Dómurinn yfir Þormóði staðfestur fyrir hnefahöggið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. febrúar 2022 15:54 Þormóður Árni Jónsson var fánaberi Íslands á Ólympíuleikunum í Ríó árið 2016. GETTY/LARS BARON Landsréttur hefur staðfest þrjátíu daga fangelsisdóm yfir Þormóði Árna Jónssyni, þreföldum Ólympíufara og fánabera Íslands á leikunum í Ríó 2016, fyrir líkamsárás. Þormóður var sakfelldur fyrir að slá dyravörð með krepptum hnefa eftir að hafa rifist við eiganda Lebowski bar sem hafði vísað honum út af barnum. Þormóður var handtekinn eftir að lögregla kom á vettvang, en þá héldu fjórir dyraverðir honum niðri og var hann mjög æstur. Hafði hann þá veitt dyraverðinum hnefahögg, en fyrir dómi sagðist dyravörðurinn hafa kannast við Þormóð. Hann hafi vitað að „hann væri stór maður og því væri ástæða til að hemja hann“ þar sem hann hafi verið mjög æstur. Þegar lögregla kom á vettvang veitti Þormóður mikla mótspyrnu við handtöku og fylgdi ekki fyrirmælum. Segir í dómi Héraðsdóms að hann hafi meðal annars rifið í hönd lögreglukonu þegar hún reyndi að losa hægri hönd hans og sýndi hann ógnandi tilburði gagnvart annarri, líkt og hann hafi ætlað að skalla hana. Landsréttur féllst ekki á að háttsemi hans hefði réttlæst af neyðarvörn. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að Þormóður hefði ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Á hinn bóginn hefði atlaga hans verið hættuleg þar sem hún hefði beinst að höfði dyravarðarins. Þá væri ekki unnt að líta svo á að líkamsárásin hefði verið unnin í áflogum eða átökum, sem hefði heimilað refsilækkun eða að fella refsingu niður. Enn fremur var vísað til þess að óútskýrðar tafir hefðu orðið á meðferð málsins hjá lögreglu sem Þormóði yrði ekki kennt um. Refsing hans var ákveðin fangelsi í 30 daga en fullnustu refsingarinnar frestað skilorðsbundið í tvö ár. Dómur Landsréttar. Dómsmál Júdó Næturlíf Tengdar fréttir Ólympíufari dæmdur í þrjátíu daga fangelsi fyrir að slá dyravörð Þormóður Jónsson var í lok síðasta mánaðar dæmdur í þrjátíu daga fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir líkamsárás aðfaranótt Þorláksmessu árið 2018. Þormóður, sem er þrefaldur Ólympíufari og var fánaberi Íslands á leikunum í Ríó 2016, sló dyravörð með krepptum hnefa eftir að hafa rifist við eiganda Lebowski bar sem honum hafði verið vísað út af. 6. maí 2021 18:15 Fánaberi Íslands í Ríó ákærður fyrir líkamsárás Þormóður Jónsson, þrefaldur Ólympíufari og fánaberi Íslands á leikunum í Ríó 2016, hefur verið ákærður fyrir að ráðast á dyravörð á Lewboski bar aðfaranótt Þorláksmessu 2018. Þormóður segist í stuttu samtali við Vísi ekki hafa ráðist á neinn. Um vitleysu sé að ræða. 9. mars 2021 07:01 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Verður elst á Opna bandaríska í næstum hálfa öld Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Líður eins og hann sé með geimskip á hausnum Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Sjá meira
Þormóður var handtekinn eftir að lögregla kom á vettvang, en þá héldu fjórir dyraverðir honum niðri og var hann mjög æstur. Hafði hann þá veitt dyraverðinum hnefahögg, en fyrir dómi sagðist dyravörðurinn hafa kannast við Þormóð. Hann hafi vitað að „hann væri stór maður og því væri ástæða til að hemja hann“ þar sem hann hafi verið mjög æstur. Þegar lögregla kom á vettvang veitti Þormóður mikla mótspyrnu við handtöku og fylgdi ekki fyrirmælum. Segir í dómi Héraðsdóms að hann hafi meðal annars rifið í hönd lögreglukonu þegar hún reyndi að losa hægri hönd hans og sýndi hann ógnandi tilburði gagnvart annarri, líkt og hann hafi ætlað að skalla hana. Landsréttur féllst ekki á að háttsemi hans hefði réttlæst af neyðarvörn. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að Þormóður hefði ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Á hinn bóginn hefði atlaga hans verið hættuleg þar sem hún hefði beinst að höfði dyravarðarins. Þá væri ekki unnt að líta svo á að líkamsárásin hefði verið unnin í áflogum eða átökum, sem hefði heimilað refsilækkun eða að fella refsingu niður. Enn fremur var vísað til þess að óútskýrðar tafir hefðu orðið á meðferð málsins hjá lögreglu sem Þormóði yrði ekki kennt um. Refsing hans var ákveðin fangelsi í 30 daga en fullnustu refsingarinnar frestað skilorðsbundið í tvö ár. Dómur Landsréttar.
Dómsmál Júdó Næturlíf Tengdar fréttir Ólympíufari dæmdur í þrjátíu daga fangelsi fyrir að slá dyravörð Þormóður Jónsson var í lok síðasta mánaðar dæmdur í þrjátíu daga fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir líkamsárás aðfaranótt Þorláksmessu árið 2018. Þormóður, sem er þrefaldur Ólympíufari og var fánaberi Íslands á leikunum í Ríó 2016, sló dyravörð með krepptum hnefa eftir að hafa rifist við eiganda Lebowski bar sem honum hafði verið vísað út af. 6. maí 2021 18:15 Fánaberi Íslands í Ríó ákærður fyrir líkamsárás Þormóður Jónsson, þrefaldur Ólympíufari og fánaberi Íslands á leikunum í Ríó 2016, hefur verið ákærður fyrir að ráðast á dyravörð á Lewboski bar aðfaranótt Þorláksmessu 2018. Þormóður segist í stuttu samtali við Vísi ekki hafa ráðist á neinn. Um vitleysu sé að ræða. 9. mars 2021 07:01 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Verður elst á Opna bandaríska í næstum hálfa öld Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Líður eins og hann sé með geimskip á hausnum Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Sjá meira
Ólympíufari dæmdur í þrjátíu daga fangelsi fyrir að slá dyravörð Þormóður Jónsson var í lok síðasta mánaðar dæmdur í þrjátíu daga fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir líkamsárás aðfaranótt Þorláksmessu árið 2018. Þormóður, sem er þrefaldur Ólympíufari og var fánaberi Íslands á leikunum í Ríó 2016, sló dyravörð með krepptum hnefa eftir að hafa rifist við eiganda Lebowski bar sem honum hafði verið vísað út af. 6. maí 2021 18:15
Fánaberi Íslands í Ríó ákærður fyrir líkamsárás Þormóður Jónsson, þrefaldur Ólympíufari og fánaberi Íslands á leikunum í Ríó 2016, hefur verið ákærður fyrir að ráðast á dyravörð á Lewboski bar aðfaranótt Þorláksmessu 2018. Þormóður segist í stuttu samtali við Vísi ekki hafa ráðist á neinn. Um vitleysu sé að ræða. 9. mars 2021 07:01