Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að það sé suðlæg átt og slydduél vestan til, en megi reikna með þéttari éljum seinni partinn. Hiti verður eitt til sex stig um morguninn, en kólnar er líður á daginn.
„Suðvestanstrekkingur og él á morgun, en léttskýjað fyrir austan og hiti kringum frostmark. Á laugardag nálagst dýpkandi lægð og gengur þá í allhvassa eða hvassa suðaustanátt með slyddu, en síðar rigningu og hlýnadi veðri. Heldur hægara og þurrt að mestu norðaustan til.“

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag: Suðvestan og vestan 8-15 m/s og él, hvassast á annesjum, en léttskýjað á A-landi. Hiti í kringum frostmark.
Á laugardag: Vaxandi suðaustanátt, 13-20 m/s og slydda, en síðan rigning, en þurrt að mestu NA-lands. Hlýnandi veður, hiti 1 til 6 stig um kvöldið.
Á sunnudag: Ákveðin suðvestlæg átt og víða rigning eða snjókoma, en síðar él, en birtir til eystra um kvöldið. Kólnar aftur í veðri.
Á mánudag: Hæg suðlæg átt og dálítil él í fyrstu, en gengur síðan í norðaustanstrekking með snjókomu S- og A-til undir kvöld. Hiti kringum frostmark.
Á þriðjudag: Útlit fyrir stífa austan- og suðaustanátt með slyddu og síðar rigningu, einkum SA-til og hlýnandi veður.
Á miðvikudag: Líklega suðaustlæg átt, rigning eða slydda með köflum og fremur milt í veðri.