Eldsneytisverð muni sveiflast mikið á næstu vikum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. mars 2022 18:01 Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1. N1 Framkvæmdastjóri N1 telur líklegt að miklar sveiflur verði í eldsneytisverði á næstu dögum og vikum. Bensínverð fór yfir 300 krónur á lítrann í dag hjá flestum stöðvum á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar á landinu. Bensínverð hefu hækkað umtalsvert síðustu vikurnar, ekki síst í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu og hækkandi heimsmarkaðsverðs. „Mér finnst ekkert ólíklegt að á næstu dögum og vikum munum við sjá miklar sveiflur í heimsmarkaðsverði á eldsneyti, bæði upp og niður. Á meðan þetta óhugnanlega, ömurlega stríð ríkir þá er hættan á að eldsneytisverð muni frekar fara upp,“ segir Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1, sem ræddi hækkandi eldsneytisverð í Reykjavík sídegis á Bylgjunni fyrr í dag. Markaðurinn leiðrétti sig hratt ljúki stríðinu Hann segir þennan markað hér á landi líka talsverða spákaupmennsku. Ólíklegt sé að á Vesturlöndum sé nokkurs staðar skortur á eldsneyti úti á bensínstöðvum. „Menn eru að lesa fréttir og sjá fyrir sér skort í Bandaríkjunum og í Evrópu til lengri tíma litið ef ástandið varir áfram. Hins vegar held ég að ef að menn ljúka þessu ömurlega stríði þá muni markaðurinn leiðrétta sig hratt,“ segir Hinrik. Birgðarstaða á landinu er nokkuð góð sem Hinrik segir að miklu leiti mega rekja til þess að allt eldsneyti, alla vega það sem N1 selur, sé keypt frá Noregi. Flutningsleið olíunnar sé þar að auki stutt sem hafi áhrif á verðið. Heimsmarkaðsverð hafi þá hækkað mun meira en söluverð hér á landi. „Við getum bent á það að núna í marsmánuði, frá meðalverði febrúar til dagsins í dag hefur heimsmarkaðsverð á dísilolíu hækkað um sjötíu prósent. Söluverð okkar hefur hækkað um ellefu eða tólf prósent, ef ég man rétt, á sama tíma þannig að það er ekki svo,“ segir Hinrik. Óttast að markaðurinn bregðist ýkt við „Við höfum reynt að takmarka okkar hækkanir. Við skynjum ólgu landsmanna og ótta landsmanna við hækkanir almennt. Ég held hins vegar að það sé ekki fylgst með nokkrum markaði á Íslandi eins og eldsneytisverði. Okkar verð hækka og lækka í takt við heimsmarkaðsverð.“ Starfsmenn N1 fari yfir heimsmarkaðsverð oft á dag til að fylgjast með stöðunni og bregðast eins hratt við og hægt er. „Það er enginn hagur í því fyrir okkur að eldsneytisverð rjúki upp. Okkar hagur er að markaðirnir séu stöðugir og krónan helst stöðug. Það er fyrir okkur hið fullkomna ástand. Í dag var markaðurinn í lækkunum sem er jákvætt og vonandi heldur það áfram. En ég óttast það að markaðurinn muni bregðast mjög ýkt við öllum fréttum, bæði upp og niður,“ segir Hinrik. Bensín og olía Neytendur Verðlag Bílar Tengdar fréttir Viðlíka verðhækkun í Evrópu ekki sést í manna minnum „Þetta er auðvitað skelfileg verðþróun. Við sjáum það bara að á tíu dögum hefur verðið hækkað um 20 kr. til neytenda á útsölustöðum og það sér ekki endilega fyrir endann á þessu þannig að við vitum ekki hvað morgundagurinn ber í skauti sér.“ 9. mars 2022 13:17 Þróun hrávöruverðs varpar ljósi á mikilvægi raforkuframleiðslu á Íslandi Stórkostlegar hækkanir á hrávöruverði eru áminning um mikilvægi raforkuframleiðslu hér á landi og þær varpa jafnframt ljósi á það hversu mikill ávinningur felst í því að framleiða íslenskt eldsneyti sem knýr farartæki. Þetta segir Ketill Sigurjónsson, sérfræðingur í orkumálum og framkvæmdastjóri vindorkufyrirtækisins Zephyr Iceland. 9. mars 2022 13:00 Stríðsátökin „varpa skugga á allt annað,“ fjárfestar búast áfram við miklum sveiflum Þróun stríðsátakanna í Úkraínu og skilaboð bandaríska seðlabankans í næstu viku eru þeir þættir sem munu ráða mestu um stefnu markaða næstu daga og vikur. „Það er líklegt að sveiflur verði áfram miklar enda er ekki að sjá neina lausn í sjónmáli,“ segir Davíð Stefánsson, sjóðsstjóri hjá Akta. 8. mars 2022 12:04 Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Sjá meira
Bensínverð hefu hækkað umtalsvert síðustu vikurnar, ekki síst í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu og hækkandi heimsmarkaðsverðs. „Mér finnst ekkert ólíklegt að á næstu dögum og vikum munum við sjá miklar sveiflur í heimsmarkaðsverði á eldsneyti, bæði upp og niður. Á meðan þetta óhugnanlega, ömurlega stríð ríkir þá er hættan á að eldsneytisverð muni frekar fara upp,“ segir Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1, sem ræddi hækkandi eldsneytisverð í Reykjavík sídegis á Bylgjunni fyrr í dag. Markaðurinn leiðrétti sig hratt ljúki stríðinu Hann segir þennan markað hér á landi líka talsverða spákaupmennsku. Ólíklegt sé að á Vesturlöndum sé nokkurs staðar skortur á eldsneyti úti á bensínstöðvum. „Menn eru að lesa fréttir og sjá fyrir sér skort í Bandaríkjunum og í Evrópu til lengri tíma litið ef ástandið varir áfram. Hins vegar held ég að ef að menn ljúka þessu ömurlega stríði þá muni markaðurinn leiðrétta sig hratt,“ segir Hinrik. Birgðarstaða á landinu er nokkuð góð sem Hinrik segir að miklu leiti mega rekja til þess að allt eldsneyti, alla vega það sem N1 selur, sé keypt frá Noregi. Flutningsleið olíunnar sé þar að auki stutt sem hafi áhrif á verðið. Heimsmarkaðsverð hafi þá hækkað mun meira en söluverð hér á landi. „Við getum bent á það að núna í marsmánuði, frá meðalverði febrúar til dagsins í dag hefur heimsmarkaðsverð á dísilolíu hækkað um sjötíu prósent. Söluverð okkar hefur hækkað um ellefu eða tólf prósent, ef ég man rétt, á sama tíma þannig að það er ekki svo,“ segir Hinrik. Óttast að markaðurinn bregðist ýkt við „Við höfum reynt að takmarka okkar hækkanir. Við skynjum ólgu landsmanna og ótta landsmanna við hækkanir almennt. Ég held hins vegar að það sé ekki fylgst með nokkrum markaði á Íslandi eins og eldsneytisverði. Okkar verð hækka og lækka í takt við heimsmarkaðsverð.“ Starfsmenn N1 fari yfir heimsmarkaðsverð oft á dag til að fylgjast með stöðunni og bregðast eins hratt við og hægt er. „Það er enginn hagur í því fyrir okkur að eldsneytisverð rjúki upp. Okkar hagur er að markaðirnir séu stöðugir og krónan helst stöðug. Það er fyrir okkur hið fullkomna ástand. Í dag var markaðurinn í lækkunum sem er jákvætt og vonandi heldur það áfram. En ég óttast það að markaðurinn muni bregðast mjög ýkt við öllum fréttum, bæði upp og niður,“ segir Hinrik.
Bensín og olía Neytendur Verðlag Bílar Tengdar fréttir Viðlíka verðhækkun í Evrópu ekki sést í manna minnum „Þetta er auðvitað skelfileg verðþróun. Við sjáum það bara að á tíu dögum hefur verðið hækkað um 20 kr. til neytenda á útsölustöðum og það sér ekki endilega fyrir endann á þessu þannig að við vitum ekki hvað morgundagurinn ber í skauti sér.“ 9. mars 2022 13:17 Þróun hrávöruverðs varpar ljósi á mikilvægi raforkuframleiðslu á Íslandi Stórkostlegar hækkanir á hrávöruverði eru áminning um mikilvægi raforkuframleiðslu hér á landi og þær varpa jafnframt ljósi á það hversu mikill ávinningur felst í því að framleiða íslenskt eldsneyti sem knýr farartæki. Þetta segir Ketill Sigurjónsson, sérfræðingur í orkumálum og framkvæmdastjóri vindorkufyrirtækisins Zephyr Iceland. 9. mars 2022 13:00 Stríðsátökin „varpa skugga á allt annað,“ fjárfestar búast áfram við miklum sveiflum Þróun stríðsátakanna í Úkraínu og skilaboð bandaríska seðlabankans í næstu viku eru þeir þættir sem munu ráða mestu um stefnu markaða næstu daga og vikur. „Það er líklegt að sveiflur verði áfram miklar enda er ekki að sjá neina lausn í sjónmáli,“ segir Davíð Stefánsson, sjóðsstjóri hjá Akta. 8. mars 2022 12:04 Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Sjá meira
Viðlíka verðhækkun í Evrópu ekki sést í manna minnum „Þetta er auðvitað skelfileg verðþróun. Við sjáum það bara að á tíu dögum hefur verðið hækkað um 20 kr. til neytenda á útsölustöðum og það sér ekki endilega fyrir endann á þessu þannig að við vitum ekki hvað morgundagurinn ber í skauti sér.“ 9. mars 2022 13:17
Þróun hrávöruverðs varpar ljósi á mikilvægi raforkuframleiðslu á Íslandi Stórkostlegar hækkanir á hrávöruverði eru áminning um mikilvægi raforkuframleiðslu hér á landi og þær varpa jafnframt ljósi á það hversu mikill ávinningur felst í því að framleiða íslenskt eldsneyti sem knýr farartæki. Þetta segir Ketill Sigurjónsson, sérfræðingur í orkumálum og framkvæmdastjóri vindorkufyrirtækisins Zephyr Iceland. 9. mars 2022 13:00
Stríðsátökin „varpa skugga á allt annað,“ fjárfestar búast áfram við miklum sveiflum Þróun stríðsátakanna í Úkraínu og skilaboð bandaríska seðlabankans í næstu viku eru þeir þættir sem munu ráða mestu um stefnu markaða næstu daga og vikur. „Það er líklegt að sveiflur verði áfram miklar enda er ekki að sjá neina lausn í sjónmáli,“ segir Davíð Stefánsson, sjóðsstjóri hjá Akta. 8. mars 2022 12:04
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“