Úkraínsk tennisstjarna neitar að mæta Rússa Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. mars 2022 11:32 Elina Svitolina hefur unnið sextán mót á WTF mótaröðinni í tennis. getty/Robert Prange Úkraínska tenniskonan Elina Svitolina neitaði að mæta Rússanum Anastasiu Potapovu í 32 manna úrslitum á móti í Monterry í Mexíkó í dag. Svitolina dró sig úr keppni á mótinu og ætlar ekki að mæta spilurum frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi á WTA mótaröðinni vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Svitolina hvetur æðstu presta í tennisheiminum til að fara að fordæmi Alþjóða ólympíunefndarinnar að meina rússnesku og hvít-rússnesku íþróttafólki að keppa undir merkjum sinna þjóða. „Staðan kallar á skýra afstöðu frá ATP, WTA og ITF. Við, úkraínskt tennisfólk, höfum farið þess á leit við samböndin að þau fylgi IOC og samþykki íþróttafólk frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi aðeins sem hlutlausa keppendur sem geta ekki tengt sig sinni þjóð,“ skrifaði Svitolina á Twitter í gær. „Ég vil tilkynna að ég mun ekki spila í Monterrey á morgun né mæta neinum keppendum frá Rússalndi og Hvíta-Rússlandi þangað til samböndin okkar grípa til viðeigandi ráðstafana. Ég á ekkert sökótt við rússneskt íþróttafólk. Það er ekki ábyrgt fyrir innrásinni og ég þakka öllum rússnesku íþróttafólki sem sýndi hugrekki og tók afstöðu gegn stríðinu. Stuðningur þess er nauðsynlegur.“ #Ukraine # #StandWithUkriane pic.twitter.com/1LT4WjrYI9— Elina Monfils (@ElinaSvitolina) February 28, 2022 Svitolina er fimmtánda á heimslistanum í tennis. Hún komst í undanúrslit Wimbledon og Opna bandaríska meistaramótsins 2019. Þá vann hún brons á Ólympíuleikunum í Tókýó síðasta sumar. Tennis Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sjá meira
Svitolina dró sig úr keppni á mótinu og ætlar ekki að mæta spilurum frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi á WTA mótaröðinni vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Svitolina hvetur æðstu presta í tennisheiminum til að fara að fordæmi Alþjóða ólympíunefndarinnar að meina rússnesku og hvít-rússnesku íþróttafólki að keppa undir merkjum sinna þjóða. „Staðan kallar á skýra afstöðu frá ATP, WTA og ITF. Við, úkraínskt tennisfólk, höfum farið þess á leit við samböndin að þau fylgi IOC og samþykki íþróttafólk frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi aðeins sem hlutlausa keppendur sem geta ekki tengt sig sinni þjóð,“ skrifaði Svitolina á Twitter í gær. „Ég vil tilkynna að ég mun ekki spila í Monterrey á morgun né mæta neinum keppendum frá Rússalndi og Hvíta-Rússlandi þangað til samböndin okkar grípa til viðeigandi ráðstafana. Ég á ekkert sökótt við rússneskt íþróttafólk. Það er ekki ábyrgt fyrir innrásinni og ég þakka öllum rússnesku íþróttafólki sem sýndi hugrekki og tók afstöðu gegn stríðinu. Stuðningur þess er nauðsynlegur.“ #Ukraine # #StandWithUkriane pic.twitter.com/1LT4WjrYI9— Elina Monfils (@ElinaSvitolina) February 28, 2022 Svitolina er fimmtánda á heimslistanum í tennis. Hún komst í undanúrslit Wimbledon og Opna bandaríska meistaramótsins 2019. Þá vann hún brons á Ólympíuleikunum í Tókýó síðasta sumar.
Tennis Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sjá meira