Ástandið ekki verið eins slæmt í mörg ár: „Þetta er bara svo erfitt viðureignar“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 2. mars 2022 18:39 Þorkell Hjaltason er einn margra sem rutt hafa götur höfuðborgarbúa síðustu vikurnar. Hann segir ástandið ólíkt því sem sést hafi síðustu ár og marga vera orðna þreytta eftir langa vinnutörn. Vísir/Sigurjón Búast má við að kostnaður við snjómokstur í borginni í febrúar verði um þrjú hundruð milljónir sem er tvöfalt það sem venjulega er febrúar. Þeir sem vinna við snjómokstur segja síðustu daga hafa tekið á. Síðan snemma í febrúar hefur hver lægðin á fætur annarri gengið yfir landið en þeim hefur fylgt aftakaveður og mikil úrkoma. Götur hafa fylgst af snjó og klaka og hafa borgarstarfsmenn vart haft undan við að moka til að halda götunum færum. Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins, segir kostnað við snjómokstur vera miklu meiri en áður.Vísir/Sigurjón „Þetta er bara búið að vera skelfileg tíð. Umhleypingar eins og við Íslendingar þekkjum þetta. Það hefur snjóað, það hefur ringt, það hefur frosið og það hefur snjóað aftur. Þannig að við náum aldrei að klára verkefnið okkar í raun og veru að hreinsa almennilega áður en næsta snjókoma hefst. Þannig að við höfum þurft að taka vélar og tæki og mannskap úr lægsta forganginum okkar á húsagötum og setja aftur yfir í önnur verkefni til að bara byrja upp á nýtt,“ segir Hjalti Jóhannes Guðmundsson skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins. Þannig hafa húsagötur margar hverjar margar þurft að bíða og erfitt að aka þær sumar. Þá gerir klaki snjóruðningsmönnum erfitt fyrir. Ekki verið jafn slæmt ástand í mörg ár Þorkell Hjaltason hefur síðustu vikurnar farið um á gröfunni sinni og mokað götur borgarinnar. Hann segir ástandið með því verra sem hann hefur séð sér í lagi það hversu mikill klaki hefur myndast. „Þetta er alveg nýtt. Allavega núna. Þetta var meira svona í kringum 1980 þá var ég líka í snjómokstri. Þá var þetta oft svona. Þetta hefur ekki sést í mörg ár,“ segir Þorkell. Þorkell segir marga orðna lúna eftir langa vinnutörn. „Ég held að menn séu orðnir svolítið þreyttir á þessu. Þetta er bara svo erfitt viðureignar, það er aðallega það, allavega síðustu daga,“ segir Þorkell. Þorkell Hjaltason hefur rutt götur borgarinnar myrkranna á milli síðustu vikurnar.Vísir/Sigurjón Talið er að kostnaður borgarinnar vegna snjómoksturs hafi verið 15-20 milljónir hvern dag síðustu vikurnar. Áætlað er að kostnaðurinn fyrir febrúar verði um 300 milljónir króna en síðustu ár hefur hann verið frá 120 milljónum til 150 milljóna fyrir þennan mánuð. „Ég er hræddur um að kostnaður tvöfaldist enda erum við með tugi véla úti, fullt af fólki, þannig að þessi kostnaður náttúrulega bara hrannast upp í svona árferði,“ segir Hjalti. Hjalti segir að áfram muni mæða mikið á þeim sem sinna snjómokstri í borginni. „Miðað við veðurspá þá er bara tíðin enn þá rysjótt þannig að við bara verðum í þessum sömu verkefnum og ég er búinn að vera lýsa næstu daga,“ segir Hjalti. Vegagerð Reykjavík Veður Samgöngur Snjómokstur Tengdar fréttir Húsagöturnar helsta úrlausnarefnið Vond færð er víða í húsagötum á höfuðborgarsvæðinu en klaki gerir þeim sem sinna snjómokstri erfitt fyrir. Tugir snjómoksturstækja aka nú um göturnar til að reyna að ryðja en hafa vart undan líkt og síðustu vikurnar. 2. mars 2022 11:07 Má blöskrar snjóskafl á gangstéttinni við hús Blindrafélagsins Má Gunnarssyni, íþrótta- og tónlistarmanni, er ekki skemmt varðandi snjómokstur við húsakynni Blindrafélagsins í Hamrahlíð. Már er blindur og á eðli máls samkvæmt ekki auðveld með að komast fram hjá stórum sköflum frekar en aðrir. 1. mars 2022 15:14 Hellisheiði og fleiri vegir lokaðir Vegurinn um Hellisheiði er lokaður eins og stendur sökum ófærðar og á heimasíðu Vegagerðarinnar segir að næst verði athugað með opnun klukkan tíu. 28. febrúar 2022 07:50 Óvissa með færð á fjölmörgum vegum Vegagerðin hefur sent frá sér tilkynningu vegna vega sem viðbúið er að fari á óvissustig á morgun eða lokist. Óvissustig Almannavarna er í gildi víða um land fyrri hluta dags á morgun. 24. febrúar 2022 21:29 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Síðan snemma í febrúar hefur hver lægðin á fætur annarri gengið yfir landið en þeim hefur fylgt aftakaveður og mikil úrkoma. Götur hafa fylgst af snjó og klaka og hafa borgarstarfsmenn vart haft undan við að moka til að halda götunum færum. Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins, segir kostnað við snjómokstur vera miklu meiri en áður.Vísir/Sigurjón „Þetta er bara búið að vera skelfileg tíð. Umhleypingar eins og við Íslendingar þekkjum þetta. Það hefur snjóað, það hefur ringt, það hefur frosið og það hefur snjóað aftur. Þannig að við náum aldrei að klára verkefnið okkar í raun og veru að hreinsa almennilega áður en næsta snjókoma hefst. Þannig að við höfum þurft að taka vélar og tæki og mannskap úr lægsta forganginum okkar á húsagötum og setja aftur yfir í önnur verkefni til að bara byrja upp á nýtt,“ segir Hjalti Jóhannes Guðmundsson skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins. Þannig hafa húsagötur margar hverjar margar þurft að bíða og erfitt að aka þær sumar. Þá gerir klaki snjóruðningsmönnum erfitt fyrir. Ekki verið jafn slæmt ástand í mörg ár Þorkell Hjaltason hefur síðustu vikurnar farið um á gröfunni sinni og mokað götur borgarinnar. Hann segir ástandið með því verra sem hann hefur séð sér í lagi það hversu mikill klaki hefur myndast. „Þetta er alveg nýtt. Allavega núna. Þetta var meira svona í kringum 1980 þá var ég líka í snjómokstri. Þá var þetta oft svona. Þetta hefur ekki sést í mörg ár,“ segir Þorkell. Þorkell segir marga orðna lúna eftir langa vinnutörn. „Ég held að menn séu orðnir svolítið þreyttir á þessu. Þetta er bara svo erfitt viðureignar, það er aðallega það, allavega síðustu daga,“ segir Þorkell. Þorkell Hjaltason hefur rutt götur borgarinnar myrkranna á milli síðustu vikurnar.Vísir/Sigurjón Talið er að kostnaður borgarinnar vegna snjómoksturs hafi verið 15-20 milljónir hvern dag síðustu vikurnar. Áætlað er að kostnaðurinn fyrir febrúar verði um 300 milljónir króna en síðustu ár hefur hann verið frá 120 milljónum til 150 milljóna fyrir þennan mánuð. „Ég er hræddur um að kostnaður tvöfaldist enda erum við með tugi véla úti, fullt af fólki, þannig að þessi kostnaður náttúrulega bara hrannast upp í svona árferði,“ segir Hjalti. Hjalti segir að áfram muni mæða mikið á þeim sem sinna snjómokstri í borginni. „Miðað við veðurspá þá er bara tíðin enn þá rysjótt þannig að við bara verðum í þessum sömu verkefnum og ég er búinn að vera lýsa næstu daga,“ segir Hjalti.
Vegagerð Reykjavík Veður Samgöngur Snjómokstur Tengdar fréttir Húsagöturnar helsta úrlausnarefnið Vond færð er víða í húsagötum á höfuðborgarsvæðinu en klaki gerir þeim sem sinna snjómokstri erfitt fyrir. Tugir snjómoksturstækja aka nú um göturnar til að reyna að ryðja en hafa vart undan líkt og síðustu vikurnar. 2. mars 2022 11:07 Má blöskrar snjóskafl á gangstéttinni við hús Blindrafélagsins Má Gunnarssyni, íþrótta- og tónlistarmanni, er ekki skemmt varðandi snjómokstur við húsakynni Blindrafélagsins í Hamrahlíð. Már er blindur og á eðli máls samkvæmt ekki auðveld með að komast fram hjá stórum sköflum frekar en aðrir. 1. mars 2022 15:14 Hellisheiði og fleiri vegir lokaðir Vegurinn um Hellisheiði er lokaður eins og stendur sökum ófærðar og á heimasíðu Vegagerðarinnar segir að næst verði athugað með opnun klukkan tíu. 28. febrúar 2022 07:50 Óvissa með færð á fjölmörgum vegum Vegagerðin hefur sent frá sér tilkynningu vegna vega sem viðbúið er að fari á óvissustig á morgun eða lokist. Óvissustig Almannavarna er í gildi víða um land fyrri hluta dags á morgun. 24. febrúar 2022 21:29 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Húsagöturnar helsta úrlausnarefnið Vond færð er víða í húsagötum á höfuðborgarsvæðinu en klaki gerir þeim sem sinna snjómokstri erfitt fyrir. Tugir snjómoksturstækja aka nú um göturnar til að reyna að ryðja en hafa vart undan líkt og síðustu vikurnar. 2. mars 2022 11:07
Má blöskrar snjóskafl á gangstéttinni við hús Blindrafélagsins Má Gunnarssyni, íþrótta- og tónlistarmanni, er ekki skemmt varðandi snjómokstur við húsakynni Blindrafélagsins í Hamrahlíð. Már er blindur og á eðli máls samkvæmt ekki auðveld með að komast fram hjá stórum sköflum frekar en aðrir. 1. mars 2022 15:14
Hellisheiði og fleiri vegir lokaðir Vegurinn um Hellisheiði er lokaður eins og stendur sökum ófærðar og á heimasíðu Vegagerðarinnar segir að næst verði athugað með opnun klukkan tíu. 28. febrúar 2022 07:50
Óvissa með færð á fjölmörgum vegum Vegagerðin hefur sent frá sér tilkynningu vegna vega sem viðbúið er að fari á óvissustig á morgun eða lokist. Óvissustig Almannavarna er í gildi víða um land fyrri hluta dags á morgun. 24. febrúar 2022 21:29
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent