Vill fá klukku á vegg Alþingis Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. mars 2022 16:07 Tómas Tómasson vill geta fylgst með því hvernig tímanum líður, á vegg Alþingis. Vísir/Vilhelm Tómas A. Tómasson, þingmaður Flokks fólksins, telur tímabært að fá klukku á vegginn í þingsal Alþingis. Hún myndi sóma sér vel líkt og málverkið af Jóni Sigurðssyni. Þetta kom fram í ræðu Tómasar undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. Þar sagði hann myndina af Jóni ágæta. „Ég legg til að þarna komi klukka, hugguleg klukka sem við getum horft á alltaf þegar maður vill alltaf vita hvað klukkan er,“ sagði Tómas og uppskar jákvæð viðbrögð úr salnum. Klukkan myndi sóma sér vel á veggnum beint á móti málverkinu af Jóni í hinum enda salarins. En það er klukka! Þingmaðurinn og Píratinn Björn Leví Gunnarsson hefur reyndar bent á, og greint frá því á sinni Facebooksíðu eftir að þessi frétt birtist, að það sé klukka í þingsalnum: „Það er klukka, beint fyrir framan ræðustólinn. Beint fyrir ofan hurðina.“ En þá ber til þess að líta að að Björn Leví hefur verið lengur á þingi en Tómas og þekkir sig betur í salnum. Tómas sagði einnig sögu af vinkonu sem skellti sér til Ítalíu í skíðaferð á dögunum. Dásamleg ferð en henni hefði blöskrað allir þeir pappírar sem hafa þyrfti meðferðis. Meðal annars trygging ef maður yrði valdur að slysi í skíðabrekkunum. Til að koma í veg fyrir að maður verði skaðabótaskyldur. Tómas segist hafa farið að hugsa. Málverkið af Jóni Sigurðssyni er lengst til hægri á myndinni. Tómas vill klukku á vegginn gegnt myndinni af Jóni.Vísir/Vilhelm „Við erum hérna með dásamlegar flugbjörgunarsveitir úti um allt land, fólk sem er í sjálfboðavinnu. Við erum með Landhelgisgæslu sem er með þyrlur. Fari einhver maður upp á fjöll og lendir í ógöngum eru komnir kannski 50, 60, 70 einstaklingar með dýran útbúnað. Þetta kostar tugi milljóna að hjálpa fólki sem fer stundum og oft á tíðum í hálfgerðum óvitaskap upp á fjöll,“ sagði Tómas. Vill að björgunarsveitir fái einkarétt á sölu flugelda Stórt útkall var á Vatnajökli í gær þar sem ferðamönnum var komið til bjargar. Ekki er langt síðan bjarga þurfti tveimur öðrum skíðagönguköppum á jöklinum. Tómas leggur til að tekið verði til alvarlegrar skoðunar hvort ferðamenn sem komi til landsins, og ætli að njóta fjallamennsku og náttúru, þurfi ekki sjálfir að bera ábyrgð á ferðum sínum. „Af því að þetta er kostnaðarsamt. Ég legg líka til í leiðinni að allar björgunarsveitir fái einkasölu á flugeldum um áramót. Það er alveg út í hött að leyfa venjulegu fólki að flytja inn flugelda og taka aðaltekjulindirnar, frá bæði, íþróttafélögum og björgunarsveitum.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Björgunarsveitir Flugeldar Flokkur fólksins Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Fleiri fréttir „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Sjá meira
Þetta kom fram í ræðu Tómasar undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. Þar sagði hann myndina af Jóni ágæta. „Ég legg til að þarna komi klukka, hugguleg klukka sem við getum horft á alltaf þegar maður vill alltaf vita hvað klukkan er,“ sagði Tómas og uppskar jákvæð viðbrögð úr salnum. Klukkan myndi sóma sér vel á veggnum beint á móti málverkinu af Jóni í hinum enda salarins. En það er klukka! Þingmaðurinn og Píratinn Björn Leví Gunnarsson hefur reyndar bent á, og greint frá því á sinni Facebooksíðu eftir að þessi frétt birtist, að það sé klukka í þingsalnum: „Það er klukka, beint fyrir framan ræðustólinn. Beint fyrir ofan hurðina.“ En þá ber til þess að líta að að Björn Leví hefur verið lengur á þingi en Tómas og þekkir sig betur í salnum. Tómas sagði einnig sögu af vinkonu sem skellti sér til Ítalíu í skíðaferð á dögunum. Dásamleg ferð en henni hefði blöskrað allir þeir pappírar sem hafa þyrfti meðferðis. Meðal annars trygging ef maður yrði valdur að slysi í skíðabrekkunum. Til að koma í veg fyrir að maður verði skaðabótaskyldur. Tómas segist hafa farið að hugsa. Málverkið af Jóni Sigurðssyni er lengst til hægri á myndinni. Tómas vill klukku á vegginn gegnt myndinni af Jóni.Vísir/Vilhelm „Við erum hérna með dásamlegar flugbjörgunarsveitir úti um allt land, fólk sem er í sjálfboðavinnu. Við erum með Landhelgisgæslu sem er með þyrlur. Fari einhver maður upp á fjöll og lendir í ógöngum eru komnir kannski 50, 60, 70 einstaklingar með dýran útbúnað. Þetta kostar tugi milljóna að hjálpa fólki sem fer stundum og oft á tíðum í hálfgerðum óvitaskap upp á fjöll,“ sagði Tómas. Vill að björgunarsveitir fái einkarétt á sölu flugelda Stórt útkall var á Vatnajökli í gær þar sem ferðamönnum var komið til bjargar. Ekki er langt síðan bjarga þurfti tveimur öðrum skíðagönguköppum á jöklinum. Tómas leggur til að tekið verði til alvarlegrar skoðunar hvort ferðamenn sem komi til landsins, og ætli að njóta fjallamennsku og náttúru, þurfi ekki sjálfir að bera ábyrgð á ferðum sínum. „Af því að þetta er kostnaðarsamt. Ég legg líka til í leiðinni að allar björgunarsveitir fái einkasölu á flugeldum um áramót. Það er alveg út í hött að leyfa venjulegu fólki að flytja inn flugelda og taka aðaltekjulindirnar, frá bæði, íþróttafélögum og björgunarsveitum.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Björgunarsveitir Flugeldar Flokkur fólksins Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Fleiri fréttir „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Sjá meira