Vinnum að friði! Guttormur Þorsteinsson og Stefán Pálsson skrifa 9. mars 2022 07:31 Á níunda áratug síðustu aldar var veröldin á heljarþröm. Risaveldin kepptust við að stækka vopnabúr sín og óttast var að heimsstyrjöld gæti brotist út, jafnvel bara fyrir mistök eða misskilnings. Forystumenn hernaðarveldanna virtust úr takti við almenning og sumir taldir vart með öllum mjalla. Þau sem lifðu þessa tíma muna sífellda kjarnorkuógnina sem gat minnt á sig við sakleysislegustu aðstæður. En þessi ár voru líka tími öflugrar friðarhreyfingar. Út um allt voru starfandi litlir hópar sem hvöttu til afvopnunar og töluðu máli friðsamlegra lausna á deilumálum heimsins. Ýmsar stéttir stofnuðu sín eigin friðarsamtök. Má þar nefna listamenn, heilbrigðisstéttir og menntastéttir. Innan verkalýðshreyfingarinnar mátti finna öfluga friðarhópa og sama gildir um kirkjudeildir og trúfélög. Við lok kalda stríðsins dró skiljanlega úr kraftinum í þessari baráttu. Önnur brýn mál kölluðu á orku og starfsþrek hugsjónafólks. Óþarft er að fjölyrða um þá stöðu sem nú blasir við okkur á alþjóðavettvangi. Blóðugt stríð fer nú fram í Evrópu og nægir eru til þess að hella olíu á eldinn. Hernaðarsinnar ganga á lagið og kalla eftir meiri útgjöldum til vígvæðingar, fleiri vopnum og stærri. Við þær aðstæður eru mikilvægara en nokkru sinni fyrr að raddir friðarsinna heyrist hátt og snjallt. Við hvetjum frjáls félagasamtök, fagfélög, trúfélög og verkalýðshreyfingu til að blása lífi í gamlar hugsjónir um frið og afvopnun og koma á nýjan leik upp friðarhópum sem geta lagt skynsamlegt og gott til í heimi sem virðist einbeittur í að tortíma sér. Oft var þörf en nú er nauðsyn! Guttormur Þorsteinsson, formaður Samtaka hernaðarandstæðingaStefán Pálsson, ritari Samtaka hernaðarandstæðinga Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Guttormur Þorsteinsson Stefán Pálsson Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum martha árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Á níunda áratug síðustu aldar var veröldin á heljarþröm. Risaveldin kepptust við að stækka vopnabúr sín og óttast var að heimsstyrjöld gæti brotist út, jafnvel bara fyrir mistök eða misskilnings. Forystumenn hernaðarveldanna virtust úr takti við almenning og sumir taldir vart með öllum mjalla. Þau sem lifðu þessa tíma muna sífellda kjarnorkuógnina sem gat minnt á sig við sakleysislegustu aðstæður. En þessi ár voru líka tími öflugrar friðarhreyfingar. Út um allt voru starfandi litlir hópar sem hvöttu til afvopnunar og töluðu máli friðsamlegra lausna á deilumálum heimsins. Ýmsar stéttir stofnuðu sín eigin friðarsamtök. Má þar nefna listamenn, heilbrigðisstéttir og menntastéttir. Innan verkalýðshreyfingarinnar mátti finna öfluga friðarhópa og sama gildir um kirkjudeildir og trúfélög. Við lok kalda stríðsins dró skiljanlega úr kraftinum í þessari baráttu. Önnur brýn mál kölluðu á orku og starfsþrek hugsjónafólks. Óþarft er að fjölyrða um þá stöðu sem nú blasir við okkur á alþjóðavettvangi. Blóðugt stríð fer nú fram í Evrópu og nægir eru til þess að hella olíu á eldinn. Hernaðarsinnar ganga á lagið og kalla eftir meiri útgjöldum til vígvæðingar, fleiri vopnum og stærri. Við þær aðstæður eru mikilvægara en nokkru sinni fyrr að raddir friðarsinna heyrist hátt og snjallt. Við hvetjum frjáls félagasamtök, fagfélög, trúfélög og verkalýðshreyfingu til að blása lífi í gamlar hugsjónir um frið og afvopnun og koma á nýjan leik upp friðarhópum sem geta lagt skynsamlegt og gott til í heimi sem virðist einbeittur í að tortíma sér. Oft var þörf en nú er nauðsyn! Guttormur Þorsteinsson, formaður Samtaka hernaðarandstæðingaStefán Pálsson, ritari Samtaka hernaðarandstæðinga
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar