Úkraína varð að gefa frá sér möguleikann á stórmóti með strákunum okkar Sindri Sverrisson skrifar 10. mars 2022 15:30 Oleksandr Tilte og liðsfélagar hans í úkraínska landsliðinu léku á EM í janúar en fá ekki að freista þess að komast inn á HM sem fram fer í janúar á næsta ári. Getty Á meðan að strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í handbolta freista þess í næsta mánuði að tryggja sig inn á HM 2023 eiga Úkraínumenn ekki lengur möguleika á því vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Úkraína átti að mæta Finnlandi í umspilsleikjum í þessum mánuði en ekkert verður af þeim vegna stríðsins. Handknattleikssamband Evrópu, EHF, greindi frá því í gær að úkraínska handknattleikssambandið hefði upplýst EHF um að vegna núverandi stöðu gæti Úkraína ekki splað leikina tvo sem fara áttu fram 16. og 20. mars. Finnum var því úrskurðaður 10:0-sigur í báðum leikjum og þeir komast áfram. The matches are cancelled and assessed with 10:0 goals for Finland. Finland subsequently advances to the Phase 2 play-offs.— EHF (@EHF_Activities) March 9, 2022 Finnland mætir því Króatíu í apríl í tveimur leikjum um sæti á HM. Ísland mætir sigurvegaranum úr einvígi Austurríkis og Eistlands í sama umspili. Rússar og Hvít-Rússar dæmdir úr keppni Áður hafði Rússlandi og Hvíta-Rússlandi verið vísað úr keppni vegna innrásarinnar í Úkraínu. Þar með er einvígi Slóvakíu og Belgíu um laust sæti á HM en ekki um það að mæta Rússum í umspili, og Færeyingar komust beint á seinna stig umspilsins því þeir áttu að mæta Hvít-Rússum á fyrra stiginu. Færeyjar mæta Þýskalandi á seinna stiginu í apríl. Úkraínumenn hafa tvívegis verið með á HM, síðast árið 2007, og komist inn á tvö síðustu lokamót EM en þeir urðu í 24. og neðsta sæti á EM í janúar. HM 2023 fer fram í Svíþjóð og Póllandi í janúar á næsta ári. HM 2023 í handbolta Innrás Rússa í Úkraínu Handbolti Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Sjá meira
Úkraína átti að mæta Finnlandi í umspilsleikjum í þessum mánuði en ekkert verður af þeim vegna stríðsins. Handknattleikssamband Evrópu, EHF, greindi frá því í gær að úkraínska handknattleikssambandið hefði upplýst EHF um að vegna núverandi stöðu gæti Úkraína ekki splað leikina tvo sem fara áttu fram 16. og 20. mars. Finnum var því úrskurðaður 10:0-sigur í báðum leikjum og þeir komast áfram. The matches are cancelled and assessed with 10:0 goals for Finland. Finland subsequently advances to the Phase 2 play-offs.— EHF (@EHF_Activities) March 9, 2022 Finnland mætir því Króatíu í apríl í tveimur leikjum um sæti á HM. Ísland mætir sigurvegaranum úr einvígi Austurríkis og Eistlands í sama umspili. Rússar og Hvít-Rússar dæmdir úr keppni Áður hafði Rússlandi og Hvíta-Rússlandi verið vísað úr keppni vegna innrásarinnar í Úkraínu. Þar með er einvígi Slóvakíu og Belgíu um laust sæti á HM en ekki um það að mæta Rússum í umspili, og Færeyingar komust beint á seinna stig umspilsins því þeir áttu að mæta Hvít-Rússum á fyrra stiginu. Færeyjar mæta Þýskalandi á seinna stiginu í apríl. Úkraínumenn hafa tvívegis verið með á HM, síðast árið 2007, og komist inn á tvö síðustu lokamót EM en þeir urðu í 24. og neðsta sæti á EM í janúar. HM 2023 fer fram í Svíþjóð og Póllandi í janúar á næsta ári.
HM 2023 í handbolta Innrás Rússa í Úkraínu Handbolti Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Sjá meira