„Mér gæti ekki verið meira sama“ Sindri Sverrisson skrifar 8. mars 2022 07:31 Gunnar Heiðar Þorvaldsson stýrði ÍBV í einum leik til bráðabirgða síðasta sumar, í 2-1 sigri gegn Fylki. vísir/bára Fyrir tveimur árum var landsliðsmaðurinn fyrrverandi Gunnar Heiðar Þorvaldsson ekkert sérlega áhugasamur um að gerast fótboltaþjálfari. Hann fékk hins vegar bakteríuna heima í Vestmannaeyjum og hefur nú tekið við Vestra á Ísafirði eftir að félaginu mistókst að krækja í þungavigtarmenn á þjálfaramarkaðnum. „Ég er að taka við liði sem að mér finnst mjög spennandi. Öll mín samskipti við þá sem að vinna fyrir klúbbinn fyrir vestan hafa verið mjög jákvæð og þetta lítur að mínu mati mjög vel út. Það eru miklir möguleikar þarna og þess vegna sagði ég já,“ segir Gunnar Heiðar í samtali við Vísi. Segja má að Vestramenn hafi leitað í efstu hillu hér á landi að þjálfara, eftir að hafa óvænt misst Jón Þór Hauksson til ÍA í janúar. Þeir leituðu nefnilega til Heimis Hallgrímssonar, Eiðs Smára Guðjohnsen og Ólafs Kristjánssonar um að taka við liðinu. Allir höfnuðu því boði en Gunnar Heiðar kippir sér ekki upp við að koma þar á eftir: „Mér gæti ekki verið meira sama, ef ég á að segja alveg eins og er. Það sýnir bara metnaðinn í þeim sem stjórna hjá Vestra, að reyna að fá mann úr efstu hillunni. Það í hvaða hillu ég er mun bara koma í ljós,“ segir Gunnar. Hann gerði samning til eins árs við Vestra, með möguleika á árs framlengingu. Gunnar Heiðar Þorvaldsson lék sem atvinnumaður um árabil, meðal annars með Reading á Englandi.Getty/Stu Forster Eftir að ferli hans sem leikmaður lauk tók Gunnar, án þess að hafa beinlínis stefnt á það, við þjálfun KFS í Vestmannaeyjum fyrir tveimur árum og stýrði liðinu upp í 3. deild þar sem það endaði í 6. sæti í fyrra. Áhuginn á þjálfun hefur snaraukist og Gunnar lýkur brátt UEFA Pro þjálfaragráðu. Fékk símtöl eftir síðasta tímabil „Þegar ég tók við KFS var ég beðinn um að koma og hjálpa til því að annars yrði klúbburinn lagður niður. Það voru alla vega skilaboðin sem ég fékk. Mér fannst það ósanngjarnt gagnvart strákunum sem stunda fótbolta í Vestmannaeyjum, og ég held að KFS hjálpi ÍBV gríðarlega mikið sem svona venslafélag. Ég held að menn séu búnir að átta sig á því núna. Eftir síðasta tímabil hugsaði ég með mér að þetta [þjálfun] gæti nú kannski verið eitthvað fyrir mig, og ég fékk alveg símtöl, en mér fannst ekki bjóðast gott næsta skref fyrir mig. Þegar símtalið frá Samma [Samúel Samúelssyni, stjórnarmanni hjá Vestra] kom þá fékk ég annan fíling. Við höfum rætt þetta mikið síðustu daga og ég er orðinn mjög spenntur fyrir því að fara að undirbúa liðið fyrir Lengjudeildina,“ segir Gunnar. Heldur starfinu í Eyjum Þessi fyrrverandi atvinnumaður í Tyrklandi, Danmörku Svíþjóð, Noregi og Englandi heldur upp á fertugsafmælið sitt með Spánarferð með sínum nýju lærisveinum í byrjun apríl. Þar gefst honum kjörið tækifæri til að kynnast leikmannahópnum vel en Gunnar er búsettur í Vestmannaeyjum en mun búa á Ísafirði í sumar. Hann er verkefnastjóri hjá Vinnslustöðinni en fékk leyfi til að sinna því starfi í fjarvinnu yfir keppnistímabilið. Gunnar Heiðar skoraði fimm mörk í 24 A-landsleikjum og fagnar hér marki sínu gegn Norður-Írlandi í undankeppni EM 2008.Getty/John Walton Gunnar segir að Vestraliðið verði að stærstum hluta skipað sama mannskap og endaði í 5. sæti Lengjudeildarinnar í fyrra, og komst í undanúrslit bikarkeppninnar með því að slá út þáverandi Íslandsmeistara Vals. „Án þess að vera búinn að hitta hópinn, þá tökum við þetta klassíska og ætlum að gera betur en í fyrra,“ segir Gunnar um markmið tímabilsins. „Núna snýst þetta fyrir mig um að kynnast strákunum í liðinu. Ég held að æfingaferð sem við förum í til Spánar 1. apríl verði gríðarlega mikilvæg fyrir okkur og ég get þá kynnst þeim mun betur en þegar ég hitti þá bara um helgar núna næstu vikur.“ Erfitt umhverfi en eitthvað sem leikmenn og Gunnar þekkja Vestramenn hafa lengi barist fyrir bættum aðstæðum til knattspyrnuiðkunar á Vestfjörðum. Þeir urðu að spila heimaleik sinn í undanúrslitum bikarkeppninnar í fyrra á heimavelli KR í Reykjavík, og æfa í Borgarnesi. „Ég á svo sem eftir að setja mig betur inn í öll þessi mál en það er alveg rétt varðandi umgjörðina á veturna, að það er ótrúlegt að hún sé svona árið 2022 á Íslandi. Fyrir klúbb eins og Vestra, sem vill taka næstu skref í þessu, er algjört lykilatriði að vera með einhverja aðstöðu til að stunda íþróttina á veturna. Þetta er bara pólitískt mál sem verið er að vinna í og ekki eitthvað sem ég get svarað fyrir,“ segir Gunnar sem lætur hins vegar engan bilbug á sér finna: „Þetta er frábært næsta skref fyrir mig og ég er mjög spenntur fyrir þessu. Þetta er auðvitað erfitt umhverfi, ekki allir mættir og allt slíkt, en það er eitthvað sem við munum tækla og eitthvað sem að Vestri og leikmennirnir þar þekkja. Það geri ég líka eftir að hafa leikið með ÍBV hér áður fyrr.“ Íslenski boltinn Lengjudeild karla Vestri Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Fleiri fréttir Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Sjá meira
„Ég er að taka við liði sem að mér finnst mjög spennandi. Öll mín samskipti við þá sem að vinna fyrir klúbbinn fyrir vestan hafa verið mjög jákvæð og þetta lítur að mínu mati mjög vel út. Það eru miklir möguleikar þarna og þess vegna sagði ég já,“ segir Gunnar Heiðar í samtali við Vísi. Segja má að Vestramenn hafi leitað í efstu hillu hér á landi að þjálfara, eftir að hafa óvænt misst Jón Þór Hauksson til ÍA í janúar. Þeir leituðu nefnilega til Heimis Hallgrímssonar, Eiðs Smára Guðjohnsen og Ólafs Kristjánssonar um að taka við liðinu. Allir höfnuðu því boði en Gunnar Heiðar kippir sér ekki upp við að koma þar á eftir: „Mér gæti ekki verið meira sama, ef ég á að segja alveg eins og er. Það sýnir bara metnaðinn í þeim sem stjórna hjá Vestra, að reyna að fá mann úr efstu hillunni. Það í hvaða hillu ég er mun bara koma í ljós,“ segir Gunnar. Hann gerði samning til eins árs við Vestra, með möguleika á árs framlengingu. Gunnar Heiðar Þorvaldsson lék sem atvinnumaður um árabil, meðal annars með Reading á Englandi.Getty/Stu Forster Eftir að ferli hans sem leikmaður lauk tók Gunnar, án þess að hafa beinlínis stefnt á það, við þjálfun KFS í Vestmannaeyjum fyrir tveimur árum og stýrði liðinu upp í 3. deild þar sem það endaði í 6. sæti í fyrra. Áhuginn á þjálfun hefur snaraukist og Gunnar lýkur brátt UEFA Pro þjálfaragráðu. Fékk símtöl eftir síðasta tímabil „Þegar ég tók við KFS var ég beðinn um að koma og hjálpa til því að annars yrði klúbburinn lagður niður. Það voru alla vega skilaboðin sem ég fékk. Mér fannst það ósanngjarnt gagnvart strákunum sem stunda fótbolta í Vestmannaeyjum, og ég held að KFS hjálpi ÍBV gríðarlega mikið sem svona venslafélag. Ég held að menn séu búnir að átta sig á því núna. Eftir síðasta tímabil hugsaði ég með mér að þetta [þjálfun] gæti nú kannski verið eitthvað fyrir mig, og ég fékk alveg símtöl, en mér fannst ekki bjóðast gott næsta skref fyrir mig. Þegar símtalið frá Samma [Samúel Samúelssyni, stjórnarmanni hjá Vestra] kom þá fékk ég annan fíling. Við höfum rætt þetta mikið síðustu daga og ég er orðinn mjög spenntur fyrir því að fara að undirbúa liðið fyrir Lengjudeildina,“ segir Gunnar. Heldur starfinu í Eyjum Þessi fyrrverandi atvinnumaður í Tyrklandi, Danmörku Svíþjóð, Noregi og Englandi heldur upp á fertugsafmælið sitt með Spánarferð með sínum nýju lærisveinum í byrjun apríl. Þar gefst honum kjörið tækifæri til að kynnast leikmannahópnum vel en Gunnar er búsettur í Vestmannaeyjum en mun búa á Ísafirði í sumar. Hann er verkefnastjóri hjá Vinnslustöðinni en fékk leyfi til að sinna því starfi í fjarvinnu yfir keppnistímabilið. Gunnar Heiðar skoraði fimm mörk í 24 A-landsleikjum og fagnar hér marki sínu gegn Norður-Írlandi í undankeppni EM 2008.Getty/John Walton Gunnar segir að Vestraliðið verði að stærstum hluta skipað sama mannskap og endaði í 5. sæti Lengjudeildarinnar í fyrra, og komst í undanúrslit bikarkeppninnar með því að slá út þáverandi Íslandsmeistara Vals. „Án þess að vera búinn að hitta hópinn, þá tökum við þetta klassíska og ætlum að gera betur en í fyrra,“ segir Gunnar um markmið tímabilsins. „Núna snýst þetta fyrir mig um að kynnast strákunum í liðinu. Ég held að æfingaferð sem við förum í til Spánar 1. apríl verði gríðarlega mikilvæg fyrir okkur og ég get þá kynnst þeim mun betur en þegar ég hitti þá bara um helgar núna næstu vikur.“ Erfitt umhverfi en eitthvað sem leikmenn og Gunnar þekkja Vestramenn hafa lengi barist fyrir bættum aðstæðum til knattspyrnuiðkunar á Vestfjörðum. Þeir urðu að spila heimaleik sinn í undanúrslitum bikarkeppninnar í fyrra á heimavelli KR í Reykjavík, og æfa í Borgarnesi. „Ég á svo sem eftir að setja mig betur inn í öll þessi mál en það er alveg rétt varðandi umgjörðina á veturna, að það er ótrúlegt að hún sé svona árið 2022 á Íslandi. Fyrir klúbb eins og Vestra, sem vill taka næstu skref í þessu, er algjört lykilatriði að vera með einhverja aðstöðu til að stunda íþróttina á veturna. Þetta er bara pólitískt mál sem verið er að vinna í og ekki eitthvað sem ég get svarað fyrir,“ segir Gunnar sem lætur hins vegar engan bilbug á sér finna: „Þetta er frábært næsta skref fyrir mig og ég er mjög spenntur fyrir þessu. Þetta er auðvitað erfitt umhverfi, ekki allir mættir og allt slíkt, en það er eitthvað sem við munum tækla og eitthvað sem að Vestri og leikmennirnir þar þekkja. Það geri ég líka eftir að hafa leikið með ÍBV hér áður fyrr.“
Íslenski boltinn Lengjudeild karla Vestri Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Fleiri fréttir Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Sjá meira