Nýtt ráðuneyti – ný vinnubrögð Svandís Svavarsdóttir skrifar 3. mars 2022 19:00 Með gagnsæjum vinnubrögðum munum við auka samfélagslega sátt. Matvælaráðuneyti tók til starfa 1. febrúar. Ráðuneytið byggir á grunni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis auk þess sem málefni landgræðslu og skógræktar hafa bæst við. Ráðuneyti matvæla byggir á grunni málaflokka sem lengi hefur verið deilt um í íslensku samfélagi. Margoft hafa verið gerðar tilraunir til þess að höggva á hnúta og deilumál með skipan nefnda sem koma skuli með stóru lausnina. Sú aðferðarfræði hefur ekki skilað nægilega miklum árangri. Af því hyggst ég draga lærdóm. Ég hef lagt fram drög að áherslum og verklagi við gerð matvælastefnu og liggja þau nú í samráðsgátt. Það hefur ekki tíðkast í íslenskri stjórnsýslu að hafa opið samráð um verklag. Það er mín trú að með því að með lýðræðislegri og gagnsærri vinnubrögðum getum við komið á raunverulegum umbótum í umdeildum málaflokkum; landbúnaði, fiskeldi, sjávarútvegi, skógrækt og landgræðslu - sem auka muni samfélagslega sátt. Matvælastefna fyrir Ísland Í matvælastefnu fyrir Ísland er fjallað um matvæli, sjávarútveg, landbúnað og fiskeldi og hvernig skuli unnið að stefnumótun á næstu árum. Ég hvet til þátttöku í samtalinu inni á samráðsgátt, að fólk kynni sér drögin og hafi á þeim skoðun. Matvælastefnan verður kynnt á matvælaþingi næsta haust og í beinu framhaldi mun ég leggja fram þingsályktunartillögu að matvælastefnu fyrir Alþingi sem verður leiðarstef fyrir matvælaframleiðslu á Íslandi. Með þessari vinnu er lagður heildstæður grunnur fyrir sjálfbæra stefnu Íslands í málaflokknum þar sem markmið og aðgerðir eru skýrt afmarkaðar til lengri tíma. Sjávarútvegsstefna Í málefnum sjávarútvegs ætla ég að stofna til opins og gagnsæs verkefnis fjölmargra aðila sem unnið verður að með skipulegum hætti á kjörtímabilinu. Leiðarstefið er skýrt: hagkvæm og sjálfbær nýting sjávarauðlinda í sátt við umhverfið. Stofnaðir verða fjórir starfshópar um tiltekin verkefni; Samfélag, Aðgengi, Umgengni og Tækifæri. Fjölmenn nefnd, sem ég mun veita forystu mun hafa yfirsýn yfir starf þessara starfshópa. Fyrirhugaðar lokaafurðir þessa starfs eru m.a. ný heildarlög um stjórn fiskveiða eða ný lög um auðlindir hafsins á árinu 2024 og aðrar lagabreytingar, verkefni á sviði orkuskipta, nýsköpunar og hafrannsókna, sem og gagnsæi og kortlagning eignatengsla í sjávarútvegi. Fiskeldisstefna Á kjörtímabilinu verður mótuð heildstæð stefna um uppbyggingu, umgjörð og gjaldtöku fiskeldis. Þar verður lögð áhersla á tækifæri til atvinnusköpunar og mikilvægi þess að greinin byggist upp á grundvelli sjálfbærni, vísindalegrar þekkingar og verndar villtra laxastofna. Með hliðsjón af þessum atriðum, sem kveðið er á um í stjórnarsáttmála. Verkefnin eru nokkur. Vinna er farin af stað við stjórnsýsluúttekt á málefnum fiskeldis sem Ríkisendurskoðun hefurumsjón með. Þá verður unnið mat á stöðufiskeldis þar sem greindurverður þjóðhagslegur ávinningur og staðbundinn á vinningur byggðarlaga þar sem fiskeldi er stundað. Gjaldtaka og skipting hennar verður sérstaklega skoðuð ásamt fleiri þáttum. Síðast en ekki síst þarf að móta umhverfi þar sem verðmætasköpun í sátt við samfélag og umhverfi er í forgrunni. Slíkt umhverfi þarf að taka mið af áskorunum og tækifærum og verður greint af innlendum og erlendum sérfræðingum og ráðgjafafyrirtækjum. Stefnt er því að kynning og samráð um langtímastefnumótun í fiskeldiverði á vormánuðum ársins 2023. Landbúnaðarstefna Starfshópi um matvælastefnu verður ætlað að vinna að áframhaldandi þróun á fyrirliggjandi tillögu að landbúnaðarstefnu fyrir Ísland sem lögð verður fyrir Alþingi samhliða eða sem hluti af matvælastefnunni. Þá kemur stefnumótun í landbúnaðarmálum ekki síst fram í búvörusamningum en síðari endurskoðun samninganna fer fram árið 2023. Í tillögu verkefnisstjórnar er lagt til að áherslum í styrkjakerfi landbúnaðarins verði breytt og dregið verði úr framleiðslutengingu stuðningsins. Horft verði til þess að styðja við búsetu í sveitum óháð því hvaða framleiðslugrein er stunduð og að lögð verði aukin áhersla á jarðrækt, aðra landnýtingu, landvörslu og loftslagsmál. Sjálfbært Ísland Ég hef mikla trú á þessu nýja verklagi. Við þurfum að nýta tímann vel og vonast ég til að fá almenning, sérfræðinga og hagaðila að borðinu. Tækifærin eru ótal mörg en á tímum sem þessum eru sjónarmið sem lúta að fæðuöryggi og hringrásarhagkerfi mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Höfundur er matvælaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Stjórnsýsla Fiskeldi Matvælaframleiðsla Landbúnaður Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Sjá meira
Með gagnsæjum vinnubrögðum munum við auka samfélagslega sátt. Matvælaráðuneyti tók til starfa 1. febrúar. Ráðuneytið byggir á grunni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis auk þess sem málefni landgræðslu og skógræktar hafa bæst við. Ráðuneyti matvæla byggir á grunni málaflokka sem lengi hefur verið deilt um í íslensku samfélagi. Margoft hafa verið gerðar tilraunir til þess að höggva á hnúta og deilumál með skipan nefnda sem koma skuli með stóru lausnina. Sú aðferðarfræði hefur ekki skilað nægilega miklum árangri. Af því hyggst ég draga lærdóm. Ég hef lagt fram drög að áherslum og verklagi við gerð matvælastefnu og liggja þau nú í samráðsgátt. Það hefur ekki tíðkast í íslenskri stjórnsýslu að hafa opið samráð um verklag. Það er mín trú að með því að með lýðræðislegri og gagnsærri vinnubrögðum getum við komið á raunverulegum umbótum í umdeildum málaflokkum; landbúnaði, fiskeldi, sjávarútvegi, skógrækt og landgræðslu - sem auka muni samfélagslega sátt. Matvælastefna fyrir Ísland Í matvælastefnu fyrir Ísland er fjallað um matvæli, sjávarútveg, landbúnað og fiskeldi og hvernig skuli unnið að stefnumótun á næstu árum. Ég hvet til þátttöku í samtalinu inni á samráðsgátt, að fólk kynni sér drögin og hafi á þeim skoðun. Matvælastefnan verður kynnt á matvælaþingi næsta haust og í beinu framhaldi mun ég leggja fram þingsályktunartillögu að matvælastefnu fyrir Alþingi sem verður leiðarstef fyrir matvælaframleiðslu á Íslandi. Með þessari vinnu er lagður heildstæður grunnur fyrir sjálfbæra stefnu Íslands í málaflokknum þar sem markmið og aðgerðir eru skýrt afmarkaðar til lengri tíma. Sjávarútvegsstefna Í málefnum sjávarútvegs ætla ég að stofna til opins og gagnsæs verkefnis fjölmargra aðila sem unnið verður að með skipulegum hætti á kjörtímabilinu. Leiðarstefið er skýrt: hagkvæm og sjálfbær nýting sjávarauðlinda í sátt við umhverfið. Stofnaðir verða fjórir starfshópar um tiltekin verkefni; Samfélag, Aðgengi, Umgengni og Tækifæri. Fjölmenn nefnd, sem ég mun veita forystu mun hafa yfirsýn yfir starf þessara starfshópa. Fyrirhugaðar lokaafurðir þessa starfs eru m.a. ný heildarlög um stjórn fiskveiða eða ný lög um auðlindir hafsins á árinu 2024 og aðrar lagabreytingar, verkefni á sviði orkuskipta, nýsköpunar og hafrannsókna, sem og gagnsæi og kortlagning eignatengsla í sjávarútvegi. Fiskeldisstefna Á kjörtímabilinu verður mótuð heildstæð stefna um uppbyggingu, umgjörð og gjaldtöku fiskeldis. Þar verður lögð áhersla á tækifæri til atvinnusköpunar og mikilvægi þess að greinin byggist upp á grundvelli sjálfbærni, vísindalegrar þekkingar og verndar villtra laxastofna. Með hliðsjón af þessum atriðum, sem kveðið er á um í stjórnarsáttmála. Verkefnin eru nokkur. Vinna er farin af stað við stjórnsýsluúttekt á málefnum fiskeldis sem Ríkisendurskoðun hefurumsjón með. Þá verður unnið mat á stöðufiskeldis þar sem greindurverður þjóðhagslegur ávinningur og staðbundinn á vinningur byggðarlaga þar sem fiskeldi er stundað. Gjaldtaka og skipting hennar verður sérstaklega skoðuð ásamt fleiri þáttum. Síðast en ekki síst þarf að móta umhverfi þar sem verðmætasköpun í sátt við samfélag og umhverfi er í forgrunni. Slíkt umhverfi þarf að taka mið af áskorunum og tækifærum og verður greint af innlendum og erlendum sérfræðingum og ráðgjafafyrirtækjum. Stefnt er því að kynning og samráð um langtímastefnumótun í fiskeldiverði á vormánuðum ársins 2023. Landbúnaðarstefna Starfshópi um matvælastefnu verður ætlað að vinna að áframhaldandi þróun á fyrirliggjandi tillögu að landbúnaðarstefnu fyrir Ísland sem lögð verður fyrir Alþingi samhliða eða sem hluti af matvælastefnunni. Þá kemur stefnumótun í landbúnaðarmálum ekki síst fram í búvörusamningum en síðari endurskoðun samninganna fer fram árið 2023. Í tillögu verkefnisstjórnar er lagt til að áherslum í styrkjakerfi landbúnaðarins verði breytt og dregið verði úr framleiðslutengingu stuðningsins. Horft verði til þess að styðja við búsetu í sveitum óháð því hvaða framleiðslugrein er stunduð og að lögð verði aukin áhersla á jarðrækt, aðra landnýtingu, landvörslu og loftslagsmál. Sjálfbært Ísland Ég hef mikla trú á þessu nýja verklagi. Við þurfum að nýta tímann vel og vonast ég til að fá almenning, sérfræðinga og hagaðila að borðinu. Tækifærin eru ótal mörg en á tímum sem þessum eru sjónarmið sem lúta að fæðuöryggi og hringrásarhagkerfi mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Höfundur er matvælaráðherra.
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun