætla að vera áfram í borginni Hann segir mikið upplýsingaflóð berast um sprengjuflugvélar á leið til borgarinnar. Þær hafi þó ekki allar reynst réttar. „Þeir eru með svona kerfi þar sem þeir láta vita með sírenunum: maður á að fara niður þegar sírenurnar eru og svo láta þeir mann vita þegar hættan er liðin hjá með þeim líka. En svo fær fólk líka skilaboð,“ segir Óskar. „Það eru búnar að koma fullt af fréttum, til dæmis að það væru fullar sprengjuflugvélar að koma til Kænugarðs en það var ekkert á bak við það, það var bara rugl. En þeir verða að taka öllum hótunum gildum.“ Fyrirætlanir þeirra hjóna er að halda fyrir í borginni í dag í það minnsta og sjá svo til. „Í dag ætlum við bara að halda okkur öruggum og eins og ég sagði í gær er ég á mjög öruggum stað í borginni, ég er ekki búinn að sjá neinn reyk eða neitt hérna í kring. Þannig að ég held í þá von,“ segir Óskar. „Við ætlum að vera hér, alla vega eins og er. Við ætlum að sjá hvernig dagurinn er og maður verður líka að hugsa út í ferðalagið, ferðalagið getur verið leiðinlegt.“ Bjóða fríar lestarferðir til Lviv Hann telur að fjöldi fólks sé nú á leið út úr borginni. Borgarbúar hafi fengið skilaboð í morgun um að lestarferðir séu gjaldlausar frá Kænugarði til Lviv, í vesturhluta landsins. „Það fá allir sömu fréttirnar þannig að það á eftir að vera pakkað þar. Ég er í sprengjuskýli þannig að það er ekkert að fara að gerast við mig hér,“ segir Óskar. Auk þess taki við mikil óvissa þegar fólk sé komið til Lviv. „En svo veit maður ekkert hvað tekur við þegar maður kemur til Lviv því svo kemurðu bara þangað og ert á einhverri lestarstöð og það er búið að setja upp einhverjar búðir,“ segir hann. „Eina sem maður heyrir er í þotunum sem eru að fljúga yfir, en það eru úkraínskar þotur. Því ef þetta væru rússneskar þotur færu bjöllurnar í gang um leið. Ég held að rosalega mikið af þessum sprengingum sem við erum að heyra séu ekki sprengingar frá Rússum heldur séu þetta loftvarnarskeyti.“ Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Um hvað snýst stríðið í Úkraínu? Stríð byrja skyndilega en eiga sér þó jafnan aðdraganda. 25. febrúar 2022 07:01 Vaktin: Íbúar leita skjóls í sprengjuskýlum Loftárásir Rússa hófust aftur klukkan fjögur í nótt að staðartíma í Úkraínu. Nú er sólarhringur liðinn síðan Rússar hófu allsherjarinnrás í Úkraínu og talið er að tæplega 140 Úkraínumenn hafi fallið í átökunum. 25. febrúar 2022 06:54 Selenskíj telur markmið Pútíns að bola sér frá völdum Volódímír Selenskíj, forseti Úkraínu, hefur heitið því að halda kyrru fyrir í Kænugarði á meðan úkraínski herinn verst árásum Rússa, sem nálgast höfuðborgina óðfluga. 25. febrúar 2022 06:49 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
„Ég var svo úrvinda eftir daginn í gær að ég steinrotaðist klukkan ellefu. Við erum með tvær vinkonur konunnar minnar hjá okkur því það er betra skýli í okkar húsi. Þær gistu bara í stofunni en þær náðu ekkert að sofa,“ segir Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari og íbúi í Kænugarði. „Ég virðist vera rosalega lítið stressaður yfir þessu, það virðist vera eitthvað íslenskt jafnaðargeð.“ Hann segir að í nótt hafi mikil sprengjuhljóð farið að heyrast í borginni og bardagar geisi umhverfis hana. „Síðan í nótt, um svipað leyti og í gær þá fóru að heyrast þvílíkar bombur út um allt og það er búið að skjóta niður einhverja eldflaug í suðurhluta Kænugarðs og síðan eru harðir bardagar við flugvöll sem er mjög mikilvægt að þeir nái að halda í. Síðan eru bardagar allt í kring um borgina, en ekki inn í borginni, þeir eru ekki komnir inn í hana að neinu leyti,“ segir Óskar. Rússneskar hersveitir við Kænugarð lítið reyndar Hann segir fregnir nú berast af því að rússneskar hersveitir, sem herji á Kænugarð, séu lítið reyndar. „Allur reyndi herinn hjá Rússum er fyrir austan. Þetta eru mikið til ungar herdeildir og fólk sem hefur lítið sem ekkert verið í bardaga. Úkraínski herinn er víst að standa sig mjög vel að halda þeim í skefjum sem eru mjög góðar fréttir,“ segir Óskar. „Ég veit líka að þessar herdeildir sem eru að koma eru ekkert sérstaklega stórar en ef þeir ná að taka yfir þenna flugvöll sem er hart barist um þá gæti myndast loftbrú austur en þar eru bara bullandi bardagar líka þannig að ég á erfitt með að sjá hversu mikið herlið þeir næðu að færa á stuttum tíma yfir á þennan flugvöll.“ Fólk þungt á brún og áhyggjufullt Hann, kona hans og vinkonur þeirra tvær flúðu yfir í næsta hús og leita nú skjóls þar í sprengjuskýli í kjallaranum. Þegar fréttamaður náði af honum tali mátti heyra hunda gelta í bakgrunni og fólk tala saman. „En ég heyri í sprengjum og ég er í sprengjuskýli en reyndar komumst við að í næsta húsi við hliðina á, sem er fínna hús, þannig að það er hreinna og aðeins betra sprengjuskýli en hjá okkur. Hjá okkur er þetta bara gamall kjallari síðan 1962, mold á gólfinu og eitthvað,“ segir Óskar. „Það eru allir þungir á brún og áhyggjufullir og það mætir okkur fólk með hjartslátt og grátandi. Það er alveg eitthvað um það en flestir eru að halda sér frekar rólegum. Hér er ekki mesti bardaginn, ef þú horfir yfir og sérð það sem er að gerast í Kharkív og fyrir austan það er hræðilegt, þar er bardagi. Hér er ekkert það mikill bardagi þannig séð.“ Ætla að vera áfram í borginni Hann segir mikið upplýsingaflóð berast um sprengjuflugvélar á leið til borgarinnar. Þær hafi þó ekki allar reynst réttar. „Þeir eru með svona kerfi þar sem þeir láta vita með sírenunum: maður á að fara niður þegar sírenurnar eru og svo láta þeir mann vita þegar hættan er liðin hjá með þeim líka. En svo fær fólk líka skilaboð,“ segir Óskar. „Það eru búnar að koma fullt af fréttum, til dæmis að það væru fullar sprengjuflugvélar að koma til Kænugarðs en það var ekkert á bak við það, það var bara rugl. En þeir verða að taka öllum hótunum gildum.“ Fyrirætlanir þeirra hjóna er að halda fyrir í borginni í dag í það minnsta og sjá svo til. „Í dag ætlum við bara að halda okkur öruggum og eins og ég sagði í gær er ég á mjög öruggum stað í borginni, ég er ekki búinn að sjá neinn reyk eða neitt hérna í kring. Þannig að ég held í þá von,“ segir Óskar. „Við ætlum að vera hér, alla vega eins og er. Við ætlum að sjá hvernig dagurinn er og maður verður líka að hugsa út í ferðalagið, ferðalagið getur verið leiðinlegt.“ Bjóða fríar lestarferðir til Lviv Hann telur að fjöldi fólks sé nú á leið út úr borginni. Borgarbúar hafi fengið skilaboð í morgun um að lestarferðir séu gjaldlausar frá Kænugarði til Lviv, í vesturhluta landsins. „Það fá allir sömu fréttirnar þannig að það á eftir að vera pakkað þar. Ég er í sprengjuskýli þannig að það er ekkert að fara að gerast við mig hér,“ segir Óskar. Auk þess taki við mikil óvissa þegar fólk sé komið til Lviv. „En svo veit maður ekkert hvað tekur við þegar maður kemur til Lviv því svo kemurðu bara þangað og ert á einhverri lestarstöð og það er búið að setja upp einhverjar búðir,“ segir hann. „Eina sem maður heyrir er í þotunum sem eru að fljúga yfir, en það eru úkraínskar þotur. Því ef þetta væru rússneskar þotur færu bjöllurnar í gang um leið. Ég held að rosalega mikið af þessum sprengingum sem við erum að heyra séu ekki sprengingar frá Rússum heldur séu þetta loftvarnarskeyti.“
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Um hvað snýst stríðið í Úkraínu? Stríð byrja skyndilega en eiga sér þó jafnan aðdraganda. 25. febrúar 2022 07:01 Vaktin: Íbúar leita skjóls í sprengjuskýlum Loftárásir Rússa hófust aftur klukkan fjögur í nótt að staðartíma í Úkraínu. Nú er sólarhringur liðinn síðan Rússar hófu allsherjarinnrás í Úkraínu og talið er að tæplega 140 Úkraínumenn hafi fallið í átökunum. 25. febrúar 2022 06:54 Selenskíj telur markmið Pútíns að bola sér frá völdum Volódímír Selenskíj, forseti Úkraínu, hefur heitið því að halda kyrru fyrir í Kænugarði á meðan úkraínski herinn verst árásum Rússa, sem nálgast höfuðborgina óðfluga. 25. febrúar 2022 06:49 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Um hvað snýst stríðið í Úkraínu? Stríð byrja skyndilega en eiga sér þó jafnan aðdraganda. 25. febrúar 2022 07:01
Vaktin: Íbúar leita skjóls í sprengjuskýlum Loftárásir Rússa hófust aftur klukkan fjögur í nótt að staðartíma í Úkraínu. Nú er sólarhringur liðinn síðan Rússar hófu allsherjarinnrás í Úkraínu og talið er að tæplega 140 Úkraínumenn hafi fallið í átökunum. 25. febrúar 2022 06:54
Selenskíj telur markmið Pútíns að bola sér frá völdum Volódímír Selenskíj, forseti Úkraínu, hefur heitið því að halda kyrru fyrir í Kænugarði á meðan úkraínski herinn verst árásum Rússa, sem nálgast höfuðborgina óðfluga. 25. febrúar 2022 06:49