Nýr stjóri Leeds: Ted Lasso þættirnir eru ekki að hjálpa okkur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2022 11:30 Jesse Marsch stýrir Leeds United í fyrsta sinn um helgina. EPA-EFE/FILIP SINGER Jesse Marsch er nýtekinn við knattspyrnustjórastarfi Leeds United eftir að Marcelo Bielsa var rekinn. Þessi bandaríski stjóri segist eins og aðrir landar hans í þjálfun þurfa að glíma við fordóma gagnvart bandarískum knattspyrnuþjálfurum. Marsch er 48 ára gamall og skrifaði undir samning við Leeds til júní 2025. Hann lék alla tíð sem leikmaður í Bandaríkjunum og hóf þjálfaraferil sinn þar en hefur verið í Evrópu frá 2019. Á sínum fyrsta blaðamannafundi þá talaði Marsch um að það væri í raun smánarblettur á knattspyrnuþjálfurum þegar fólk vissi að þeir kæmu frá Bandaríkjunum. Aðalástæðan er sá menningarlegur munur á gildi þessara tveggja íþrótta sitt hvorum megin við Atlantshafið þó að fótboltinn sé alltaf í sókn í Bandaríkjunum. Jesse Marsch thinks that Ted Lasso hasn't helped American coaches find work in England pic.twitter.com/sM9b2wZoEU— ESPN FC (@ESPNFC) March 3, 2022 Það eru samt ekki margir stjórar sem fara að tala um sjónvarpsþætti á sínum fyrsta blaðamannafundi sem knattspyrnustjóri í ensku úrvalsdeildinni en það gerði einmitt Jesse Marsch. „Ég held að það sé líklega smánarblettur á bandarískum þjálfurum og ég er ekki viss um að Ted Lasso þættirnir hafi hjálpað okkur mikið. Ég hef reyndar ekki horft á þættina en ég skil það,“ sagði Jesse Marsch. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=3u7EIiohs6U">watch on YouTube</a> Í Ted Lasso þáttunum kemur þjálfari úr ameríska fótboltanum til Bretlands og tekur við ensku knattspyrnuliði. „Fólk hatar að heyra orðið soccer. Ég hef notað orðið fótbolti síðan ég varð atvinnumaður í fótbolta. Hægt og rólega er fólk í Bandaríkjunum að aðlaga sig að því hvað fótbolti er í þessu landi hér og tengingu hans og ensku úrvalsdeildarinnar við þjóðarsálina,“ sagði Marsch. Marsch vann tvo meistaratitla sem þjálfari FC Salzburg í Austurríki en var rekinn sem stjóri RB Leipzig í desember síðastliðnum eftir aðeins fjóra mánuði í starfi. "That sounds like Ted Lasso from what I've heard." Jesse Marsch jokes that Ted Lasso didn't help American managers like himself pic.twitter.com/ChTtAG4pgf— Football Daily (@footballdaily) March 3, 2022 „Ég get skilið það að fólk telji ekki okkur amerísku þjálfarana hafa reynsluna sem menn ná sér í hér í Evrópu. Ef ég segi eins og er þá er það rétt. Það var ástæðan fyrir því að ég kom til Evrópu. Það var ástæðan fyrir því að ég lærði þýsku. Það var ástæðan að ég aðlagaðist annarri menningu. Þetta verður fimmta landið sem ég þjálfa í,“ sagði Marsch. „Það tekur mig út úr þægindarammanum í hvert skipti. Þetta er alltaf áskorun fyrir mig að vaxa, að þróa mig og að læra nýja hluti. Ég er mjög opin fyrir því og geri mér alveg grein fyrir því að ég er ekki fullkominn. Ég vil heldur ekki vera það,“ sagði Marsch. „Það sem ég get sagt er að eina leiðin fyrir mig er að gera allt af fullum krafti og gefa allt sem ég á, að trúa á sjálfan mig sem og á fólkið sem ég vinn með. Með því reyni ég að ná því mesta úr öllum á hverjum degi. Ég hef komist að því að með því getur mannsandi komið þér mikið á óvart sem og hvað þú getur afrekað,“ sagði Marsch og það var stutt í grínið. „Svo að það hljómar svolítið eins og Ted Lasso miðað við það sem ég hef heyrt,“ sagði Marsch léttur. "People hate hearing the word soccer, I've used the word football since I was a professional football player," the new Leeds boss said.#bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) March 3, 2022 Enski boltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Fleiri fréttir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Sjá meira
Marsch er 48 ára gamall og skrifaði undir samning við Leeds til júní 2025. Hann lék alla tíð sem leikmaður í Bandaríkjunum og hóf þjálfaraferil sinn þar en hefur verið í Evrópu frá 2019. Á sínum fyrsta blaðamannafundi þá talaði Marsch um að það væri í raun smánarblettur á knattspyrnuþjálfurum þegar fólk vissi að þeir kæmu frá Bandaríkjunum. Aðalástæðan er sá menningarlegur munur á gildi þessara tveggja íþrótta sitt hvorum megin við Atlantshafið þó að fótboltinn sé alltaf í sókn í Bandaríkjunum. Jesse Marsch thinks that Ted Lasso hasn't helped American coaches find work in England pic.twitter.com/sM9b2wZoEU— ESPN FC (@ESPNFC) March 3, 2022 Það eru samt ekki margir stjórar sem fara að tala um sjónvarpsþætti á sínum fyrsta blaðamannafundi sem knattspyrnustjóri í ensku úrvalsdeildinni en það gerði einmitt Jesse Marsch. „Ég held að það sé líklega smánarblettur á bandarískum þjálfurum og ég er ekki viss um að Ted Lasso þættirnir hafi hjálpað okkur mikið. Ég hef reyndar ekki horft á þættina en ég skil það,“ sagði Jesse Marsch. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=3u7EIiohs6U">watch on YouTube</a> Í Ted Lasso þáttunum kemur þjálfari úr ameríska fótboltanum til Bretlands og tekur við ensku knattspyrnuliði. „Fólk hatar að heyra orðið soccer. Ég hef notað orðið fótbolti síðan ég varð atvinnumaður í fótbolta. Hægt og rólega er fólk í Bandaríkjunum að aðlaga sig að því hvað fótbolti er í þessu landi hér og tengingu hans og ensku úrvalsdeildarinnar við þjóðarsálina,“ sagði Marsch. Marsch vann tvo meistaratitla sem þjálfari FC Salzburg í Austurríki en var rekinn sem stjóri RB Leipzig í desember síðastliðnum eftir aðeins fjóra mánuði í starfi. "That sounds like Ted Lasso from what I've heard." Jesse Marsch jokes that Ted Lasso didn't help American managers like himself pic.twitter.com/ChTtAG4pgf— Football Daily (@footballdaily) March 3, 2022 „Ég get skilið það að fólk telji ekki okkur amerísku þjálfarana hafa reynsluna sem menn ná sér í hér í Evrópu. Ef ég segi eins og er þá er það rétt. Það var ástæðan fyrir því að ég kom til Evrópu. Það var ástæðan fyrir því að ég lærði þýsku. Það var ástæðan að ég aðlagaðist annarri menningu. Þetta verður fimmta landið sem ég þjálfa í,“ sagði Marsch. „Það tekur mig út úr þægindarammanum í hvert skipti. Þetta er alltaf áskorun fyrir mig að vaxa, að þróa mig og að læra nýja hluti. Ég er mjög opin fyrir því og geri mér alveg grein fyrir því að ég er ekki fullkominn. Ég vil heldur ekki vera það,“ sagði Marsch. „Það sem ég get sagt er að eina leiðin fyrir mig er að gera allt af fullum krafti og gefa allt sem ég á, að trúa á sjálfan mig sem og á fólkið sem ég vinn með. Með því reyni ég að ná því mesta úr öllum á hverjum degi. Ég hef komist að því að með því getur mannsandi komið þér mikið á óvart sem og hvað þú getur afrekað,“ sagði Marsch og það var stutt í grínið. „Svo að það hljómar svolítið eins og Ted Lasso miðað við það sem ég hef heyrt,“ sagði Marsch léttur. "People hate hearing the word soccer, I've used the word football since I was a professional football player," the new Leeds boss said.#bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) March 3, 2022
Enski boltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Fleiri fréttir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Sjá meira