Íhaldsmaður kjörinn nýr forseti Suður-Kóreu Atli Ísleifsson skrifar 10. mars 2022 08:23 Yoon Suk-yeol er nýr forseti Suður-Kóreu. Hann hefur áður starfað sem ríkissaksóknari landsins. AP Íhaldsmaðurinn Yoon Suk-yeol er nýr forseti Suður-Kóreu. Hann vann nauman sigur í forsetakosningum þar sem hann hafði betur gegn Lee Jae-myung, frambjóðenda stjórnarflokksins Lýðræðsflokksins. Yoon, sem er að stíga sín fyrstu skref í stjórnmálum, hét því í kosningabaráttunni að berjast gegn stéttarskiptingu í landinu og sagði niðurstöður kosninganna „mikinn sigur fyrir suður-kóresku þjóðina“. Innan við eitt prósent munaði á atkvæðum þeirra Yoon og Lee. Yoon, sem hefur áður starfað sem ríkissaksóknari landsins og lögmaður, ávarpaði stuðningsmenn sína seint í nótt og sagðist þar ætla að sem forseti að huga að lífsafkomu Suður-Kóreumanna, tryggja „hlýja“ velferðarþjónustu fyrir bágstagga og gera allt sem í hans valdi stæði til að tryggja að Suður-Kórea verði stoltur og ábyrgur meðlimur í samfélagi þjóða og hinum frjálsa heimi. Í frétt BBC segir að báðir frambjóðendur, þeir Yoon og Lee, hafi átt á brattann að sækja og var baráttunni lýst sem „baráttu hinna óvinsælu“. Þrátt fyrir það reyndist kjörsókn nokkuð mikil, eða 77 prósent. Lee Jae-myung beið lægri hlut í forsetakosningunum.AP Kosningabaráttan snerist að stærstum hluta um hækkandi húsnæðisverð í landinu, stöðnun í efnahagslífi landsins, hátt hlutfall atvinnulausra í yngstu aldurshópunum og kynjamisrétti. Yoon naut sérstakra vinsælda meðal ungra karlmanna sem margir hverjir fullyrtu að ekkert kerfisbundið kynjamisrétti væri að finna í Suður-Kóreu. Yoon sagðist sömuleiðs ætla sér að leggja niður ráðuneyti kynjajafnréttis- og fjölskyldumála kæmist hann til valda. Um utanríkismálin sagðist Yoon vilja að „endurstilla“ samskiptin við Kínverja og Norður-Kóreu á sama tíma og hann hefur gefið í skyn að hann vilja auka samstarfið við Bandaríkin. Yoon tekur við embættinu af Moon Jae-in, en stjórnarskrá landsins kemur í veg fyrir að forseti geti setið lengur en í fimm ár. Lýðræðisflokkurinn er með meirihluta á þinginu, svo erfiðlega gæti gengið fyrir Yoon að ná einhverjum baráttumálum sínum í gegn. Suður-Kórea Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eldur logar í Hafnarfirði Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Sjá meira
Yoon, sem er að stíga sín fyrstu skref í stjórnmálum, hét því í kosningabaráttunni að berjast gegn stéttarskiptingu í landinu og sagði niðurstöður kosninganna „mikinn sigur fyrir suður-kóresku þjóðina“. Innan við eitt prósent munaði á atkvæðum þeirra Yoon og Lee. Yoon, sem hefur áður starfað sem ríkissaksóknari landsins og lögmaður, ávarpaði stuðningsmenn sína seint í nótt og sagðist þar ætla að sem forseti að huga að lífsafkomu Suður-Kóreumanna, tryggja „hlýja“ velferðarþjónustu fyrir bágstagga og gera allt sem í hans valdi stæði til að tryggja að Suður-Kórea verði stoltur og ábyrgur meðlimur í samfélagi þjóða og hinum frjálsa heimi. Í frétt BBC segir að báðir frambjóðendur, þeir Yoon og Lee, hafi átt á brattann að sækja og var baráttunni lýst sem „baráttu hinna óvinsælu“. Þrátt fyrir það reyndist kjörsókn nokkuð mikil, eða 77 prósent. Lee Jae-myung beið lægri hlut í forsetakosningunum.AP Kosningabaráttan snerist að stærstum hluta um hækkandi húsnæðisverð í landinu, stöðnun í efnahagslífi landsins, hátt hlutfall atvinnulausra í yngstu aldurshópunum og kynjamisrétti. Yoon naut sérstakra vinsælda meðal ungra karlmanna sem margir hverjir fullyrtu að ekkert kerfisbundið kynjamisrétti væri að finna í Suður-Kóreu. Yoon sagðist sömuleiðs ætla sér að leggja niður ráðuneyti kynjajafnréttis- og fjölskyldumála kæmist hann til valda. Um utanríkismálin sagðist Yoon vilja að „endurstilla“ samskiptin við Kínverja og Norður-Kóreu á sama tíma og hann hefur gefið í skyn að hann vilja auka samstarfið við Bandaríkin. Yoon tekur við embættinu af Moon Jae-in, en stjórnarskrá landsins kemur í veg fyrir að forseti geti setið lengur en í fimm ár. Lýðræðisflokkurinn er með meirihluta á þinginu, svo erfiðlega gæti gengið fyrir Yoon að ná einhverjum baráttumálum sínum í gegn.
Suður-Kórea Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eldur logar í Hafnarfirði Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Sjá meira