Kurr í Suðurnesjamönnum vegna HSS Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. mars 2022 15:42 Fréttastofa hefur undanfarið ár fjallað um ýmis mál tengd stofnuninni. Landlæknir gaf til að mynda út skýrslu síðastliðið haust þar sem fagleg mistök voru tíunduð. Þingmaður Samfylkingarinnar segir vanda Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja skrifast á vanrækslu stjórnvalda gagnvart Suðurnesjum. Kurr og óánægja sé í íbúum sem eigi skilið almennilega heilbrigðisþjónustu eins og aðrir landsmenn. Velferðarnefnd Alþingis fundaði í gær um þau vandamál sem HSS glímir við og stendur frammi fyrir. Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og kjördæmisins fór fram á að málið yrði tekið fyrir á fundinum. „Ég vildi kalla ráðherra á fund velferðarnefndar vegna þess að það eru stjórnvöld sem bera ábyrgð á heilbrigðisþjónustu við Suðurnesjamenn og þar er heilbrigðisstofnunin fjársvelt. Fjárframlög hafa ekki fylgt íbúafjölgun. síðastliðin tíu ár hefur Suðurnesjamönnum fjölgað um tæp 35%,“ sagði Oddný í samtali við fréttastofu. Fréttastofa hefur undanfarið ár fjallað um ýmis mál tengd stofnuninni. Landlæknir gaftil að mynda út skýrslu síðastliðið haust þar sem fagleg mistök voru tíunduð. „Heilbrigðisstofnun Suðurnesja býr við fjárhagsvanda, hún býr við mönnunarvanda og hún býr við orðsporsvanda. Orðsporið verður auðvitað verra og verra þegar það er ekki til starfsfólk til að mæta þörfum íbúanna og álagið á þá sem fyrir eru er ómanneskjulegt.“ Oddný segir að á HSS vanti tuttugu lækna. „Auðvitað er kurr í íbúum. Þeir eru óánægðir með að fá ekki heilbrigðisþjónustu og nú er staðan þannig að það eru um 5.000 manns sem eru skráðir á heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu vegna þess að þeir fá ekki þjónustu á sínum heimasvæðum. Þetta er vanræksla stjórnvalda gagnvart landshluta þar sem 30 þúsund manns búa og það verður að bregðast við með auknu fjárframlagi og það verður að taka þessa stofnun sérstaklega til athugunar þegar fjármálaáætlun er sett niður og fjárlög eru samþykkt.“ Samfylkingin Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Reykjanesbær Suðurnesjabær Alþingi Vogar Grindavík Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ósáttir íbúar uppnefna HSS „Sláturhús Suðurnesja“ Íbúar Suðurnesja eru margir orðnir langþreyttir á þjónustu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) og kalla hana öllum illum nöfnum. Þeir segja lækna gefa sér lítinn tíma til skoðunar og að rangar greiningar á alvarlegum kvillum séu allt of algengar. 17. febrúar 2022 19:50 Hætt að leita til HSS eftir það sem kom fyrir son hennar Móðir, sem segir son sinn hafa verið sendan heim frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja með alvarlega blæðingu eftir hálskirtlatöku, er hætt að sækja heilbrigðisþjónustu á svæðinu. Lífi drengsins var bjargað degi síðar með aðgerð eftir að hann fór að æla blóði. Við vörum við myndum sem fylgja fréttinni. 15. febrúar 2022 19:35 Líkir endurmenntun Skúla við endurhæfingu barnaníðings á leikskóla Eva Hauksdóttir, dóttir konu sem lést eftir ótímabæra lífslokameðferð á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, segir álit landlæknis í málinu afsanna þá staðhæfingu læknisins sem annaðist móður hennar að málið sé byggt á misskilningi. 13. desember 2021 11:05 Lífslokalæknirinn og meintur misskilningur Fyrrum yfirlæknir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sætir nú lögreglurannsókn. Hann er grunaður um stórkostleg brot í starfi, m.a. að vera valdur að dauða nokkurra sjúklinga sinna. 13. desember 2021 09:30 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira
Velferðarnefnd Alþingis fundaði í gær um þau vandamál sem HSS glímir við og stendur frammi fyrir. Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og kjördæmisins fór fram á að málið yrði tekið fyrir á fundinum. „Ég vildi kalla ráðherra á fund velferðarnefndar vegna þess að það eru stjórnvöld sem bera ábyrgð á heilbrigðisþjónustu við Suðurnesjamenn og þar er heilbrigðisstofnunin fjársvelt. Fjárframlög hafa ekki fylgt íbúafjölgun. síðastliðin tíu ár hefur Suðurnesjamönnum fjölgað um tæp 35%,“ sagði Oddný í samtali við fréttastofu. Fréttastofa hefur undanfarið ár fjallað um ýmis mál tengd stofnuninni. Landlæknir gaftil að mynda út skýrslu síðastliðið haust þar sem fagleg mistök voru tíunduð. „Heilbrigðisstofnun Suðurnesja býr við fjárhagsvanda, hún býr við mönnunarvanda og hún býr við orðsporsvanda. Orðsporið verður auðvitað verra og verra þegar það er ekki til starfsfólk til að mæta þörfum íbúanna og álagið á þá sem fyrir eru er ómanneskjulegt.“ Oddný segir að á HSS vanti tuttugu lækna. „Auðvitað er kurr í íbúum. Þeir eru óánægðir með að fá ekki heilbrigðisþjónustu og nú er staðan þannig að það eru um 5.000 manns sem eru skráðir á heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu vegna þess að þeir fá ekki þjónustu á sínum heimasvæðum. Þetta er vanræksla stjórnvalda gagnvart landshluta þar sem 30 þúsund manns búa og það verður að bregðast við með auknu fjárframlagi og það verður að taka þessa stofnun sérstaklega til athugunar þegar fjármálaáætlun er sett niður og fjárlög eru samþykkt.“
Samfylkingin Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Reykjanesbær Suðurnesjabær Alþingi Vogar Grindavík Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ósáttir íbúar uppnefna HSS „Sláturhús Suðurnesja“ Íbúar Suðurnesja eru margir orðnir langþreyttir á þjónustu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) og kalla hana öllum illum nöfnum. Þeir segja lækna gefa sér lítinn tíma til skoðunar og að rangar greiningar á alvarlegum kvillum séu allt of algengar. 17. febrúar 2022 19:50 Hætt að leita til HSS eftir það sem kom fyrir son hennar Móðir, sem segir son sinn hafa verið sendan heim frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja með alvarlega blæðingu eftir hálskirtlatöku, er hætt að sækja heilbrigðisþjónustu á svæðinu. Lífi drengsins var bjargað degi síðar með aðgerð eftir að hann fór að æla blóði. Við vörum við myndum sem fylgja fréttinni. 15. febrúar 2022 19:35 Líkir endurmenntun Skúla við endurhæfingu barnaníðings á leikskóla Eva Hauksdóttir, dóttir konu sem lést eftir ótímabæra lífslokameðferð á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, segir álit landlæknis í málinu afsanna þá staðhæfingu læknisins sem annaðist móður hennar að málið sé byggt á misskilningi. 13. desember 2021 11:05 Lífslokalæknirinn og meintur misskilningur Fyrrum yfirlæknir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sætir nú lögreglurannsókn. Hann er grunaður um stórkostleg brot í starfi, m.a. að vera valdur að dauða nokkurra sjúklinga sinna. 13. desember 2021 09:30 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira
Ósáttir íbúar uppnefna HSS „Sláturhús Suðurnesja“ Íbúar Suðurnesja eru margir orðnir langþreyttir á þjónustu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) og kalla hana öllum illum nöfnum. Þeir segja lækna gefa sér lítinn tíma til skoðunar og að rangar greiningar á alvarlegum kvillum séu allt of algengar. 17. febrúar 2022 19:50
Hætt að leita til HSS eftir það sem kom fyrir son hennar Móðir, sem segir son sinn hafa verið sendan heim frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja með alvarlega blæðingu eftir hálskirtlatöku, er hætt að sækja heilbrigðisþjónustu á svæðinu. Lífi drengsins var bjargað degi síðar með aðgerð eftir að hann fór að æla blóði. Við vörum við myndum sem fylgja fréttinni. 15. febrúar 2022 19:35
Líkir endurmenntun Skúla við endurhæfingu barnaníðings á leikskóla Eva Hauksdóttir, dóttir konu sem lést eftir ótímabæra lífslokameðferð á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, segir álit landlæknis í málinu afsanna þá staðhæfingu læknisins sem annaðist móður hennar að málið sé byggt á misskilningi. 13. desember 2021 11:05
Lífslokalæknirinn og meintur misskilningur Fyrrum yfirlæknir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sætir nú lögreglurannsókn. Hann er grunaður um stórkostleg brot í starfi, m.a. að vera valdur að dauða nokkurra sjúklinga sinna. 13. desember 2021 09:30