Þakklátar Rauða krossinum eftir svaðilför á heiðinni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. febrúar 2022 13:25 Þær Dagrún, Guðbjörg og Kara voru fegnar að fá að gista í fjöldahjálparstöð Rauða krossins eftir að hafa setið fastar á heiðinni í marga klukkutíma. Aðsend Á fjórða tug manna gistu í fjöldahálparstöð Rauða krossins í Hveragerði í nótt eftir að hafa lent í vandræðum uppi á snjóþungri heiðinni. Ung kona sem sat föst í bíl sínum á Hellisheiði í 6 klukkustundir finnur til djúpstæðs þakklætis í garð Rauða krossins. Björgunarsveitir voru í nótt kallaðar út vegna vegfarenda sem sátu fastir í bílum í Þrengslunum og á Hellisheiði. Upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir í samtali við fréttastofu að björgunarsveitarmenn hafi verið að störfum í aftakaveðri til klukkan 05:00. Bílstjórar í alls átta bílum hafi verið fastir við afleggjarann að Hellisheiðarvirkjun. Ein þeirra sem lenti í vandræðum á heiðinni var Kara Björk Sævarsdóttir. En það sem byrjaði sem sakleysisleg bústaðaferð í Bláskógarbyggð þróaðist út í margra klukkutíma svaðilför heim, bið eftir björgunarsveitum og far með snjóruðningstæki. „Við vorum komnar hingað niður til Rauða krossins klukkan um hálf sex og fengum við að vera þar. Við erum enn hjá Rauða krossinum,“ sagði Kara í hádegisfréttum Bylgjunnar. Kara Björk og vinkonurnar tvær reyndu eins og þær gátu að gera það besta úr þeirri stöðu sem upp var komin. Þær eru fullar þakklætis í garð Rauða krossins. „Þetta var bara ótrúlega notalegt. Við bjuggum til kósíhorn, settum niður fullt af teppum og lögðumst niður á gólfið við þrjár. Það var bara svo gott að komast úr bílnum eftir að hafa verið föst í bíl upp á heiði í svo ótrúlega langan tíma,“ sagði Kara. „Nú erum við bara þakklátar fyrir að geta verið hérna hjá Rauða krossinum og erum núna bara að bíða eftir fari heim.“ Björgunarsveitir Veður Tengdar fréttir Bílar fastir á og við Hellisheiði og fólk ferjað til Hveragerðis Björgunarsveitir voru kallaðar út vegna fastra bíla í Þrengslum og á og við Hellisheiði í gærkvöldi og í nótt. 28. febrúar 2022 08:22 Bílar fastir á og við Hellisheiði og fólk ferjað til Hveragerðis Björgunarsveitir voru kallaðar út vegna fastra bíla í Þrengslum og á og við Hellisheiði í gærkvöldi og í nótt. 28. febrúar 2022 08:22 Hellisheiði og fleiri vegir lokaðir Vegurinn um Hellisheiði er lokaður eins og stendur sökum ófærðar og á heimasíðu Vegagerðarinnar segir að næst verði athugað með opnun klukkan tíu. 28. febrúar 2022 07:50 Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Fleiri fréttir Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Sjá meira
Björgunarsveitir voru í nótt kallaðar út vegna vegfarenda sem sátu fastir í bílum í Þrengslunum og á Hellisheiði. Upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir í samtali við fréttastofu að björgunarsveitarmenn hafi verið að störfum í aftakaveðri til klukkan 05:00. Bílstjórar í alls átta bílum hafi verið fastir við afleggjarann að Hellisheiðarvirkjun. Ein þeirra sem lenti í vandræðum á heiðinni var Kara Björk Sævarsdóttir. En það sem byrjaði sem sakleysisleg bústaðaferð í Bláskógarbyggð þróaðist út í margra klukkutíma svaðilför heim, bið eftir björgunarsveitum og far með snjóruðningstæki. „Við vorum komnar hingað niður til Rauða krossins klukkan um hálf sex og fengum við að vera þar. Við erum enn hjá Rauða krossinum,“ sagði Kara í hádegisfréttum Bylgjunnar. Kara Björk og vinkonurnar tvær reyndu eins og þær gátu að gera það besta úr þeirri stöðu sem upp var komin. Þær eru fullar þakklætis í garð Rauða krossins. „Þetta var bara ótrúlega notalegt. Við bjuggum til kósíhorn, settum niður fullt af teppum og lögðumst niður á gólfið við þrjár. Það var bara svo gott að komast úr bílnum eftir að hafa verið föst í bíl upp á heiði í svo ótrúlega langan tíma,“ sagði Kara. „Nú erum við bara þakklátar fyrir að geta verið hérna hjá Rauða krossinum og erum núna bara að bíða eftir fari heim.“
Björgunarsveitir Veður Tengdar fréttir Bílar fastir á og við Hellisheiði og fólk ferjað til Hveragerðis Björgunarsveitir voru kallaðar út vegna fastra bíla í Þrengslum og á og við Hellisheiði í gærkvöldi og í nótt. 28. febrúar 2022 08:22 Bílar fastir á og við Hellisheiði og fólk ferjað til Hveragerðis Björgunarsveitir voru kallaðar út vegna fastra bíla í Þrengslum og á og við Hellisheiði í gærkvöldi og í nótt. 28. febrúar 2022 08:22 Hellisheiði og fleiri vegir lokaðir Vegurinn um Hellisheiði er lokaður eins og stendur sökum ófærðar og á heimasíðu Vegagerðarinnar segir að næst verði athugað með opnun klukkan tíu. 28. febrúar 2022 07:50 Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Fleiri fréttir Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Sjá meira
Bílar fastir á og við Hellisheiði og fólk ferjað til Hveragerðis Björgunarsveitir voru kallaðar út vegna fastra bíla í Þrengslum og á og við Hellisheiði í gærkvöldi og í nótt. 28. febrúar 2022 08:22
Bílar fastir á og við Hellisheiði og fólk ferjað til Hveragerðis Björgunarsveitir voru kallaðar út vegna fastra bíla í Þrengslum og á og við Hellisheiði í gærkvöldi og í nótt. 28. febrúar 2022 08:22
Hellisheiði og fleiri vegir lokaðir Vegurinn um Hellisheiði er lokaður eins og stendur sökum ófærðar og á heimasíðu Vegagerðarinnar segir að næst verði athugað með opnun klukkan tíu. 28. febrúar 2022 07:50