Rússar og Úkraínumenn hittast til friðarviðræðna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. febrúar 2022 14:12 Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu hefur samþykkt friðarviðræður á landamærum Hvíta-Rússlands og Úkraínu. Skjáskot Volódímír Selenskíj, forseti Úkraínu, hefur samþykkt að senda nefnd til landamæra Hvíta-Rússlands til friðarviðræðna við rússneska sendinefnd sem kom til landsins í dag. Selenskíj greinir frá þessu á Telegram-rás sinni. Þar segir hann að hann hafi rætt við Lúkasjenka í síma og þeir ákveðið að úkraínsk sendinefnd muni hitta þá rússnesku án nokkurra skilyrða. Fundurinn verði á landamærum Úkraínu og Hvíta-Rússlands, nærri Pripyat ánni. Á kortinu hér að neðan má sjá um það bil hvar fundurinn verður. Selenskíj segir að Lúkasjenka hafi sagst ætla að tryggja að rússneskar hersveitir, herþotur, herþyrlur og flugskeytabyssur í Hvíta-Rússlandi muni vera kyrrstæðar á meðan á fundinum stendur. Embætti úkraínska forsetans segir nú á Telegram að sendinefndirnar muni hittast á ótilgreindum stað á landamærum Hvíta-Rússlands og Úkraínu. Nákvæm tímasetning fundarins verður ekki gefin upp. Rússland tilkynnti það í morgun að sendinefnd þess væri komin til Hvíta-Rússlands og biði þess að fulltrúar Úkraínu kæmu til fundar þeirra. Úkraínsk yfirvöld höfnuðu boðinu fyrst um sinn, þegar svo virtist sem Rússar vildu að fundurinn færi fram í Hvíta-Rússlandi, en sögðust opin fyrir fundi einhvers staðar annars staðar en í Hvíta-Rússlandi en þar hafa rússneskar hersveitir haldið til um nokkurt skeið. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Á sjötta hundrað mótmæla við sendiráðið og enn bætir í Fólk streymir að rússneska sendiráðinu í Túngötu þar sem fólk mótmælir nú rússneskum stjórnvöldum og innrás þeirra í Úkraínu. Á sjötta hundrað eru þegar við sendiráðið og lögreglufulltrúi á staðnum segir enn bætast í hópinn. 27. febrúar 2022 13:00 Í biðröð til að komast til Póllands: „Það er eins og það sé heimsendir“ Úkraínsk kona, sem fréttastofa hefur verið í sambandi við, hefur verið föst í bílaröð við landamærin að Póllandi frá því á aðfaranótt föstudags. Enn er fjöldi fólks á undan henni í röðinni og hún ekki örugg. Rússneski herinn sprengdi upp húsnæði úkraínska hersins í nágrenninu í nótt. 27. febrúar 2022 12:16 Svíar og Tékkar bætast í hóp þjóða sem neita að spila gegn Rússum Hvorki Svíþjóð né Tékkland mun spila gegn Rússlandi í umspili um laust sæti á HM 2022 í Katar, komi til þess að liðin mætast í úrslitaleik umspilsins. 27. febrúar 2022 12:00 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Sjá meira
Selenskíj greinir frá þessu á Telegram-rás sinni. Þar segir hann að hann hafi rætt við Lúkasjenka í síma og þeir ákveðið að úkraínsk sendinefnd muni hitta þá rússnesku án nokkurra skilyrða. Fundurinn verði á landamærum Úkraínu og Hvíta-Rússlands, nærri Pripyat ánni. Á kortinu hér að neðan má sjá um það bil hvar fundurinn verður. Selenskíj segir að Lúkasjenka hafi sagst ætla að tryggja að rússneskar hersveitir, herþotur, herþyrlur og flugskeytabyssur í Hvíta-Rússlandi muni vera kyrrstæðar á meðan á fundinum stendur. Embætti úkraínska forsetans segir nú á Telegram að sendinefndirnar muni hittast á ótilgreindum stað á landamærum Hvíta-Rússlands og Úkraínu. Nákvæm tímasetning fundarins verður ekki gefin upp. Rússland tilkynnti það í morgun að sendinefnd þess væri komin til Hvíta-Rússlands og biði þess að fulltrúar Úkraínu kæmu til fundar þeirra. Úkraínsk yfirvöld höfnuðu boðinu fyrst um sinn, þegar svo virtist sem Rússar vildu að fundurinn færi fram í Hvíta-Rússlandi, en sögðust opin fyrir fundi einhvers staðar annars staðar en í Hvíta-Rússlandi en þar hafa rússneskar hersveitir haldið til um nokkurt skeið.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Á sjötta hundrað mótmæla við sendiráðið og enn bætir í Fólk streymir að rússneska sendiráðinu í Túngötu þar sem fólk mótmælir nú rússneskum stjórnvöldum og innrás þeirra í Úkraínu. Á sjötta hundrað eru þegar við sendiráðið og lögreglufulltrúi á staðnum segir enn bætast í hópinn. 27. febrúar 2022 13:00 Í biðröð til að komast til Póllands: „Það er eins og það sé heimsendir“ Úkraínsk kona, sem fréttastofa hefur verið í sambandi við, hefur verið föst í bílaröð við landamærin að Póllandi frá því á aðfaranótt föstudags. Enn er fjöldi fólks á undan henni í röðinni og hún ekki örugg. Rússneski herinn sprengdi upp húsnæði úkraínska hersins í nágrenninu í nótt. 27. febrúar 2022 12:16 Svíar og Tékkar bætast í hóp þjóða sem neita að spila gegn Rússum Hvorki Svíþjóð né Tékkland mun spila gegn Rússlandi í umspili um laust sæti á HM 2022 í Katar, komi til þess að liðin mætast í úrslitaleik umspilsins. 27. febrúar 2022 12:00 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Sjá meira
Á sjötta hundrað mótmæla við sendiráðið og enn bætir í Fólk streymir að rússneska sendiráðinu í Túngötu þar sem fólk mótmælir nú rússneskum stjórnvöldum og innrás þeirra í Úkraínu. Á sjötta hundrað eru þegar við sendiráðið og lögreglufulltrúi á staðnum segir enn bætast í hópinn. 27. febrúar 2022 13:00
Í biðröð til að komast til Póllands: „Það er eins og það sé heimsendir“ Úkraínsk kona, sem fréttastofa hefur verið í sambandi við, hefur verið föst í bílaröð við landamærin að Póllandi frá því á aðfaranótt föstudags. Enn er fjöldi fólks á undan henni í röðinni og hún ekki örugg. Rússneski herinn sprengdi upp húsnæði úkraínska hersins í nágrenninu í nótt. 27. febrúar 2022 12:16
Svíar og Tékkar bætast í hóp þjóða sem neita að spila gegn Rússum Hvorki Svíþjóð né Tékkland mun spila gegn Rússlandi í umspili um laust sæti á HM 2022 í Katar, komi til þess að liðin mætast í úrslitaleik umspilsins. 27. febrúar 2022 12:00