Everton vildi fá vítaspyrnu þegar Rodri, miðjumaður City, fékk boltann í höndina innan vítateigs en ekkert var dæmt, jafnvel eftir að atvikið var skoðað á myndbandi. City vann leikinn, 0-1, með marki Phils Foden.
Everton kvartaði formlega yfir því að fá ekki vítaspyrnu og Frank Lampard, knattspyrnustjóri liðsins, óskaði eftir afsökunarbeiðni. Og hún hefur nú borist.
Mike Riley, yfirmaður dómaramála í enska boltanum, tók upp símann og hringdi bæði í Lampard og Bill Kentwright, eiganda Everton, og baðst afsökunar á mistökunum.
Ekkert má út af bregða hjá Everton sem er í harðri fallbaráttu í ensku úrvalsdeildinni. Liðið er í 17. sæti, aðeins einu stigi frá fallsæti. Ef Burnley fær stig Leicester City á Turf Moor í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni fer Everton niður í fallsæti.