Telja Úkraínumenn ekki geta varist í lengri tíma Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 4. mars 2022 11:18 Rússneskur hermaður liggur í valnum við hliðina á eyðilögðum herbíl. AP Photo/Vadim Ghirda Varnir Úkraínumanna gegn innrás Rússa hafa verið mun betri en sérfræðingar og embættismenn bjuggust við. Ólíklegt er þó að Úkraínumenn geti haldið aftur af Rússneska birninum til lengdar. Í grein New York Times segir að hermenn hafi sprengt upp brýr til að hægja á innrásinni og að úkraínskir flugmenn og loftvarnir hafi stöðvað Rússa í að ná yfirráðum í loftunum yfir Úkraínu. Þar að auki hefur Úkraínumönnum gengið mjög vel í áróðurshlið átakanna og hafa orðið sér út um mikinn stuðning um heim allan. Þá eru Úkraínumenn sagðir hafa sýnt mikinn dugnað og mikla kænsku við varnir sínar. Þó innrás Rússa hafi hafist fyrir einungis einni viku er útlit fyrir að hún sé langt á eftir áætlun og Rússar eru sagðir eiga í vandræðum með birgðir og aga meðal lítið þjálfaðra hermanna. Rússum hefur þó orðið ágengt og greinendur vestanhafs segja Rússa enn hafa gífurlega yfirburði. Þeir yfirburðir séu á nánast öllum sviðum. Rússar hafa meiri mannafla, fleiri vopn, fleiri skriðdreka og fleirri orrustuþotur, svo eitthvað sé nefnt. Hafa misst nokkrar lykilborgir í suðrinu Ráðamenn í Bandaríkjunum eru nokkuð vissir í sinni sök að Úkraínumenn geti ekki varist innrás Rússa til lengri tíma. Sky News hefur þó eftir Oleksiy Arestovych, aðstoðarmanni Vólódímírs Selenskís, forseta Úkraínu, að þar á bæ sé menn hóflega bjartsýnir. Varnir Úkraínumanna haldi enn víðast hvar. Rússar hafa þó náð yfirráðum á borginni Mykolaiv, sem er skammt norður af borginni Kherson, sem þeir hafa náð yfirráðum yfir. Með því fá Rússar aukinn aðgang að hafnarborginni Odessa, sem talið er að Rússar ætli að ráðast á. Um hálf milljón manna býr í Mykolaiv. Rússar hafa þá náð kjarnorkuverinu Zaporizhzhia á sitt vald, sem er stærsta kjarnorkuver Evrópu. Kjarnorkuverið hefur sætt stöðugum árásum síðustu daga og varð fyrir eldflaug Rússa í nótt með þeim afleiðingum að eldur kom upp í verinu. Nýjustu fréttir eru þó þær að engin hætta sé á ferðum. Þá hafa Rússar þar að auki náð völdum yfir hafnarborginni Mariupol. Heimamenn berjast þó af hörku við árásarherinn. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Rússar ná Zaporizhzhia á sitt vald Rússneskar hersveitir hafa náð Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu á sitt vald. Um er að ræða stærsta kjarnorkuver Evrópu, sem hefur sætt stöðugum árásum síðustu daga. Eldur kom upp í verinu í nótt en nýjustu fregnir herma að engin hætta sé á ferðum eins og er. 4. mars 2022 08:46 Rússar í fimmtán ára fangelsi segi þeir „falsfréttir“ af stríðinu Rússar eiga yfir höfði sér fimmtán ára fangelsisvist gerist þeir sekir um að flytja falsfréttir um stríð þeirra í Úkraínu. Þetta samþykkti neðri deild rússneska þingsins einróma í morgun. 4. mars 2022 08:12 Segir Rússa vilja endurtaka Tjsernóbíl-slysið Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu sakar Rússa um að hafa viljandi skotið sprengjum á kjarnorkuver í nótt. Hann segir þá hafa verið fullmeðvitaða um hætturnar sem því fylgja og sakar þá um að vilja endurtaka harmleikinn í Tsjernóbíl. 4. mars 2022 07:49 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira
Í grein New York Times segir að hermenn hafi sprengt upp brýr til að hægja á innrásinni og að úkraínskir flugmenn og loftvarnir hafi stöðvað Rússa í að ná yfirráðum í loftunum yfir Úkraínu. Þar að auki hefur Úkraínumönnum gengið mjög vel í áróðurshlið átakanna og hafa orðið sér út um mikinn stuðning um heim allan. Þá eru Úkraínumenn sagðir hafa sýnt mikinn dugnað og mikla kænsku við varnir sínar. Þó innrás Rússa hafi hafist fyrir einungis einni viku er útlit fyrir að hún sé langt á eftir áætlun og Rússar eru sagðir eiga í vandræðum með birgðir og aga meðal lítið þjálfaðra hermanna. Rússum hefur þó orðið ágengt og greinendur vestanhafs segja Rússa enn hafa gífurlega yfirburði. Þeir yfirburðir séu á nánast öllum sviðum. Rússar hafa meiri mannafla, fleiri vopn, fleiri skriðdreka og fleirri orrustuþotur, svo eitthvað sé nefnt. Hafa misst nokkrar lykilborgir í suðrinu Ráðamenn í Bandaríkjunum eru nokkuð vissir í sinni sök að Úkraínumenn geti ekki varist innrás Rússa til lengri tíma. Sky News hefur þó eftir Oleksiy Arestovych, aðstoðarmanni Vólódímírs Selenskís, forseta Úkraínu, að þar á bæ sé menn hóflega bjartsýnir. Varnir Úkraínumanna haldi enn víðast hvar. Rússar hafa þó náð yfirráðum á borginni Mykolaiv, sem er skammt norður af borginni Kherson, sem þeir hafa náð yfirráðum yfir. Með því fá Rússar aukinn aðgang að hafnarborginni Odessa, sem talið er að Rússar ætli að ráðast á. Um hálf milljón manna býr í Mykolaiv. Rússar hafa þá náð kjarnorkuverinu Zaporizhzhia á sitt vald, sem er stærsta kjarnorkuver Evrópu. Kjarnorkuverið hefur sætt stöðugum árásum síðustu daga og varð fyrir eldflaug Rússa í nótt með þeim afleiðingum að eldur kom upp í verinu. Nýjustu fréttir eru þó þær að engin hætta sé á ferðum. Þá hafa Rússar þar að auki náð völdum yfir hafnarborginni Mariupol. Heimamenn berjast þó af hörku við árásarherinn.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Rússar ná Zaporizhzhia á sitt vald Rússneskar hersveitir hafa náð Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu á sitt vald. Um er að ræða stærsta kjarnorkuver Evrópu, sem hefur sætt stöðugum árásum síðustu daga. Eldur kom upp í verinu í nótt en nýjustu fregnir herma að engin hætta sé á ferðum eins og er. 4. mars 2022 08:46 Rússar í fimmtán ára fangelsi segi þeir „falsfréttir“ af stríðinu Rússar eiga yfir höfði sér fimmtán ára fangelsisvist gerist þeir sekir um að flytja falsfréttir um stríð þeirra í Úkraínu. Þetta samþykkti neðri deild rússneska þingsins einróma í morgun. 4. mars 2022 08:12 Segir Rússa vilja endurtaka Tjsernóbíl-slysið Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu sakar Rússa um að hafa viljandi skotið sprengjum á kjarnorkuver í nótt. Hann segir þá hafa verið fullmeðvitaða um hætturnar sem því fylgja og sakar þá um að vilja endurtaka harmleikinn í Tsjernóbíl. 4. mars 2022 07:49 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira
Rússar ná Zaporizhzhia á sitt vald Rússneskar hersveitir hafa náð Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu á sitt vald. Um er að ræða stærsta kjarnorkuver Evrópu, sem hefur sætt stöðugum árásum síðustu daga. Eldur kom upp í verinu í nótt en nýjustu fregnir herma að engin hætta sé á ferðum eins og er. 4. mars 2022 08:46
Rússar í fimmtán ára fangelsi segi þeir „falsfréttir“ af stríðinu Rússar eiga yfir höfði sér fimmtán ára fangelsisvist gerist þeir sekir um að flytja falsfréttir um stríð þeirra í Úkraínu. Þetta samþykkti neðri deild rússneska þingsins einróma í morgun. 4. mars 2022 08:12
Segir Rússa vilja endurtaka Tjsernóbíl-slysið Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu sakar Rússa um að hafa viljandi skotið sprengjum á kjarnorkuver í nótt. Hann segir þá hafa verið fullmeðvitaða um hætturnar sem því fylgja og sakar þá um að vilja endurtaka harmleikinn í Tsjernóbíl. 4. mars 2022 07:49