Síðasta keppnin með Rússa innanborðs í bili var um helgina og þar nýtti ungur fimleikastrákur sér tækifærið til að koma stríðsáróðri á framfæri. Sú ákvörðun gæti komið honum í vandræði.
Shocking behaviour : Russian gymnast shows Z symbol on podium next to Ukrainian winner https://t.co/GbmICkanLc
— The Guardian (@guardian) March 7, 2022
Í lokakeppninni sem Rússar fengu keppnisleyfi, heimsbikar á áhöldum sem fram fór í Dóha, þá komust bæði Úkraínumaður og Rússi á verðlaunapallinn fyrir æfingar á tvíslá.
Úkraínumaðurinn Illia Kovtun, sem er aðeins átján ára, vann gull en við hlið hans á pallinum var hinn tvítugi Rússi Ivan Kuliak, sem vann brons.
Kovtun mátti ekki keppa í búningi merktum Rússlandi en hann ákvað þess í stað að búa til Z á á brjóstkassanum sínum í stað rússneska merkisins.
Russian gymnast Ivan Kuliak wearing the Z pro-invasion symbol on his shirt while sharing a podium with a Ukrainian rival on Saturday.
— Megha Mohan (@meghamohan) March 6, 2022
Kuliak finished third - behind winner Ukraine's Illia Kovtun in the parallel bars at a World Cup event in Doha. pic.twitter.com/evtG1iEBgq
„Z“ er stríðtákn Rússa fyrir innrásina í Úkraínu. Stafurinn táknar „za pobedu“ eða fyrir sigri og hefur verið áberandi á rússneskum skriðdrekum sem fóru inn í Úkraínu á síðustu vikum. Það hefur verið einnig notað á samfélagsmiðlum af fólki sem vill sína stuðning sinn við innrásina.
Alþjóðafimleikasambandið segist hafa tekið þetta mál inn á borð aganefndar sambandsins vegna þessarar sjokkerandi framkomu Rússans unga á heimsbikarmótinu. Hann gæti því átt von á sekt eða banni.