Verðbólga eykst í 6,2 prósent Eiður Þór Árnason skrifar 25. febrúar 2022 09:06 Verðbólga hefur aukist víða um heim undanfarin misseri. Vísir/Hanna Ársverðbólga mælist nú 6,2% en hún var 5,7% í janúar. Tólf mánaða verðbólga mældist síðast hærri í mars 2012 þegar hún var 6,40%. Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í febrúar 2022, hækkar um 1,16% frá janúar og vísitalan án húsnæðis um 1,26%. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkað um 4,2%. Þetta kemur fram í nýjum verðlagstölum Hagstofu Íslands. Verðbólga jókst meira en greiningardeildir bankanna gerðu ráð fyrir en hagfræðideild Landsbankans spáði að ársverðbólga myndi mælast 5,8% í febrúar. Þá spáði Greining Íslandsbanka 5,9% verðbólgu á ársgrundvelli og Arion banki 6,1%. 7,5 prósent verðhækkun á húsgögnum, heimilisbúnaði frá janúar hafði mest áhrif til hækkunar á vísitölu neysluverðs samkvæmt tölum Hagstofunnar, eða 0,47%. Kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði (reiknuð húsaleiga) hækkaði um 1,2% (áhrif á vísitölu 0,22%), verð á mat og drykkjarvörum hækkaði um 0,8% (áhrif á vísitölu 0,11%) og bensín og olíur hækkuðu um 3,6% (áhrif 0,11%). Flugfargjöld til útlanda lækkuðu um 9,7% (áhrif 0,14% til lækkunar). Spá 5,8% verðbólgu Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækkaði stýrivexti um 0,75 prósentur í febrúar og eru nú 2,75 prósent. Í rökstuðningi nefndarinnar kom fram að verðbólguhorfur hafi versnað töluvert og undirliggjandi verðbólga einnig aukist. Þar spili inn í hækkun húsnæðisverðs, annarra innlenda kostnaðarliða og olíu- og hrávöruverðs. Samkvæmt spá Seðlabankans eru horfur á að verðbólga verði 5,8% á fyrsta fjórðungi ársins, sem lýkur í mars, og yfir 5% fram eftir þessu ári. Fréttin hefur verið uppfærð. Verðlag Efnahagsmál Íslenska krónan Tengdar fréttir Verðbólga í hæstu hæðum Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 5,7 prósent samkvæmt neysluvísitölu Hagstofu Íslands. Verðbólga hefur ekki verið eins mikil á Íslandi frá því í mars 2012. 28. janúar 2022 09:29 Verðbólga gæti farið í 7 prósent ef ekki tekst að hemja íbúðaverð í bráð Nýjar tölur um hækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu eru til þess fallnar að „lyfta upp“ verðbólguspám fyrir næstu mánuði og með þessu áframhaldi gæti verðbólga farið upp í 7 prósent áður en hún tekur að hjaðna. Þetta segir Konráð S. Guðjónsson, aðalhagfræðingur sjóðastýringarfélagsins Stefnis. 16. febrúar 2022 13:26 Gæti stefnt í lengri og þrálátari verðbólgu en áður var talið Hagfræðideild Landsbankans varar við því að koma þurfi böndum á húsnæðismarkaðinn til að hemja verðbólgu almennt en íbúðaverð heldur áfram að hækka hratt. Staðan sé alvarleg og gæti stefnt í lengri og þrálátari verðbólgu en áður var talið ef íbúðamarkaður fer ekki að róast. 16. febrúar 2022 10:13 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Sjá meira
Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkað um 4,2%. Þetta kemur fram í nýjum verðlagstölum Hagstofu Íslands. Verðbólga jókst meira en greiningardeildir bankanna gerðu ráð fyrir en hagfræðideild Landsbankans spáði að ársverðbólga myndi mælast 5,8% í febrúar. Þá spáði Greining Íslandsbanka 5,9% verðbólgu á ársgrundvelli og Arion banki 6,1%. 7,5 prósent verðhækkun á húsgögnum, heimilisbúnaði frá janúar hafði mest áhrif til hækkunar á vísitölu neysluverðs samkvæmt tölum Hagstofunnar, eða 0,47%. Kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði (reiknuð húsaleiga) hækkaði um 1,2% (áhrif á vísitölu 0,22%), verð á mat og drykkjarvörum hækkaði um 0,8% (áhrif á vísitölu 0,11%) og bensín og olíur hækkuðu um 3,6% (áhrif 0,11%). Flugfargjöld til útlanda lækkuðu um 9,7% (áhrif 0,14% til lækkunar). Spá 5,8% verðbólgu Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækkaði stýrivexti um 0,75 prósentur í febrúar og eru nú 2,75 prósent. Í rökstuðningi nefndarinnar kom fram að verðbólguhorfur hafi versnað töluvert og undirliggjandi verðbólga einnig aukist. Þar spili inn í hækkun húsnæðisverðs, annarra innlenda kostnaðarliða og olíu- og hrávöruverðs. Samkvæmt spá Seðlabankans eru horfur á að verðbólga verði 5,8% á fyrsta fjórðungi ársins, sem lýkur í mars, og yfir 5% fram eftir þessu ári. Fréttin hefur verið uppfærð.
Verðlag Efnahagsmál Íslenska krónan Tengdar fréttir Verðbólga í hæstu hæðum Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 5,7 prósent samkvæmt neysluvísitölu Hagstofu Íslands. Verðbólga hefur ekki verið eins mikil á Íslandi frá því í mars 2012. 28. janúar 2022 09:29 Verðbólga gæti farið í 7 prósent ef ekki tekst að hemja íbúðaverð í bráð Nýjar tölur um hækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu eru til þess fallnar að „lyfta upp“ verðbólguspám fyrir næstu mánuði og með þessu áframhaldi gæti verðbólga farið upp í 7 prósent áður en hún tekur að hjaðna. Þetta segir Konráð S. Guðjónsson, aðalhagfræðingur sjóðastýringarfélagsins Stefnis. 16. febrúar 2022 13:26 Gæti stefnt í lengri og þrálátari verðbólgu en áður var talið Hagfræðideild Landsbankans varar við því að koma þurfi böndum á húsnæðismarkaðinn til að hemja verðbólgu almennt en íbúðaverð heldur áfram að hækka hratt. Staðan sé alvarleg og gæti stefnt í lengri og þrálátari verðbólgu en áður var talið ef íbúðamarkaður fer ekki að róast. 16. febrúar 2022 10:13 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Sjá meira
Verðbólga í hæstu hæðum Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 5,7 prósent samkvæmt neysluvísitölu Hagstofu Íslands. Verðbólga hefur ekki verið eins mikil á Íslandi frá því í mars 2012. 28. janúar 2022 09:29
Verðbólga gæti farið í 7 prósent ef ekki tekst að hemja íbúðaverð í bráð Nýjar tölur um hækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu eru til þess fallnar að „lyfta upp“ verðbólguspám fyrir næstu mánuði og með þessu áframhaldi gæti verðbólga farið upp í 7 prósent áður en hún tekur að hjaðna. Þetta segir Konráð S. Guðjónsson, aðalhagfræðingur sjóðastýringarfélagsins Stefnis. 16. febrúar 2022 13:26
Gæti stefnt í lengri og þrálátari verðbólgu en áður var talið Hagfræðideild Landsbankans varar við því að koma þurfi böndum á húsnæðismarkaðinn til að hemja verðbólgu almennt en íbúðaverð heldur áfram að hækka hratt. Staðan sé alvarleg og gæti stefnt í lengri og þrálátari verðbólgu en áður var talið ef íbúðamarkaður fer ekki að róast. 16. febrúar 2022 10:13