Amanda Staveley hjá Newcastle: Ósanngjarnt að Roman verði að selja Chelsea Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2022 15:30 Roman Abramovich sést hér fylgjast með Chelsea spila í eigandasvítunni á Stamford Bridge. Fljótlega fær einhver annar lyklavöldin. AP/Matt Dunham Innrás Rússa í Úkraínu mun breyta landslagi ensku úrvalsdeildarinnar til framtíðar því einn farsælasti eigandinn í deildinni hefur verið þvingaður til að selja félagið sitt. Þar erum við auðvitað að tala um Roman Abramovich, eiganda Chelsea. Amanda Staveley er einn af eigendum enska úrvalsdeildarliðsins Newcastle United en eigandahópur með hana innanborðs eignaðist félagið í vetur. Amanda hefur nú stigið fram og tjáð sig um væntanlega sölu Rússans Roman Abramovich á Chelsea. Hún kemur Roman þar til varnar. Hinn 55 ára gamli Roman Abramovich hefur átt Chelsea frá árinu 2003 og félagið hefur unnið sautján stóra titla á þessum tíma þar á meðal Meistaradeildina tvisvar og enska meistaratitilinn fimm sinnum. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Abramovich hefur neitað því sjálfur að vera vel tengdur Vladímír Pútín Rússlandsforseta en öðru halda erlendir fjölmiðlar og bresk stjórnvöld fram. Breska ríkisstjórnin hefur kallað eftir refsiaðgerðum gegn þeim ríku Rússum sem eiga eigur í Bretlandi eftir innrás Rússa í Úkraínu. Roman er ofarlega í þeim hópi og á endanum tilkynnti hann það á miðvikudaginn að hann myndi selja Chelsea. „Ég er mjög leið yfir því að einhver sé að missa fótboltafélagið sitt vegna tengsla sinna við einhvern. Ég tel að það sé ekki sanngjarnt ef ég segi alveg eins og er. Við verðum samt öll að bera ábyrgð á okkar samböndum,“ sagði Amanda Staveley. Staveley hefur líka ítrekað það að fjárfestingarsjóðurinn frá Sádí Arabíu sem á áttatíu prósent í Newcastle sé með sitt sjálfstæði frá stjórnvöldum í landinu. Þau eignuðust ekki félagið nema að setja það í samninginn að stjórnvöld í Sádí Arabíu myndu ekki stjórna félaginu. „Eitt sem var gott við það að það tók okkur fjögur ár að kaupa Newcastle er að við fengum gott tækifæri til að skoða öll félög og þar á meðal Chelsea. Chelsea er yndislegt félag en það var bara eitt félag fyrir okkur og það verður alltaf bara eitt félag fyrir okkur,“ sagði Staveley. Newcastle var í slæmum málum í fallsæti en hefur nú komið sér upp í fjórtánda sæti eftir frábæran febrúarmánuð. „Við erum hrifin af þeirri áskorun að taka við liði í tuttugasta sæti og koma því alla leið á toppinn,“ sagði Staveley. Enski boltinn Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Fótbolti Fleiri fréttir Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Sjá meira
Amanda Staveley er einn af eigendum enska úrvalsdeildarliðsins Newcastle United en eigandahópur með hana innanborðs eignaðist félagið í vetur. Amanda hefur nú stigið fram og tjáð sig um væntanlega sölu Rússans Roman Abramovich á Chelsea. Hún kemur Roman þar til varnar. Hinn 55 ára gamli Roman Abramovich hefur átt Chelsea frá árinu 2003 og félagið hefur unnið sautján stóra titla á þessum tíma þar á meðal Meistaradeildina tvisvar og enska meistaratitilinn fimm sinnum. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Abramovich hefur neitað því sjálfur að vera vel tengdur Vladímír Pútín Rússlandsforseta en öðru halda erlendir fjölmiðlar og bresk stjórnvöld fram. Breska ríkisstjórnin hefur kallað eftir refsiaðgerðum gegn þeim ríku Rússum sem eiga eigur í Bretlandi eftir innrás Rússa í Úkraínu. Roman er ofarlega í þeim hópi og á endanum tilkynnti hann það á miðvikudaginn að hann myndi selja Chelsea. „Ég er mjög leið yfir því að einhver sé að missa fótboltafélagið sitt vegna tengsla sinna við einhvern. Ég tel að það sé ekki sanngjarnt ef ég segi alveg eins og er. Við verðum samt öll að bera ábyrgð á okkar samböndum,“ sagði Amanda Staveley. Staveley hefur líka ítrekað það að fjárfestingarsjóðurinn frá Sádí Arabíu sem á áttatíu prósent í Newcastle sé með sitt sjálfstæði frá stjórnvöldum í landinu. Þau eignuðust ekki félagið nema að setja það í samninginn að stjórnvöld í Sádí Arabíu myndu ekki stjórna félaginu. „Eitt sem var gott við það að það tók okkur fjögur ár að kaupa Newcastle er að við fengum gott tækifæri til að skoða öll félög og þar á meðal Chelsea. Chelsea er yndislegt félag en það var bara eitt félag fyrir okkur og það verður alltaf bara eitt félag fyrir okkur,“ sagði Staveley. Newcastle var í slæmum málum í fallsæti en hefur nú komið sér upp í fjórtánda sæti eftir frábæran febrúarmánuð. „Við erum hrifin af þeirri áskorun að taka við liði í tuttugasta sæti og koma því alla leið á toppinn,“ sagði Staveley.
Enski boltinn Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Fótbolti Fleiri fréttir Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Sjá meira