Bótaskylda viðurkennd eftir að kona datt í dimmum stiga í ræktinni Atli Ísleifsson skrifar 10. mars 2022 13:21 Tryggingafélagið TM er jafnframt dæmt til að greiða konunni tæpar tvær milljónir í málskostnað. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur viðurkennt skaðabótaskyldu tryggingafélagsins TM vegna líkamstjóns sem kona hlaut eftir að hafa dottið niður stiga í líkamsræktarstöð árið 2019. Dómurinn taldi að slysið mætti rekja til ófullnægjandi lýsingar í stiganum. Í dómnum kemur fram að konan hafi verið á leið upp á efri hæð líkamsræktarstöðvarinnar en á leiðinni hafi hún fallið í stiganum þannig að hún hitti ekki á tröppuna sem hún ætlaði að stíga í og féll á tröppuna fyrir ofan. Við fallið fékk konan högg á vinstra læri, bólgu og mar, og leitaði í kjölfarið aðhlynningar á bráðamóttöku. Kom í ljós að um væri að ræða blæðingu inn í vöðva. Síðar kom í ljós að hún hafði fengið taugaskaða sem ylli viðvarandi verkjum. Sömuleiðis voru niðurstöður bæklunarlæknis árið 2021 þær, að varanleg læknisfræðileg örorka konunnar teldist fimm prósent. Stiginn sem um ræðir er byggður úr stáli, þrískiptur og umvafinn lyftuhúsi. Starfsmenn líkamsræktarstöðvarinnar bættu við merkingum í stiganum eftir ábendingar konunnar eftir slysið. Ekki forsvaranleg lýsing Við upphaf aðalmeðferðar fóru dómarar og málsaðilar á vettvang, fyrir sólarupprás til að aðstæður væru með sem líkustum hætti og þegar slysið varð. Öll vitni í málinu minnti til að tröppurnar hafi verið dökkar á lit og lýsing hafi verið lítil þegar slysið varð. Það var mat dómsins að lýsingin í stiganum hafi verið alls ófullnægjandi og að slysið verði aðallega rakið til þess, enda aðbúnaðurinn ekki í samræmi við ákvæði byggingarreglugerðar. „Þannig er það mat dómsins, með vísan til vettvangsgöngu, að lýsing á umræddum slysstað hafi ekki verið forsvaranleg og umbúnaður í stiganum þar með ekki verið nægilega öruggur,“ segir í dómnum. Því sé rekstraraðili líkamsræktarstöðvarinnar talinn eiga sök á tjóni konunnar. TM er jafnframt dæmt til að greiða konunni tæpar tvær milljónir króna í málskostnað. Dómsmál Líkamsræktarstöðvar Slysavarnir Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira
Í dómnum kemur fram að konan hafi verið á leið upp á efri hæð líkamsræktarstöðvarinnar en á leiðinni hafi hún fallið í stiganum þannig að hún hitti ekki á tröppuna sem hún ætlaði að stíga í og féll á tröppuna fyrir ofan. Við fallið fékk konan högg á vinstra læri, bólgu og mar, og leitaði í kjölfarið aðhlynningar á bráðamóttöku. Kom í ljós að um væri að ræða blæðingu inn í vöðva. Síðar kom í ljós að hún hafði fengið taugaskaða sem ylli viðvarandi verkjum. Sömuleiðis voru niðurstöður bæklunarlæknis árið 2021 þær, að varanleg læknisfræðileg örorka konunnar teldist fimm prósent. Stiginn sem um ræðir er byggður úr stáli, þrískiptur og umvafinn lyftuhúsi. Starfsmenn líkamsræktarstöðvarinnar bættu við merkingum í stiganum eftir ábendingar konunnar eftir slysið. Ekki forsvaranleg lýsing Við upphaf aðalmeðferðar fóru dómarar og málsaðilar á vettvang, fyrir sólarupprás til að aðstæður væru með sem líkustum hætti og þegar slysið varð. Öll vitni í málinu minnti til að tröppurnar hafi verið dökkar á lit og lýsing hafi verið lítil þegar slysið varð. Það var mat dómsins að lýsingin í stiganum hafi verið alls ófullnægjandi og að slysið verði aðallega rakið til þess, enda aðbúnaðurinn ekki í samræmi við ákvæði byggingarreglugerðar. „Þannig er það mat dómsins, með vísan til vettvangsgöngu, að lýsing á umræddum slysstað hafi ekki verið forsvaranleg og umbúnaður í stiganum þar með ekki verið nægilega öruggur,“ segir í dómnum. Því sé rekstraraðili líkamsræktarstöðvarinnar talinn eiga sök á tjóni konunnar. TM er jafnframt dæmt til að greiða konunni tæpar tvær milljónir króna í málskostnað.
Dómsmál Líkamsræktarstöðvar Slysavarnir Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira