Byggjum á því sem virkar – raunverulegar aðgerðir i húsnæðismálum! Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 28. febrúar 2022 13:31 Staðan á húsnæðismarkaði hefur varla farið fram hjá neinum síðustu misseri. Fasteignaverð heldur áfram að hækka og er það orðið nánast ómöglegt fyrir fyrstu kaupendur að festa kaup á íbúð. Mörgu hefur verið slengt fram í umræðunni, oft til að slá pólitískar keilur og koma fram með einfaldar lausnir á flóknum vanda. Ljóst er að opinber inngrip og eftirlit á húsnæðismarkaði er nauðsynlegt til að viðhalda stöðugleika og tryggja framboð sem mætir þörfum almennings hverju sinni. Það liggur fyrir að núverandi aðgerðir stjórnvalda hafa staðið undir um þriðjungi húsnæðisuppbyggingar síðustu ár - en betur má ef duga skal. Almenna íbúðakerfið með óhagnaðardrifnum leigufélögum á borð við Bjarg hefur þegar sannað gildi sitt. Hægt er að auka stofnframlög og auka þannig framboðið af almennum íbúðum. Fleiri aðilar, til dæmis Reykjavíkurborg, geta stofnað leigufélag inn í almenna íbúðakerfið. Auk þess að efla almenna íbúðakerfið þurfa stjórnvöld að skoða endurreisn félagslega eignaíbúðakerfisins að fullri alvöru til að fjölga megi valkostum á húsnæðismarkaði. Fleiri sveitarfélög hér á höfuðborgarsvæðinu geta tekið frekari þátt í uppbyggingu almenna íbúðakerfisins en tæp 90% af almennum íbúðum eru í Reykjavík. Auk þess sem 62% húsnæðisuppbyggingar í borginni var á vegum óhagnaðardrifinna félaga árið 2021. Hlutdeildarlánin eru ætluð fyrstu kaupendum til að auðvelda þeim að komast inn á húsnæðismarkaðinn. Mikilvægt er útvíkka það kerfi og efla enn frekar til framtíðar. Standa þarf vörð um opinberan húsnæðissjóð að norrænni fyrirmynd til að fjármagna slíka lánastarfssemi og uppbyggingu. En auk þess að tryggja að fólk geti keypt eða leigt húsnæði á viðráðanlegum kjörum þarf að tryggja framboð húsnæðis sem mætir þörfum fólks. Það má gera með fjölbreyttum leiðum; til dæmis með hagstæðri fjármögnun til uppbyggingaraðila hagkvæms húsnæðis, eflingu almenna íbúðakerfisins eða stofnun opinbers húsnæðisfélags i eigu ríkis og / eða sveitarfélaga og skoða einnig endurreisn félagslega eignaíbúðakerfisins. Byggjum á þvi sem virkar, sagði forseti ASÍ í Silfri Eigils á dögunum. Ég tek fyllilega undir þau orð, byggjum rétt, byggjum nóg og byggjum fyrir fólk en ekki fjármagn. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Oddný Sigurðardóttir Vinstri græn Skoðun: Kosningar 2022 Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Staðan á húsnæðismarkaði hefur varla farið fram hjá neinum síðustu misseri. Fasteignaverð heldur áfram að hækka og er það orðið nánast ómöglegt fyrir fyrstu kaupendur að festa kaup á íbúð. Mörgu hefur verið slengt fram í umræðunni, oft til að slá pólitískar keilur og koma fram með einfaldar lausnir á flóknum vanda. Ljóst er að opinber inngrip og eftirlit á húsnæðismarkaði er nauðsynlegt til að viðhalda stöðugleika og tryggja framboð sem mætir þörfum almennings hverju sinni. Það liggur fyrir að núverandi aðgerðir stjórnvalda hafa staðið undir um þriðjungi húsnæðisuppbyggingar síðustu ár - en betur má ef duga skal. Almenna íbúðakerfið með óhagnaðardrifnum leigufélögum á borð við Bjarg hefur þegar sannað gildi sitt. Hægt er að auka stofnframlög og auka þannig framboðið af almennum íbúðum. Fleiri aðilar, til dæmis Reykjavíkurborg, geta stofnað leigufélag inn í almenna íbúðakerfið. Auk þess að efla almenna íbúðakerfið þurfa stjórnvöld að skoða endurreisn félagslega eignaíbúðakerfisins að fullri alvöru til að fjölga megi valkostum á húsnæðismarkaði. Fleiri sveitarfélög hér á höfuðborgarsvæðinu geta tekið frekari þátt í uppbyggingu almenna íbúðakerfisins en tæp 90% af almennum íbúðum eru í Reykjavík. Auk þess sem 62% húsnæðisuppbyggingar í borginni var á vegum óhagnaðardrifinna félaga árið 2021. Hlutdeildarlánin eru ætluð fyrstu kaupendum til að auðvelda þeim að komast inn á húsnæðismarkaðinn. Mikilvægt er útvíkka það kerfi og efla enn frekar til framtíðar. Standa þarf vörð um opinberan húsnæðissjóð að norrænni fyrirmynd til að fjármagna slíka lánastarfssemi og uppbyggingu. En auk þess að tryggja að fólk geti keypt eða leigt húsnæði á viðráðanlegum kjörum þarf að tryggja framboð húsnæðis sem mætir þörfum fólks. Það má gera með fjölbreyttum leiðum; til dæmis með hagstæðri fjármögnun til uppbyggingaraðila hagkvæms húsnæðis, eflingu almenna íbúðakerfisins eða stofnun opinbers húsnæðisfélags i eigu ríkis og / eða sveitarfélaga og skoða einnig endurreisn félagslega eignaíbúðakerfisins. Byggjum á þvi sem virkar, sagði forseti ASÍ í Silfri Eigils á dögunum. Ég tek fyllilega undir þau orð, byggjum rétt, byggjum nóg og byggjum fyrir fólk en ekki fjármagn. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun