Pétri Erni vikið úr hljómsveitunum Buff og Dúndurfréttum Eiður Þór Árnason og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 26. febrúar 2022 18:02 Hljómsveitin Buff hélt upp á tuttugu ára starfsafmæli sitt árið 2019. Tónlistarmanninum Pétri Erni Guðmundssyni hefur verið vísað úr hljómsveitunum Buff og Dúndurfréttum. Pétur var söngvari í báðum sveitunum. Tónlistarkonan Elísabet Ormslev opnaði sig á dögunum um samband sitt við tónlistarmann sem hófst þegar hún var aðeins 16 ára en hann 38 ára. Hún segir að sambandið hafi verið stormasamt, litast af andlegu ofbeldi og umsátri. Þá hefur hún lýst því hvernig ítrekaðar komur hans fyrir utan heimili hennar, löngu eftir að sambandi þeirra lauk, hafi valdið henni óhug. Ein heimsóknin hafi verið nýlega. ‼️TW‼️ Grooming, andlegt ofbeldi og umsáturÞetta gerðist í gær og var kornið sem fyllti mælinn. Ég er búin með andlega bolmagnið og komin með nóg. Og þú sem um ræðir - ég veit að þú munt lesa þetta og nú á ég til myndbönd af þér. Í síðasta skiptið, hættu! pic.twitter.com/LuA9lEnc1j— Elísabet Ormslev 🇺🇦 (@elisabet0rmslev) February 20, 2022 Elísabet lýsir því í forsíðuviðtali í helgarblaði Fréttablaðsins hvernig ónafngreindi maðurinn gaf árið 2011 út lag sem titlað er Elísabet. Hún segir að texti lagsins passi vel við lýsingar hennar á sambandi þeirra og að tónlistarmaðurinn hafi gefið lagið út í óþökk hennar. Samkvæmt heimildum fréttastofu er umræddur tónlistarmaður Pétur Örn Guðmundsson. Pétur Örn gaf út lagið Elísabet og söng í Söngvakeppni sjónvarpsins árið 2011. „Þegar ég var 17 ára samdi hann til mín þetta lag og sendi mér það þegar ég hafði lokað á hann eftir eitt rifrildið. Ég auðvitað bara bráðnaði og fannst þetta krúttlegt,“ segir Elísabet í viðtalinu við Fréttablaðið. Lagið hafi svo komið út árið 2011 í hennar óþökk. „Ég benti honum á að bransinn væri búinn að frétta af sambandinu og myndi gera tenginguna,“ segir Elísabet við Fréttablaðið og það hafi fleiri gert. „En það vissi enginn hversu alvarlegt þetta var enda töluðum við hvorugt um sambandið við neinn. Ég bæði vildi passa upp á hann og skammaðist mín fyrir að sætta mig við allan þennan skít og þessa vitleysu.“ Hún segir meðvirkni sína og þolinmæði í dag gjörsamlega á þrotum. Hún hafi oft hugsað um að segja sögu sína en alltaf fundið ástæðu til að gera það ekki. „En núna fékk ég nóg. Hann er ekki bara að mæta fyrir utan hjá mér heldur á ég núna mann og börn. Eiga börnin mín að alast upp við að mamma eigi eltihrelli sem er með hana á heilanum? Nei,“ segir Elísabet ákveðin og óhrædd í helgarviðtali Fréttablaðsins. Ekki náðist í Pétur Örn við vinnslu fréttarinnar. MeToo Tónlist Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira
Tónlistarkonan Elísabet Ormslev opnaði sig á dögunum um samband sitt við tónlistarmann sem hófst þegar hún var aðeins 16 ára en hann 38 ára. Hún segir að sambandið hafi verið stormasamt, litast af andlegu ofbeldi og umsátri. Þá hefur hún lýst því hvernig ítrekaðar komur hans fyrir utan heimili hennar, löngu eftir að sambandi þeirra lauk, hafi valdið henni óhug. Ein heimsóknin hafi verið nýlega. ‼️TW‼️ Grooming, andlegt ofbeldi og umsáturÞetta gerðist í gær og var kornið sem fyllti mælinn. Ég er búin með andlega bolmagnið og komin með nóg. Og þú sem um ræðir - ég veit að þú munt lesa þetta og nú á ég til myndbönd af þér. Í síðasta skiptið, hættu! pic.twitter.com/LuA9lEnc1j— Elísabet Ormslev 🇺🇦 (@elisabet0rmslev) February 20, 2022 Elísabet lýsir því í forsíðuviðtali í helgarblaði Fréttablaðsins hvernig ónafngreindi maðurinn gaf árið 2011 út lag sem titlað er Elísabet. Hún segir að texti lagsins passi vel við lýsingar hennar á sambandi þeirra og að tónlistarmaðurinn hafi gefið lagið út í óþökk hennar. Samkvæmt heimildum fréttastofu er umræddur tónlistarmaður Pétur Örn Guðmundsson. Pétur Örn gaf út lagið Elísabet og söng í Söngvakeppni sjónvarpsins árið 2011. „Þegar ég var 17 ára samdi hann til mín þetta lag og sendi mér það þegar ég hafði lokað á hann eftir eitt rifrildið. Ég auðvitað bara bráðnaði og fannst þetta krúttlegt,“ segir Elísabet í viðtalinu við Fréttablaðið. Lagið hafi svo komið út árið 2011 í hennar óþökk. „Ég benti honum á að bransinn væri búinn að frétta af sambandinu og myndi gera tenginguna,“ segir Elísabet við Fréttablaðið og það hafi fleiri gert. „En það vissi enginn hversu alvarlegt þetta var enda töluðum við hvorugt um sambandið við neinn. Ég bæði vildi passa upp á hann og skammaðist mín fyrir að sætta mig við allan þennan skít og þessa vitleysu.“ Hún segir meðvirkni sína og þolinmæði í dag gjörsamlega á þrotum. Hún hafi oft hugsað um að segja sögu sína en alltaf fundið ástæðu til að gera það ekki. „En núna fékk ég nóg. Hann er ekki bara að mæta fyrir utan hjá mér heldur á ég núna mann og börn. Eiga börnin mín að alast upp við að mamma eigi eltihrelli sem er með hana á heilanum? Nei,“ segir Elísabet ákveðin og óhrædd í helgarviðtali Fréttablaðsins. Ekki náðist í Pétur Örn við vinnslu fréttarinnar.
MeToo Tónlist Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira