Að sögn Vegagerðar á að athuga með Hellisheiðina klukkan kortér yfir átta. Fært er um Suðurstrandarveg en ófært um Krýsuvík. Einnig er ófært um Mosfellsheiðina.
Á Vesturlandi er ófært um Bröttubrekku en annars þæfingsfærð eða snjóþekja á öðrum leiðum en ófært um Fróðárheiði.
Á Vestfjörðum eru síðan flestallar leiðir ófærar, þæfingsfærð á Kleifaheiði, Hálfdán og Gemlufallsheiði. Lokað er um Dynjandisheiði og Súðavíkurhlíð en snjóflóðahætta er á síðarnefndu leiðinni.
Á Suðurlandi er vegurinn frá Skaftafelli og að Jökulsárlóni lokaður vegna mikillar hálku og hvassviðris en þar er nú vestan stormur og gular viðvaranir í gildi fyrir Suðausturland og Austfirði.