Frysta eigur Seðlabanka Rússlands og aftengja vissa banka frá SWIFT Eiður Þór Árnason og Samúel Karl Ólason skrifa 26. febrúar 2022 22:37 Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, kynnti aðgerðirnar í kvöld. Getty/Thierry Monasse Ríki Evrópusambandsins, Bandaríkin, Bretland og Kanada hafa komist að samkomulagi um að loka aðgangi tiltekinna rússneskra banka að SWIFT, greiðslukerfi sem notað er við miðlun fjármuna milli alþjóðlegra banka. Aðgerðirnar munu gera þeim bönkum sem bannið nær til erfiðara fyrir að millifæra peninga til og frá landinu. Bannið gæti því einnig gert Rússum erfitt um vik þegar kemur að ýmsum inn- og útflutningi en Rússar reiða sig á SWIFT-greiðslukerfið við olíu- og gasútflutning. Aðgerðin mun hafa veruleg hamlandi áhrif á alþjóðlega starfsemi bankanna en gæti sömuleiðis torveldað viðskipti vestrænna fyrirtækja sem eiga í viðskiptum í Rússlandi. Einnig stendur til að beita Seðlabanka Rússlands refsiaðgerðum og fleiri rússneskum auðjöfrum. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, kynnti aðgerðirnar í kvöld. Meðal þeirra refsiaðgerða gegn Rússlandi sem kynntar voru er að frysta eigur Seðlabanka Rússlands víða um heim. Í yfirlýsingu Ursulu von der Leyen, segir að seðlabankinn muni ekki geta stundað viðskipti eða selt eigur sínar sem hafa verið frystar. Munu aðgerðirnar koma til með að einangra hagkerfi Rússlands enn frekar frá umheiminum. Að sögn von der Leyen mun frystingin koma í veg fyrir að Rússar noti fjármuni sem Seðlabankinn eigi í öðrum ríkjunum til að fjármagna stríðsreksturinn í Úkraínu. Fylgjast má með nýjustu vendingum í vaktinni á Vísi. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Evrópusambandið Tengdar fréttir Þeim ríkjum fjölgar sem samþykkja að aftengja Rússland frá SWIFT Þeim ríkjum fjölgar sem samþykkja að aftengja Rússland frá greiðslukerfi sem notað er til að miðla fjármunum milli alþjóðlegra banka en rússneskir hermenn hafa nú tekið að beina sprengjuárásum að spítölum og skólum í Úkraínu. 26. febrúar 2022 20:01 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Fleiri fréttir Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Sjá meira
Aðgerðirnar munu gera þeim bönkum sem bannið nær til erfiðara fyrir að millifæra peninga til og frá landinu. Bannið gæti því einnig gert Rússum erfitt um vik þegar kemur að ýmsum inn- og útflutningi en Rússar reiða sig á SWIFT-greiðslukerfið við olíu- og gasútflutning. Aðgerðin mun hafa veruleg hamlandi áhrif á alþjóðlega starfsemi bankanna en gæti sömuleiðis torveldað viðskipti vestrænna fyrirtækja sem eiga í viðskiptum í Rússlandi. Einnig stendur til að beita Seðlabanka Rússlands refsiaðgerðum og fleiri rússneskum auðjöfrum. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, kynnti aðgerðirnar í kvöld. Meðal þeirra refsiaðgerða gegn Rússlandi sem kynntar voru er að frysta eigur Seðlabanka Rússlands víða um heim. Í yfirlýsingu Ursulu von der Leyen, segir að seðlabankinn muni ekki geta stundað viðskipti eða selt eigur sínar sem hafa verið frystar. Munu aðgerðirnar koma til með að einangra hagkerfi Rússlands enn frekar frá umheiminum. Að sögn von der Leyen mun frystingin koma í veg fyrir að Rússar noti fjármuni sem Seðlabankinn eigi í öðrum ríkjunum til að fjármagna stríðsreksturinn í Úkraínu. Fylgjast má með nýjustu vendingum í vaktinni á Vísi.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Evrópusambandið Tengdar fréttir Þeim ríkjum fjölgar sem samþykkja að aftengja Rússland frá SWIFT Þeim ríkjum fjölgar sem samþykkja að aftengja Rússland frá greiðslukerfi sem notað er til að miðla fjármunum milli alþjóðlegra banka en rússneskir hermenn hafa nú tekið að beina sprengjuárásum að spítölum og skólum í Úkraínu. 26. febrúar 2022 20:01 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Fleiri fréttir Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Sjá meira
Þeim ríkjum fjölgar sem samþykkja að aftengja Rússland frá SWIFT Þeim ríkjum fjölgar sem samþykkja að aftengja Rússland frá greiðslukerfi sem notað er til að miðla fjármunum milli alþjóðlegra banka en rússneskir hermenn hafa nú tekið að beina sprengjuárásum að spítölum og skólum í Úkraínu. 26. febrúar 2022 20:01