Sakar þingmenn um að ganga erinda áfengisframleiðenda Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 26. febrúar 2022 19:50 Á meðal þess sem til stóð að innleiða voru varúðarmiðar á áfengisflöskur, líkt og nú er alþekkt á tóbaksumbúðum. Vísir/Getty Dregið var hressilega úr viðvörunum gegn áfengisneyslu á síðustu stundu þegar Evrópuþingið samþykkti nýja lýðheilsuáætlun til að sporna við krabbameini. Formaður Evrópsku krabbameinssamtakanna segir að þingmenn hafi gengið erinda áfengisframleiðenda í Suður-Evrópu. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin, líkt og aðrar alþjóðlegar stofnanir sem fjalla um heilbrigði, hafa árum saman verið sammála um að áfengisneysla í hvaða formi sem er, auki líkurnar á krabbameini. Og því meiri sem neyslan er, því meiri séu líkurnar. Í skýrslu frá árinu 2016 um tengsl áfengisneyslu og krabbameins kemur fram að 10 % krabbameinstilfella á meðal karla megi rekja til áfengisneyslu og 3 % af krabbameinstilfellum kvenna. Það skyldi því engan undra að í komandi lýðheilsuátaki, svokallaðri Evrópuáætlun gegn krabbameini, skyldi hafa staðið til að vekja greinilega athygli á þessum skaðlegu áhrifum áfengis og þeirri áhættu sem áfengisneyslu getur fylgt. Tillögunni breytt á síðustu stundu Á síðustu stundu samþykkti meirihluti þingmanna Evrópuþingsins að draga allhressilega úr varnaðarorðunum um hættuna af áfengisneyslu í lýðheilsuáætluninni. Flestir þeirra eru frá ríkjum Suður-Evrópu, þar sem vín- og bjóriðnaður skiptir gríðarlega miklu máli. Fremst í flokki þingmanna sem vildu draga úr viðvörunum um skaðsemi áfengisneyslu er spænsk þingkona hins hægri sinnaða Lýðflokks á Evrópuþinginu, Dolors Montserrat, sem í þokkabót er fyrrverandi heilbrigðisráðherra Spánar. Hún fagnaði sigrinum á Twitter og sagði að henni og flokki hennar hefði tekist að koma í veg fyrir glæpavæðingu víns, bjórs og freyðivíns. Hún vilji standa vörð um hóflega neyslu áfengis og neysluhætti og matarsiði ríkja við Miðjarðarhafið. Á meðal þess sem til stóð að innleiða voru varúðarmiðar á áfengisflöskur, líkt og nú er alþekkt á tóbaksumbúðum, þess efnis að neysla áfengis geti verið krabbameinsvaldandi. Þá stóð til að banna auglýsingar á áfengum drykkjum á öllum íþróttaviðburðum, en nú hefur verið fallið frá því og þess í stað verður eingöngu sett bann við að auglýsingum á íþróttamótum barna og unglinga. Segir áfengisframleiðendur stjórna þingmönnum Formaður Evrópsku krabbameinssamtakanna, Andreas Charalambous, segir að meirihluti þingmanna Evrópuþingsins hafi látið stjórnast af hagsmunum áfengisframleiðenda, en samtökin halda því fram að árlega megi rekja 740.000 krabbameinstilfelli í Evrópu til áfengisneyslu. Þess má að lokum geta að þær þrjár þjóðir Evrópusambandsins þar sem flestir neyta áfengis daglega eru Portúgal, Spánn og Ítalía, í þessari röð. Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Evrópusambandið Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Sjá meira
Alþjóða heilbrigðismálastofnunin, líkt og aðrar alþjóðlegar stofnanir sem fjalla um heilbrigði, hafa árum saman verið sammála um að áfengisneysla í hvaða formi sem er, auki líkurnar á krabbameini. Og því meiri sem neyslan er, því meiri séu líkurnar. Í skýrslu frá árinu 2016 um tengsl áfengisneyslu og krabbameins kemur fram að 10 % krabbameinstilfella á meðal karla megi rekja til áfengisneyslu og 3 % af krabbameinstilfellum kvenna. Það skyldi því engan undra að í komandi lýðheilsuátaki, svokallaðri Evrópuáætlun gegn krabbameini, skyldi hafa staðið til að vekja greinilega athygli á þessum skaðlegu áhrifum áfengis og þeirri áhættu sem áfengisneyslu getur fylgt. Tillögunni breytt á síðustu stundu Á síðustu stundu samþykkti meirihluti þingmanna Evrópuþingsins að draga allhressilega úr varnaðarorðunum um hættuna af áfengisneyslu í lýðheilsuáætluninni. Flestir þeirra eru frá ríkjum Suður-Evrópu, þar sem vín- og bjóriðnaður skiptir gríðarlega miklu máli. Fremst í flokki þingmanna sem vildu draga úr viðvörunum um skaðsemi áfengisneyslu er spænsk þingkona hins hægri sinnaða Lýðflokks á Evrópuþinginu, Dolors Montserrat, sem í þokkabót er fyrrverandi heilbrigðisráðherra Spánar. Hún fagnaði sigrinum á Twitter og sagði að henni og flokki hennar hefði tekist að koma í veg fyrir glæpavæðingu víns, bjórs og freyðivíns. Hún vilji standa vörð um hóflega neyslu áfengis og neysluhætti og matarsiði ríkja við Miðjarðarhafið. Á meðal þess sem til stóð að innleiða voru varúðarmiðar á áfengisflöskur, líkt og nú er alþekkt á tóbaksumbúðum, þess efnis að neysla áfengis geti verið krabbameinsvaldandi. Þá stóð til að banna auglýsingar á áfengum drykkjum á öllum íþróttaviðburðum, en nú hefur verið fallið frá því og þess í stað verður eingöngu sett bann við að auglýsingum á íþróttamótum barna og unglinga. Segir áfengisframleiðendur stjórna þingmönnum Formaður Evrópsku krabbameinssamtakanna, Andreas Charalambous, segir að meirihluti þingmanna Evrópuþingsins hafi látið stjórnast af hagsmunum áfengisframleiðenda, en samtökin halda því fram að árlega megi rekja 740.000 krabbameinstilfelli í Evrópu til áfengisneyslu. Þess má að lokum geta að þær þrjár þjóðir Evrópusambandsins þar sem flestir neyta áfengis daglega eru Portúgal, Spánn og Ítalía, í þessari röð.
Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Evrópusambandið Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Sjá meira