„Mamma, við erum eins og fólkið í seinni heimsstyrjöldinni“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. mars 2022 14:32 Julia Petryk mun halda kyrru fyrir í Kænugarði þar sem hún telur ekki öruggt að yfirgefa borgina með sautján ára dóttur sinni. Vísir „Mamma, við erum eins og fólkið í seinni heimsstyrjöldinni,“ sagði dóttir Juliu Petryk, íbúa í Kænugarði, þegar mæðgurnar tóku tvo ókunnuga stúdenta inn á heimili sitt um helgina. Stúdentarnir voru þeim alls ókunnugir áður en Rússar réðust inn í Úkraínu en eru nú eins og hluti af fjölskyldunni þeirra. Petryk og sautján ára dóttir hennar eru búsettar í Kænugarði en þegar blaðamaður náði af henni tali var hún á leið af heimili sínu í neðanjarðarlestarstöð í nágrenninu. Loftvarnarflauturnar hringdu í bakgrunninum. „Í dag höfum við verið meira uppi á yfirborðinu en síðustu daga. Við erum með sprengjuskýli í kjallaranum en lyftan í húsinu okkar er biluð svo við komumst ekki niður. Þannig að síðustu daga höfum við sofið í lestarstöðinni,“ segir Petryk í samtali við Vísi. Mæðgurnar hittu fyrir tvo unga stúdenta, sem eru ekki frá Kænugarði, á föstudag. Þær skutu yfir þá skjóli, hleyptu þeim inn á heimili sitt og hjálpuðu þeim svo eftir tveggja daga samveru að komast aftur heim til fjölskyldna þeirra. „Þeir eru komnir heim núna en þegar þeir fóru var ég í stöðugu sambandi við þá á samfélagsmiðlum. Ég var svo hrædd um þá. Annar þeirra lenti í því þegar hann fór um borð í lestina heim til sín var hún rýmd vegna skotárásar. Ég bað fyrir þeim, ég hélt aldrei að ég myndi biðja fyrir einhverjum heila nótt en ég gerði það þá nótt. Núna eru þeir komnir heim til fjölskyldna sinna, sem betur fer,“ segir Petryk. „Dóttir mín sagði við mig eftir þetta: Mamma, við erum eins og fjölskyldurnar í seinni heimsstyrjöldinni, því hún vissi að þá tók fólk aðra inn sem þurftu þak yfir höfuðið.“ Bjóst aldrei við að Pútín léti drepa börn Hún segir það hafa verið mikið áfall þegar Rússar réðust inn í Úkraínu á aðfaranótt fimmtudags. Viðvörunarmerkin hafi verið til staðar en hún segist ekki hafa getað ímyndað sér að þeir myndu í alvöru ráðast inn í heimaland hennar. „Það voru sögur að ganga um að Rússar myndu ráðast inn en mér datt ekki í hug að þeir myndu ganga svona langt. Herinn okkar er svo vel undirbúinn núna og hefur verið að undirbúa sig síðan stríðið á Krímskaga hófst fyrir átta árum, þannig að við héldum að við værum tilbúin,“ segir Petryk. „Ég bjóst ekki við því að [Pútín] myndi ganga svona langt, að hann myndi drepa börn.“ Trúir því að Úkraína muni sigra stríðið Hún segir að vinafólk hennar hafi hvatt hana fyrir tveimur vikum síðan að flýja Úkraínu. Hún hafi þá ekki tekið það í mál. Sömu vinir hafi hringt í hana í dag og beðið hana að yfirgefa borgina, sem hún segir aftur, ekki koma til greina. Í þetta skiptið ekki vegna þess að hana langi það ekki heldur vegna þess að ferðinn sé of hættuleg. „Frænka mín reyndi að fara með dóttur sinni en komst ekki einu sinni úr bænum sínum að lestarstöðinni, fólk bíður þar í röðum,“ segir hún. Fólk í mörgum smábæjum sé einfaldlega innlyksa þar sem vegir séu ófærir eftir að hafa orðið fyrir sprengjum frá Rússum. Leiðin frá Kænugarði að landamærunum að Póllandi, sem venjulega taki tvo klukkutíma, taki nú meira en sólarhring. „Ég efa ekki að Úkraína muni sigra þetta stríð. Við byrjuðum