Þakklátar Rauða krossinum eftir svaðilför á heiðinni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. febrúar 2022 13:25 Þær Dagrún, Guðbjörg og Kara voru fegnar að fá að gista í fjöldahjálparstöð Rauða krossins eftir að hafa setið fastar á heiðinni í marga klukkutíma. Aðsend Á fjórða tug manna gistu í fjöldahálparstöð Rauða krossins í Hveragerði í nótt eftir að hafa lent í vandræðum uppi á snjóþungri heiðinni. Ung kona sem sat föst í bíl sínum á Hellisheiði í 6 klukkustundir finnur til djúpstæðs þakklætis í garð Rauða krossins. Björgunarsveitir voru í nótt kallaðar út vegna vegfarenda sem sátu fastir í bílum í Þrengslunum og á Hellisheiði. Upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir í samtali við fréttastofu að björgunarsveitarmenn hafi verið að störfum í aftakaveðri til klukkan 05:00. Bílstjórar í alls átta bílum hafi verið fastir við afleggjarann að Hellisheiðarvirkjun. Ein þeirra sem lenti í vandræðum á heiðinni var Kara Björk Sævarsdóttir. En það sem byrjaði sem sakleysisleg bústaðaferð í Bláskógarbyggð þróaðist út í margra klukkutíma svaðilför heim, bið eftir björgunarsveitum og far með snjóruðningstæki. „Við vorum komnar hingað niður til Rauða krossins klukkan um hálf sex og fengum við að vera þar. Við erum enn hjá Rauða krossinum,“ sagði Kara í hádegisfréttum Bylgjunnar. Kara Björk og vinkonurnar tvær reyndu eins og þær gátu að gera það besta úr þeirri stöðu sem upp var komin. Þær eru fullar þakklætis í garð Rauða krossins. „Þetta var bara ótrúlega notalegt. Við bjuggum til kósíhorn, settum niður fullt af teppum og lögðumst niður á gólfið við þrjár. Það var bara svo gott að komast úr bílnum eftir að hafa verið föst í bíl upp á heiði í svo ótrúlega langan tíma,“ sagði Kara. „Nú erum við bara þakklátar fyrir að geta verið hérna hjá Rauða krossinum og erum núna bara að bíða eftir fari heim.“ Björgunarsveitir Veður Tengdar fréttir Bílar fastir á og við Hellisheiði og fólk ferjað til Hveragerðis Björgunarsveitir voru kallaðar út vegna fastra bíla í Þrengslum og á og við Hellisheiði í gærkvöldi og í nótt. 28. febrúar 2022 08:22 Bílar fastir á og við Hellisheiði og fólk ferjað til Hveragerðis Björgunarsveitir voru kallaðar út vegna fastra bíla í Þrengslum og á og við Hellisheiði í gærkvöldi og í nótt. 28. febrúar 2022 08:22 Hellisheiði og fleiri vegir lokaðir Vegurinn um Hellisheiði er lokaður eins og stendur sökum ófærðar og á heimasíðu Vegagerðarinnar segir að næst verði athugað með opnun klukkan tíu. 28. febrúar 2022 07:50 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira
Björgunarsveitir voru í nótt kallaðar út vegna vegfarenda sem sátu fastir í bílum í Þrengslunum og á Hellisheiði. Upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir í samtali við fréttastofu að björgunarsveitarmenn hafi verið að störfum í aftakaveðri til klukkan 05:00. Bílstjórar í alls átta bílum hafi verið fastir við afleggjarann að Hellisheiðarvirkjun. Ein þeirra sem lenti í vandræðum á heiðinni var Kara Björk Sævarsdóttir. En það sem byrjaði sem sakleysisleg bústaðaferð í Bláskógarbyggð þróaðist út í margra klukkutíma svaðilför heim, bið eftir björgunarsveitum og far með snjóruðningstæki. „Við vorum komnar hingað niður til Rauða krossins klukkan um hálf sex og fengum við að vera þar. Við erum enn hjá Rauða krossinum,“ sagði Kara í hádegisfréttum Bylgjunnar. Kara Björk og vinkonurnar tvær reyndu eins og þær gátu að gera það besta úr þeirri stöðu sem upp var komin. Þær eru fullar þakklætis í garð Rauða krossins. „Þetta var bara ótrúlega notalegt. Við bjuggum til kósíhorn, settum niður fullt af teppum og lögðumst niður á gólfið við þrjár. Það var bara svo gott að komast úr bílnum eftir að hafa verið föst í bíl upp á heiði í svo ótrúlega langan tíma,“ sagði Kara. „Nú erum við bara þakklátar fyrir að geta verið hérna hjá Rauða krossinum og erum núna bara að bíða eftir fari heim.“
Björgunarsveitir Veður Tengdar fréttir Bílar fastir á og við Hellisheiði og fólk ferjað til Hveragerðis Björgunarsveitir voru kallaðar út vegna fastra bíla í Þrengslum og á og við Hellisheiði í gærkvöldi og í nótt. 28. febrúar 2022 08:22 Bílar fastir á og við Hellisheiði og fólk ferjað til Hveragerðis Björgunarsveitir voru kallaðar út vegna fastra bíla í Þrengslum og á og við Hellisheiði í gærkvöldi og í nótt. 28. febrúar 2022 08:22 Hellisheiði og fleiri vegir lokaðir Vegurinn um Hellisheiði er lokaður eins og stendur sökum ófærðar og á heimasíðu Vegagerðarinnar segir að næst verði athugað með opnun klukkan tíu. 28. febrúar 2022 07:50 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira
Bílar fastir á og við Hellisheiði og fólk ferjað til Hveragerðis Björgunarsveitir voru kallaðar út vegna fastra bíla í Þrengslum og á og við Hellisheiði í gærkvöldi og í nótt. 28. febrúar 2022 08:22
Bílar fastir á og við Hellisheiði og fólk ferjað til Hveragerðis Björgunarsveitir voru kallaðar út vegna fastra bíla í Þrengslum og á og við Hellisheiði í gærkvöldi og í nótt. 28. febrúar 2022 08:22
Hellisheiði og fleiri vegir lokaðir Vegurinn um Hellisheiði er lokaður eins og stendur sökum ófærðar og á heimasíðu Vegagerðarinnar segir að næst verði athugað með opnun klukkan tíu. 28. febrúar 2022 07:50