Það blés ekki byrlega fyrir stjörnum prýddu liði Parísar því Denis Bouanga kom gestunum yfir snemma leiks.
Mbappe náði að jafna metin fyrir PSG fyrir leikhlé og var staðan jöfn í leikhléi, 1-1.
Strax í upphafi síðari hálfleiks skoraði Mbappe sitt annað mark þegar hann skoraði eftir góðan undirbúning Messi.
Á 52.mínútu var komið að Mbappe að leggja upp mark en það gerði hann fyrir hinn portúgalska Danilo Pereira.
Fleiri urðu mörkin ekki og 3-1 sigur PSG staðreynd en liðið hefur fjórtán stiga forystu á toppi deildarinnar.