það ekki en við munum vinna. Svo mörg fórnarlömb, svo mikil sorg. En Úkraínumenn eru sameinaðir, við vinnum hvernig sem við getum til að tryggja sigurinn,“ segir Petryk. Petryk starfar sem almannatengill og hefur frá því að stríðið byrjaði farið fyrir hópi almannatengla sem vinnur að því að koma upplýsingum til alþjóðlegra fréttamiðla. Þannig segist hún geta lagt sitt af mörkum og stöðvað falsfréttirnar sem Rússar dreifi um innrásina. „Rússnesku áróðursvélinni gengur vel og við erum að berjast gegn því. Við erum upplýsingaher.“ Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Torgið sprungið sem Blikakonur röltu um á Ekki eru nema fáeinir mánuðir síðan að leikmenn og fylgdarlið kvennaliðs Breiðabliks í fótbolta dvöldu í borginni Karkív í Úkraínu sem varð fyrir mannskæðri eldflaugaárás Rússa. 1. mars 2022 14:01 Ekki tímabært að slíta stjórnmálasambandi við Rússa Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það ekki á dagskrá að svo stöddu að slíta stjórnmálasambandi við Rússa vegna innrásarinnar í Úkraínu þar sem slíkt væri síðasta úrræði. Hún telur að þær refsiaðgerðir sem kynntar hafi verið komi til með að setja þrýsting á rússnesk stjórnvöld og segir alþjóðasamfélagið samstíga í sinni afstöðu. 1. mars 2022 13:47 Diplómatar Sameinuðu þjóðanna snúa baki við Lavrov Diplómatar hjá Sameinuðu þjóðunum hafa margir neitað að hlusta á málflutning Sergei Lavrovs, utanríkisráðherra Rússlands, í dag. 1. mars 2022 13:36 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Sjá meira
Petryk og sautján ára dóttir hennar eru búsettar í Kænugarði en þegar blaðamaður náði af henni tali var hún á leið af heimili sínu í neðanjarðarlestarstöð í nágrenninu. Loftvarnarflauturnar hringdu í bakgrunninum. „Í dag höfum við verið meira uppi á yfirborðinu en síðustu daga. Við erum með sprengjuskýli í kjallaranum en lyftan í húsinu okkar er biluð svo við komumst ekki niður. Þannig að síðustu daga höfum við sofið í lestarstöðinni,“ segir Petryk í samtali við Vísi. Mæðgurnar hittu fyrir tvo unga stúdenta, sem eru ekki frá Kænugarði, á föstudag. Þær skutu yfir þá skjóli, hleyptu þeim inn á heimili sitt og hjálpuðu þeim svo eftir tveggja daga samveru að komast aftur heim til fjölskyldna þeirra. „Þeir eru komnir heim núna en þegar þeir fóru var ég í stöðugu sambandi við þá á samfélagsmiðlum. Ég var svo hrædd um þá. Annar þeirra lenti í því þegar hann fór um borð í lestina heim til sín var hún rýmd vegna skotárásar. Ég bað fyrir þeim, ég hélt aldrei að ég myndi biðja fyrir einhverjum heila nótt en ég gerði það þá nótt. Núna eru þeir komnir heim til fjölskyldna sinna, sem betur fer,“ segir Petryk. „Dóttir mín sagði við mig eftir þetta: Mamma, við erum eins og fjölskyldurnar í seinni heimsstyrjöldinni, því hún vissi að þá tók fólk aðra inn sem þurftu þak yfir höfuðið.“ Bjóst aldrei við að Pútín léti drepa börn Hún segir það hafa verið mikið áfall þegar Rússar réðust inn í Úkraínu á aðfaranótt fimmtudags. Viðvörunarmerkin hafi verið til staðar en hún segist ekki hafa getað ímyndað sér að þeir myndu í alvöru ráðast inn í heimaland hennar. „Það voru sögur að ganga um að Rússar myndu ráðast inn en mér datt ekki í hug að þeir myndu ganga svona langt. Herinn okkar er svo vel undirbúinn núna og hefur verið að undirbúa sig síðan stríðið á Krímskaga hófst fyrir átta árum, þannig að við héldum að við værum tilbúin,“ segir Petryk. „Ég bjóst ekki við því að [Pútín] myndi ganga svona langt, að hann myndi drepa börn.