Kristian Kirkegaard kom Fredericia yfir á 32. mínútu áður en að Frederik Gytkjær jafnaði á 50. mínútu. Sævar Atli Magnússon kom inn af varamannabekknum þegar sex mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.
Jafnteflið þýðir að Hvidovre getur náð öðru sætinu af Lyngby, ef Hvidovre vinnur leik sinn gegn Horsens á morgun. Efstu tvö lið deildarinnar fara upp í efstu deild en eftir morgundaginn eiga öll lið eftir að spila þrjá leiki.