Úkraínska þjóðfánanum flaggað við Ölfusárbrú Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. mars 2022 20:30 Bohdana Vasyliuk og Árni, sem búa á Selfossi. Þau finna fyrir miklum hlýhug í bæjarfélaginu vegna ástandsins. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kona frá Úkraínu, sem búsett er á Selfossi segist vera mjög reið út í Pútín og pólitíkina hans. Úkraínskum fána hefur verið flaggað við Ölfusárbrú. Bohdana Vasyliuk, sem er fædd og uppalinn í Úkraínu hefur búið á Íslandi í þrjú og hálft ár með íslensku manni, Árna Hilmarssyni. Saman eiga þau níu ára strák. Bohdan vinnur á leikskóla á Selfossi og er alsæl að eiga heima á Íslandi á sama tíma og stríð geisar í heimalandi hennar. Hún og Árni finna fyrir miklum hlýhug fólks á þessum erfiðu tímum. En eins og gefur að skilja þá eru þau alltaf að hugsa um stríðið. „Mér líður ekki vel, ég er með brotið hjarta og er alltaf að hugsa um fjölskylduna mína í Úkraínu, mömmu, pabba, bróðir minn og barnið hans. Þetta er ekki gott, þetta er bara bull, stríð gerir allt vont fyrir allt fólk og heiminn,“ segir Bohdana Fjölskylda Bohdönu hefur komið í heimsókn til Íslands og ferðast um landið. Hún segir óbærilegt að vita af þeim úti núna í stríðinu. En hverju spáir hún um framhaldið? „Ég held að það verði meira og meira, alla daga verður meira stríð, meira verið að skjóta og meira verið að sprengja, þetta er ekki að fara að stoppa,“ segir hún ákveðin. Bohdana með pabba sínu, bróður og syni þeirra Árna við Skógafoss en fjölskylda Bohdönu býr í Úkraínu.Aðsend Árni er sammála konu sinni. „Hann mun ekkert stoppa, hann mun halda áfram, hann mun taka Úkraínu. Hann muni bara fara í næstu lönd. Já, ég er alveg 100 prósent viss um það. Maður er sár, svekktur og aumur, ég held að reiðin komi seinna, maður á ekki orð, maður skilur þetta ekki,“ segir Árni. Bohdana og Árni lánuðu Sveitarfélaginu Árborg Úkraínska þjóðfánann sinn, sem blaktir nú við hún alla daga á fánastöng við Ölfusárbrú. Úkraínska þjóðfánanum hefur verið flaggað við Ölfusárbrú á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Fleiri fréttir Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að binda hnút á deiluna í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Sjá meira
Bohdana Vasyliuk, sem er fædd og uppalinn í Úkraínu hefur búið á Íslandi í þrjú og hálft ár með íslensku manni, Árna Hilmarssyni. Saman eiga þau níu ára strák. Bohdan vinnur á leikskóla á Selfossi og er alsæl að eiga heima á Íslandi á sama tíma og stríð geisar í heimalandi hennar. Hún og Árni finna fyrir miklum hlýhug fólks á þessum erfiðu tímum. En eins og gefur að skilja þá eru þau alltaf að hugsa um stríðið. „Mér líður ekki vel, ég er með brotið hjarta og er alltaf að hugsa um fjölskylduna mína í Úkraínu, mömmu, pabba, bróðir minn og barnið hans. Þetta er ekki gott, þetta er bara bull, stríð gerir allt vont fyrir allt fólk og heiminn,“ segir Bohdana Fjölskylda Bohdönu hefur komið í heimsókn til Íslands og ferðast um landið. Hún segir óbærilegt að vita af þeim úti núna í stríðinu. En hverju spáir hún um framhaldið? „Ég held að það verði meira og meira, alla daga verður meira stríð, meira verið að skjóta og meira verið að sprengja, þetta er ekki að fara að stoppa,“ segir hún ákveðin. Bohdana með pabba sínu, bróður og syni þeirra Árna við Skógafoss en fjölskylda Bohdönu býr í Úkraínu.Aðsend Árni er sammála konu sinni. „Hann mun ekkert stoppa, hann mun halda áfram, hann mun taka Úkraínu. Hann muni bara fara í næstu lönd. Já, ég er alveg 100 prósent viss um það. Maður er sár, svekktur og aumur, ég held að reiðin komi seinna, maður á ekki orð, maður skilur þetta ekki,“ segir Árni. Bohdana og Árni lánuðu Sveitarfélaginu Árborg Úkraínska þjóðfánann sinn, sem blaktir nú við hún alla daga á fánastöng við Ölfusárbrú. Úkraínska þjóðfánanum hefur verið flaggað við Ölfusárbrú á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Fleiri fréttir Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að binda hnút á deiluna í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Sjá meira