Evrópusambandið boðar hertar refsiaðgerðir gegn Hvíta-Rússlandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. mars 2022 10:16 Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands. AP/Sergei Shelega Evrópusambandið hefur samþykkt að beita Hvítrússa hertum refsiaðgerðum vegna hlutverks þeirra í innrás Rússa í Úkraínu. Þegar eru í gildi fjöldi þvingana á landið vegna mannréttindabrota sem stjórnvöld hafa framið gegn andstæðingum sínum undanfarin tæp tvö ár. Nýju viðskiptaþvinganirnar munu beinast gegn einstaklingum sem spila hlutverk í innrás Rússa frá Hvíta-Rússlandi, gegn ákveðnum sviðum fjármálalífsins og þá sérstaklega stál-, timbur- og kalíniðnaðnum. Markmið nýju aðgerðannna er að stöðva enn frekar útflutning Hvíta-Rússlands til Evrópusambandsins. Eins og áður segir bætast aðgerðirnar ofan á þær sem þegar eru í gildi vegna mannréttindabrota yfirvalda gegn stjórnarandstæðingum. Mikil mótmæli voru í Hvíta-Rússlandi í kjölfar forsetakosninga sem fór þar fram sumarið 2020. Alexander Lúkasjenka bar þar sigur úr bítum og hefur nú verið forseti landsins í 28 ár. Margir efuðust þó réttmæti niðurstöðunnar og réðust út á götur til að mótmæla. Við tóku fjöldahandtökur, landflótti stjórnarandstæðinga og mannréttindabrot af hálfu yfirvalda. Sjá meira: Fjöldahandtökur, ofbeldi og landflótti Rússneskar hersveitir hafa undanfarna mánuði haldið til í Hvíta-Rússlandi og verið þar með viðveru við landamærin. Lúkasjenka og Vladimír Pútín Rússlandsforseti eru enda nánir vinir og kollegar. Hluti af innrásarher Rússa réðist til dæmis inn í Úkraínu frá Hvíta-Rússlandi og þaðan hefur eldflaugum og flugskeytum verið skotið. Lúkasjenka gaf það út í gær að hann hyggðist ekki taka þátt í stríði Rússa með beinum hætti. Hann virtist þó á öryggisráðsfundi í gær, sem var sjónvarpað, vera að kynna fyrir herforingjum sínum innrásarleiðir í Úkraínu ef marka má kortið sem hann var að sýna. At today's security council meeting, Lukashenko showed what looks like an actual invasion map. It shows Ukraine military facilities destroyed by missiles from Belarus, attacks directions (everything agrees except Odessa-Transnistria). Also, Ukraine is divided into 4 sectors. pic.twitter.com/ueqBIFUbyM— Tadeusz Giczan 🇺🇦 (@TadeuszGiczan) March 1, 2022 Innrás Rússa í Úkraínu Hvíta-Rússland Evrópusambandið Tengdar fréttir Segir Rússa ekki ætla að breyta um stefnu vegna refsiaðgerða Refsiaðgerðir munu aldrei fá Rússa til að hætta innrás þeirra í Úkraínu. Þetta sagði Dmitry Peskov, talsmaður Valdimírs Pútín, forseta, við blaðamenn í morgun. 1. mars 2022 11:24 Selenskí sækir formlega um aðild að Evrópusambandinu Forseti Úkraínu hefur skrifað undir formlega umsókn í Evópusambandið en hann kallaði eftir aðild í ávarpi sínu til þjóðarinnar í nótt. Friðaviðræðum Rússa og Úkraínumanna í Hvíta-Rússlandi í dag lauk án niðurstöðu. 28. febrúar 2022 16:27 Biðja Abramovich um hjálp í friðarviðræðum við Pútín Úkraínsk yfirvöld hafa leitað til rússneska milljarðarmæringsins Roman Abramovich, sem er eigandi fótboltaliðsins Chelsea, og óskað eftir aðstoð hans í yfirstandandi friðarviðræðum Úkraínumanna við Rússa, að sögn talsmanns Abramovich. 28. febrúar 2022 14:00 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Fleiri fréttir Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sjá meira
