Staðan eftir venjulegan leiktíma og framlengingu var markalaus og því réðust úrslit leiksins í vítaspyrnukeppni. Leikmenn liðanna sýndu stáltaugar og skoruðu úr fyrstu 21 spyrnunni í vítakeppninni.
Kepa Arrizabalga tók spyrnu númer 22 en þrumaði boltanum hátt yfir markið og Liverpool-menn fögnuðu því sigri. Einn stuðningsmaður Liverpool fyrir aftan fagnaði sennilega meira en aðrir því hann greip boltann sem Kepa skaut yfir. Og að sjálfsögðu fór hann með hann heim enda afar verðmætur minjagripur.
Somebody I knows dad was the lucky one to make the catch pic.twitter.com/lBxZeIUNwU
— R.S (@ryan_scott99) February 27, 2022
Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, setti Kepa inn á fyrir Eduoard Mendy rétt áður en vítakeppnin hófst. Það herbragð mistókst algjörlega því Kepa varði ekki eina einustu spyrnu og klúðraði svo úrslitaspyrnunni sjálfur.
Tuchel gerði það sama í leiknum um Ofurbikar Evrópu síðasta haust. Þá varði Kepa tvær spyrnur frá leikmönnum Villarreal og reyndist hetja Chelsea.