Navalní kallar eftir mótmælum: „Pútín er ekki Rússland“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 2. mars 2022 11:02 Alexei Navalní hvetur fólk til að mótæmla stríðinu. EPA/Yuri Kochetkov Rússneski andófsmaðurinn Alexei Navalní kallar eftir því að Rússar haldi umfangsmikil mótmæli gegn innrásinni í Úkraínu. Þetta segir Navalní í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér þar sem hann situr í fangelsi í Rússlandi. Yfirlýsingunni var deilt á Twitter en í henni segir Navalní að erfitt sé að kalla rússnesku þjóðina þjóð friðar. Rússar megi ekki láta kalla sig þjóð hrædds og hljóðláts fólks. Heigla sem þykjast ekki sjá árásarstríðið sem „okkar augljóslega geðveiki keisari“ hóf. Er hann þar að vísa til innrásarinnar í Úkraínu. „Ég get ekki, vil ekki og skal ekki vera þögull og horfa á sögufölsun um atburði fyrir hundrað árum er notuð sem afsökun fyrir Rússa til að drepa Úkraínumenn og Úkraínumenn að drepa Rússa er þau verja sig,“ sagði Navalní. Segir Rússa eiga að vera stolta af þeim sem hafa verið handteknir Hann segir ótækt að horfa á fólk deyja í sundursprengdum húsum og að hlusta á hótanir um kjarnorkustyrjaldir. „Pútín er ekki Rússland,“ sagði hann. „Ef það er eitthvað í Rússlandi sem þið getið verið stolt af, þá er það þau 6.824 sem hafa verið handtekin, þau sem fóru út á götu með skildi sem á stóð „Ekkert stríð“.“ Fregnir hafa borist af því að þúsundir manna hafi verið handtekin í Rússlandi fyrir að mótmæla innrásinni. Til að mótmæla í Rússlandi þarf formlegt leyfi stjórnvalda. Navalní sagði Rússa ekki geta beðið lengur og kallaði hann eftir því að allir Rússar mótmæltu stríðinu á hverjum degi. Það ætti við alla Rússa, hvar sem þeir væru í heiminum. „Ef þið eruð erlendis, komið til rússneska sendiráðsins. Ef þið getið skipulagt mótmæli, gerið það um helgina.“ „Við skulum berjast gegn stríðinu“ Hann sagði að þó mætingin yrði dræm yrðu Rússar að mótmæla áfram. Rússar þyrftu að yfirstíga ótta sinn og krefjast endaloka stríðsins. Í hvert sinn sem einhver væri handtekinn þyrftu tveir nýir mótmælendur að taka við. Navalní sagði að ef Rússar þyrftu að fylla fangelsi landsins til að stöðva stríðið, væri það gjald sem þyrfti að greiða. Rússar þyrftu að greiða þetta tiltekna gjald. „Það er enginn sem gerir það fyrir okkur. Við skulum ekki „vera á móti stríðinu“. Við skulum berjast gegn stríðinu,“ sagði Navalní. 12/12 Everything has a price, and now, in the spring of 2022, we must pay this price. There's no one to do it for us. Let's not "be against the war." Let's fight against the war.— Alexey Navalny (@navalny) March 2, 2022 Navalní, sem er 45 ára gamall, var fangelsaður í fyrra þegar hann sneri aftur til Rússlands frá Þýskalandi. Hann hafði verið fluttur til Þýskalands árið 2020 eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichock, sama eitri og notað var til að reyna að myrða fyrrverandi njósnarann Sergei Skirpal í Bretlandi árið 2018. Sjá einnig: Navalní enn og aftur fyrir dómara Navalní var dæmdur fyrir að rjúfa skilorð með því að vera fluttur í dái til Þýskalands. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Sjá meira
Yfirlýsingunni var deilt á Twitter en í henni segir Navalní að erfitt sé að kalla rússnesku þjóðina þjóð friðar. Rússar megi ekki láta kalla sig þjóð hrædds og hljóðláts fólks. Heigla sem þykjast ekki sjá árásarstríðið sem „okkar augljóslega geðveiki keisari“ hóf. Er hann þar að vísa til innrásarinnar í Úkraínu. „Ég get ekki, vil ekki og skal ekki vera þögull og horfa á sögufölsun um atburði fyrir hundrað árum er notuð sem afsökun fyrir Rússa til að drepa Úkraínumenn og Úkraínumenn að drepa Rússa er þau verja sig,“ sagði Navalní. Segir Rússa eiga að vera stolta af þeim sem hafa verið handteknir Hann segir ótækt að horfa á fólk deyja í sundursprengdum húsum og að hlusta á hótanir um kjarnorkustyrjaldir. „Pútín er ekki Rússland,“ sagði hann. „Ef það er eitthvað í Rússlandi sem þið getið verið stolt af, þá er það þau 6.824 sem hafa verið handtekin, þau sem fóru út á götu með skildi sem á stóð „Ekkert stríð“.“ Fregnir hafa borist af því að þúsundir manna hafi verið handtekin í Rússlandi fyrir að mótmæla innrásinni. Til að mótmæla í Rússlandi þarf formlegt leyfi stjórnvalda. Navalní sagði Rússa ekki geta beðið lengur og kallaði hann eftir því að allir Rússar mótmæltu stríðinu á hverjum degi. Það ætti við alla Rússa, hvar sem þeir væru í heiminum. „Ef þið eruð erlendis, komið til rússneska sendiráðsins. Ef þið getið skipulagt mótmæli, gerið það um helgina.“ „Við skulum berjast gegn stríðinu“ Hann sagði að þó mætingin yrði dræm yrðu Rússar að mótmæla áfram. Rússar þyrftu að yfirstíga ótta sinn og krefjast endaloka stríðsins. Í hvert sinn sem einhver væri handtekinn þyrftu tveir nýir mótmælendur að taka við. Navalní sagði að ef Rússar þyrftu að fylla fangelsi landsins til að stöðva stríðið, væri það gjald sem þyrfti að greiða. Rússar þyrftu að greiða þetta tiltekna gjald. „Það er enginn sem gerir það fyrir okkur. Við skulum ekki „vera á móti stríðinu“. Við skulum berjast gegn stríðinu,“ sagði Navalní. 12/12 Everything has a price, and now, in the spring of 2022, we must pay this price. There's no one to do it for us. Let's not "be against the war." Let's fight against the war.— Alexey Navalny (@navalny) March 2, 2022 Navalní, sem er 45 ára gamall, var fangelsaður í fyrra þegar hann sneri aftur til Rússlands frá Þýskalandi. Hann hafði verið fluttur til Þýskalands árið 2020 eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichock, sama eitri og notað var til að reyna að myrða fyrrverandi njósnarann Sergei Skirpal í Bretlandi árið 2018. Sjá einnig: Navalní enn og aftur fyrir dómara Navalní var dæmdur fyrir að rjúfa skilorð með því að vera fluttur í dái til Þýskalands.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Sjá meira