Nýju viðskiptaþvinganirnar munu beinast gegn einstaklingum sem spila hlutverk í innrás Rússa frá Hvíta-Rússlandi, gegn ákveðnum sviðum fjármálalífsins og þá sérstaklega stál-, timbur- og kalíniðnaðnum. Markmið nýju aðgerðannna er að stöðva enn frekar útflutning Hvíta-Rússlands til Evrópusambandsins. Eins og áður segir bætast aðgerðirnar ofan á þær sem þegar eru í gildi vegna mannréttindabrota yfirvalda gegn stjórnarandstæðingum. Mikil mótmæli voru í Hvíta-Rússlandi í kjölfar forsetakosninga sem fór þar fram sumarið 2020. Alexander Lúkasjenka bar þar sigur úr bítum og hefur nú verið forseti landsins í 28 ár. Margir efuðust þó réttmæti niðurstöðunnar og réðust út á götur til að mótmæla. Við tóku fjöldahandtökur, landflótti stjórnarandstæðinga og mannréttindabrot af hálfu yfirvalda. Sjá meira: Fjöldahandtökur, ofbeldi og landflótti Rússneskar hersveitir hafa undanfarna mánuði haldið til í Hvíta-Rússlandi og verið þar með viðveru við landamærin. Lúkasjenka og Vladimír Pútín Rússlandsforseti eru enda nánir vinir og kollegar. Hluti af innrásarher Rússa réðist til dæmis inn í Úkraínu frá Hvíta-Rússlandi og þaðan hefur eldflaugum og flugskeytum verið skotið. Lúkasjenka gaf það út í gær að hann hyggðist ekki taka þátt í stríði Rússa með beinum hætti. Hann virtist þó á öryggisráðsfundi í gær, sem var sjónvarpað, vera að kynna fyrir herforingjum sínum innrásarleiðir í Úkraínu ef marka má kortið sem hann var að sýna. At today's security council meeting, Lukashenko showed what looks like an actual invasion map. It shows Ukraine military facilities destroyed by missiles from Belarus, attacks directions (everything agrees except Odessa-Transnistria). Also, Ukraine is divided into 4 sectors. pic.twitter.com/ueqBIFUbyM— Tadeusz Giczan 🇺🇦 (@TadeuszGiczan) March 1, 2022
Innrás Rússa í Úkraínu Hvíta-Rússland Evrópusambandið Tengdar fréttir Segir Rússa ekki ætla að breyta um stefnu vegna refsiaðgerða Refsiaðgerðir munu aldrei fá Rússa til að hætta innrás þeirra í Úkraínu. Þetta sagði Dmitry Peskov, talsmaður Valdimírs Pútín, forseta, við blaðamenn í morgun. 1. mars 2022 11:24 Selenskí sækir formlega um aðild að Evrópusambandinu Forseti Úkraínu hefur skrifað undir formlega umsókn í Evópusambandið en hann kallaði eftir aðild í ávarpi sínu til þjóðarinnar í nótt. Friðaviðræðum Rússa og Úkraínumanna í Hvíta-Rússlandi í dag lauk án niðurstöðu. 28. febrúar 2022 16:27 Biðja Abramovich um hjálp í friðarviðræðum við Pútín Úkraínsk yfirvöld hafa leitað til rússneska milljarðarmæringsins Roman Abramovich, sem er eigandi fótboltaliðsins Chelsea, og óskað eftir aðstoð hans í yfirstandandi friðarviðræðum Úkraínumanna við Rússa, að sögn talsmanns Abramovich. 28. febrúar 2022 14:00 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Fleiri fréttir Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sjá meira
Segir Rússa ekki ætla að breyta um stefnu vegna refsiaðgerða Refsiaðgerðir munu aldrei fá Rússa til að hætta innrás þeirra í Úkraínu. Þetta sagði Dmitry Peskov, talsmaður Valdimírs Pútín, forseta, við blaðamenn í morgun. 1. mars 2022 11:24
Selenskí sækir formlega um aðild að Evrópusambandinu Forseti Úkraínu hefur skrifað undir formlega umsókn í Evópusambandið en hann kallaði eftir aðild í ávarpi sínu til þjóðarinnar í nótt. Friðaviðræðum Rússa og Úkraínumanna í Hvíta-Rússlandi í dag lauk án niðurstöðu. 28. febrúar 2022 16:27
Biðja Abramovich um hjálp í friðarviðræðum við Pútín Úkraínsk yfirvöld hafa leitað til rússneska milljarðarmæringsins Roman Abramovich, sem er eigandi fótboltaliðsins Chelsea, og óskað eftir aðstoð hans í yfirstandandi friðarviðræðum Úkraínumanna við Rússa, að sögn talsmanns Abramovich. 28. febrúar 2022 14:00