“ Trúir því að Úkraína muni sigra stríðið Hún segir að vinafólk hennar hafi hvatt hana fyrir tveimur vikum síðan að flýja Úkraínu. Hún hafi þá ekki tekið það í mál. Sömu vinir hafi hringt í hana í dag og beðið hana að yfirgefa borgina, sem hún segir aftur, ekki koma til greina. Í þetta skiptið ekki vegna þess að hana langi það ekki heldur vegna þess að ferðinn sé of hættuleg. „Frænka mín reyndi að fara með dóttur sinni en komst ekki einu sinni úr bænum sínum að lestarstöðinni, fólk bíður þar í röðum,“ segir hún. Fólk í mörgum smábæjum sé einfaldlega innlyksa þar sem vegir séu ófærir eftir að hafa orðið fyrir sprengjum frá Rússum. Leiðin frá Kænugarði að landamærunum að Póllandi, sem venjulega taki tvo klukkutíma, taki nú meira en sólarhring. „Ég efa ekki að Úkraína muni sigra þetta stríð. Við byrjuðum það ekki en við munum vinna. Svo mörg fórnarlömb, svo mikil sorg. En Úkraínumenn eru sameinaðir, við vinnum hvernig sem við getum til að tryggja sigurinn,“ segir Petryk. Petryk starfar sem almannatengill og hefur frá því að stríðið byrjaði farið fyrir hópi almannatengla sem vinnur að því að koma upplýsingum til alþjóðlegra fréttamiðla. Þannig segist hún geta lagt sitt af mörkum og stöðvað falsfréttirnar sem Rússar dreifi um innrásina. „Rússnesku áróðursvélinni gengur vel og við erum að berjast gegn því. Við erum upplýsingaher.“
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Torgið sprungið sem Blikakonur röltu um á Ekki eru nema fáeinir mánuðir síðan að leikmenn og fylgdarlið kvennaliðs Breiðabliks í fótbolta dvöldu í borginni Karkív í Úkraínu sem varð fyrir mannskæðri eldflaugaárás Rússa. 1. mars 2022 14:01 Ekki tímabært að slíta stjórnmálasambandi við Rússa Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það ekki á dagskrá að svo stöddu að slíta stjórnmálasambandi við Rússa vegna innrásarinnar í Úkraínu þar sem slíkt væri síðasta úrræði. Hún telur að þær refsiaðgerðir sem kynntar hafi verið komi til með að setja þrýsting á rússnesk stjórnvöld og segir alþjóðasamfélagið samstíga í sinni afstöðu. 1. mars 2022 13:47 Diplómatar Sameinuðu þjóðanna snúa baki við Lavrov Diplómatar hjá Sameinuðu þjóðunum hafa margir neitað að hlusta á málflutning Sergei Lavrovs, utanríkisráðherra Rússlands, í dag. 1. mars 2022 13:36 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Sjá meira
Torgið sprungið sem Blikakonur röltu um á Ekki eru nema fáeinir mánuðir síðan að leikmenn og fylgdarlið kvennaliðs Breiðabliks í fótbolta dvöldu í borginni Karkív í Úkraínu sem varð fyrir mannskæðri eldflaugaárás Rússa. 1. mars 2022 14:01
Ekki tímabært að slíta stjórnmálasambandi við Rússa Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það ekki á dagskrá að svo stöddu að slíta stjórnmálasambandi við Rússa vegna innrásarinnar í Úkraínu þar sem slíkt væri síðasta úrræði. Hún telur að þær refsiaðgerðir sem kynntar hafi verið komi til með að setja þrýsting á rússnesk stjórnvöld og segir alþjóðasamfélagið samstíga í sinni afstöðu. 1. mars 2022 13:47
Diplómatar Sameinuðu þjóðanna snúa baki við Lavrov Diplómatar hjá Sameinuðu þjóðunum hafa margir neitað að hlusta á málflutning Sergei Lavrovs, utanríkisráðherra Rússlands, í dag. 1. mars 2022 13:36