Ellefu MR-ingar röðuðu sér í sautján efstu sætin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. mars 2022 11:05 Keppendur í húsakynnum HR um helgina þegar gögnin voru afhent. Aðsend Ellefu nemendur við Menntaskólann í Reykjavík höfnuðu í efstu sautján sætunum í Stærðfræðikeppni framhaldsskólanema sem fram fór um helgina. Þrjátíu keppendur mættu til leiks og fór svo að Benedikt Vilji Magnússon úr MR sigraði með 52 stigum af 60 mögulegum. Í 2. sæti var Sverrir Hákonarson, nemandi við Verzlunarskóla Íslands, með 49 stig, í 3. sæti með 40 stig var Selma Rebekka Kattoll úr Menntaskólanum í Reykjavík og í 4. sæti með 39 stig var Ragna María Sverrisdóttir úr Verzlunarskóla Íslands. Nemendur í 17 efstu sætunum munu taka þátt í Norrænu stærðfræðikeppninni fyrir Íslands hönd þann 4. apríl næstkomandi. Til að taka þátt í Ólympíukeppninni í stærðfræði þurfa nemendur að standa sig vel í forkeppni og vera yngri en 20 ára þegar keppnin fer fram í júlí. Þremur nemendum hefur nú þegar verið boðið að taka sæti í sex manna liði Íslands fyrir Ólympíukeppnina í Osló í Noregi í ár en það eru þau Benedikt Vilji, Sverrir og Ragna María. Selma Rebekka verður því miður nýorðin tvítug þegar keppnin fer fram. Ragna María er á fyrsta ári í Verzlunarskólanum og verður spennandi að fylgjast með henni í framtíðinni. Hvaða þrír nemendur til viðbótar bætast í sex manna lið Íslands mun ráðast að lokinni Norrænu keppninni. Það getur verið gott að gæða sér á skúffuköku og mjólk á milli þess sem hann reiknar stærðfræði.Aðsend Úrslit voru tilkynnt í verðlaunahófi í Háskólanum í Reykjavík sunnudaginn 6. mars. Farið var yfir stærðfræðikeppnisárið og viðurkenningar afhentar, en efstu keppendur hlutu auk þess peningaverðlaun; 50 þúsund fyrir 1. sæti, 30 þúsund fyrir 2. sæti og 20 þúsund fyrir 3. sæti. Keppnin er undirbúin í sjálfboðaliðastarfi nefndar á vegum Stærðfræðafélags Íslands og Félags raungreinakennara og fyrir úrslitakeppnina lagði Háskólinn í Reykjavík til húsnæði og kaffiveitingar. Alls 215 nemendur víðs vegar af landinu úr 16 framhaldsskólum tóku þátt í forkeppninni í ár, en þeim rétt rúmlega fjörutíu sem bestum árangri náðu þá var boðið til leiks í úrslitum. Hafa þeir nemendur fengið send æfingardæmi í vetur, til undirbúnings fyrir úrslitarimmuna. Lokakeppnin samanstóð af sex verkefnum sem nemendur fengu fjóra tíma til að glíma við. Bestum árangri náðu þau í dæmi 3 en það var á þessa leið: Hver er mesti fjöldi búta sem fæst þegar hringskífu er skipt með 6 beinum línum? Vitanlega þurfti rökstuðningur að fylgja svarinu. Í efstu 17 sætunum voru eftirfarandi nemendur sem taka munu þátt í Norrænu stærðfræðikeppninni þann fyrsta apríl: 1. Benedikt Vilji Magnússon - Menntaskólanum í Reykjavík 2. Sverrir Hákonarson - Verzlunarskóli Íslands 3. Selma Rebekka Kattoll - Menntaskólanum í Reykjavík 4. Ragna María Sverrisdóttir - Verzlunarskóli Íslands 5. Kirill Zolotuskiy - Menntaskólanum í Reykjavík 6. Kristján Dagur Jónsson - Menntaskólanum í Reykjavík 7. Hrafnkell Hvanndal Halldórsson - Menntaskólanum í Reykjavík 8.-9. Gústav Nilsson - Verzlunarskóla Íslands 8.-9. Arnar Dór Vignisson - Menntaskólanum í Reykjavík 10. Viktor Már Guðmundsson - Menntaskólanum í Reykjavík 11. Einar Andri Víðisson - Menntaskólanum í Reykjavík 12.-14. Ísak Norðfjörð - Menntaskólanum í Reykjavík 12.-14. Freyr Víkingur Einarsson - Menntaskólanum við Hamrahlíð 12.-14. Ingi Hrannar-Pálmason - Menntaskólanum á Akureyri 15.-16. Veigar Elí Grétarsson - Verzlunarskóla Íslands 15.-16. Matthías Andri Hrafnkelsson - Menntaskólanum í Reykjavík 17. Matthildur Peta Jónsdóttir - Menntaskólanum í Reykjavík Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
Í 2. sæti var Sverrir Hákonarson, nemandi við Verzlunarskóla Íslands, með 49 stig, í 3. sæti með 40 stig var Selma Rebekka Kattoll úr Menntaskólanum í Reykjavík og í 4. sæti með 39 stig var Ragna María Sverrisdóttir úr Verzlunarskóla Íslands. Nemendur í 17 efstu sætunum munu taka þátt í Norrænu stærðfræðikeppninni fyrir Íslands hönd þann 4. apríl næstkomandi. Til að taka þátt í Ólympíukeppninni í stærðfræði þurfa nemendur að standa sig vel í forkeppni og vera yngri en 20 ára þegar keppnin fer fram í júlí. Þremur nemendum hefur nú þegar verið boðið að taka sæti í sex manna liði Íslands fyrir Ólympíukeppnina í Osló í Noregi í ár en það eru þau Benedikt Vilji, Sverrir og Ragna María. Selma Rebekka verður því miður nýorðin tvítug þegar keppnin fer fram. Ragna María er á fyrsta ári í Verzlunarskólanum og verður spennandi að fylgjast með henni í framtíðinni. Hvaða þrír nemendur til viðbótar bætast í sex manna lið Íslands mun ráðast að lokinni Norrænu keppninni. Það getur verið gott að gæða sér á skúffuköku og mjólk á milli þess sem hann reiknar stærðfræði.Aðsend Úrslit voru tilkynnt í verðlaunahófi í Háskólanum í Reykjavík sunnudaginn 6. mars. Farið var yfir stærðfræðikeppnisárið og viðurkenningar afhentar, en efstu keppendur hlutu auk þess peningaverðlaun; 50 þúsund fyrir 1. sæti, 30 þúsund fyrir 2. sæti og 20 þúsund fyrir 3. sæti. Keppnin er undirbúin í sjálfboðaliðastarfi nefndar á vegum Stærðfræðafélags Íslands og Félags raungreinakennara og fyrir úrslitakeppnina lagði Háskólinn í Reykjavík til húsnæði og kaffiveitingar. Alls 215 nemendur víðs vegar af landinu úr 16 framhaldsskólum tóku þátt í forkeppninni í ár, en þeim rétt rúmlega fjörutíu sem bestum árangri náðu þá var boðið til leiks í úrslitum. Hafa þeir nemendur fengið send æfingardæmi í vetur, til undirbúnings fyrir úrslitarimmuna. Lokakeppnin samanstóð af sex verkefnum sem nemendur fengu fjóra tíma til að glíma við. Bestum árangri náðu þau í dæmi 3 en það var á þessa leið: Hver er mesti fjöldi búta sem fæst þegar hringskífu er skipt með 6 beinum línum? Vitanlega þurfti rökstuðningur að fylgja svarinu. Í efstu 17 sætunum voru eftirfarandi nemendur sem taka munu þátt í Norrænu stærðfræðikeppninni þann fyrsta apríl: 1. Benedikt Vilji Magnússon - Menntaskólanum í Reykjavík 2. Sverrir Hákonarson - Verzlunarskóli Íslands 3. Selma Rebekka Kattoll - Menntaskólanum í Reykjavík 4. Ragna María Sverrisdóttir - Verzlunarskóli Íslands 5. Kirill Zolotuskiy - Menntaskólanum í Reykjavík 6. Kristján Dagur Jónsson - Menntaskólanum í Reykjavík 7. Hrafnkell Hvanndal Halldórsson - Menntaskólanum í Reykjavík 8.-9. Gústav Nilsson - Verzlunarskóla Íslands 8.-9. Arnar Dór Vignisson - Menntaskólanum í Reykjavík 10. Viktor Már Guðmundsson - Menntaskólanum í Reykjavík 11. Einar Andri Víðisson - Menntaskólanum í Reykjavík 12.-14. Ísak Norðfjörð - Menntaskólanum í Reykjavík 12.-14. Freyr Víkingur Einarsson - Menntaskólanum við Hamrahlíð 12.-14. Ingi Hrannar-Pálmason - Menntaskólanum á Akureyri 15.-16. Veigar Elí Grétarsson - Verzlunarskóla Íslands 15.-16. Matthías Andri Hrafnkelsson - Menntaskólanum í Reykjavík 17. Matthildur Peta Jónsdóttir - Menntaskólanum í Reykjavík
Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent