Hver erum við? Sandra B. Franks skrifar 11. mars 2022 08:31 Við sinnum nærhjúkrun. Við aðstoðum ykkur. Stundum erum við á hlaupum við að aðstoða ykkur og hvetja. Þegar við getum þá eigið þið allan okkar tíma. Við erum með ykkur á ykkar viðkvæmustu tímum. Við vökum á nóttunni og erum hjá ykkur allan sólahringinn alla daga ársins, á jólunum, páskunum og á bestu dögum sumarsins, og við vinnum mikið. Við erum á vaktinni í heimsfaraldri, og við förum líka heim til ykkar. Við sinnum kjarnastarfi heimahjúkrunar. Við erum ekki ein. Við vinnum af fagmennsku í teymum með öðru frábæru starfsfólki. Þið munið ekki komast hjá því að kynnast okkur. Sérstaklega þegar þið eldist eða missið þrek og heilsu. Þá þurfið þið á okkur að halda. Um 98% af okkur eru konur. - Við erum sjúkraliðar! Við vitum að þið vitið Starf sjúkraliðans er ótrúlega gefandi. Verkefnin eru fjölbreytileg og hver dagur er ólíkur þeim fyrri. Vinnan getur verið krefjandi og erfið en þetta er gott starf. Mikið væri heimur okkar betri ef sjúkraliðastarfið væri metið að verðleikum til hærri launa, því starfið okkar er mjög svo mikilvægt. Við vitum það og við vitum að þið vitið það. Ráðherrar vita það. Stundum er talað um að jafna kynbundinn launamun, ekki síst í ljósi hins kynskipta vinnumarkaðs. Munið að 98% sjúkraliðar eru konur. Og munið líka hvað við sjúkraliðar gerum og hvenær við gerum það. Kæri ráðherra Kæri forsætisráðherra, fjármálaráðherra, heilbrigðisráðherra og félagsmálaráðherra. Nú er lag að framkvæma ykkar góðu orð um jafnréttismál. Framundan eru kjarasamningar, en núna standa þó yfir viðræður um marga stofnanasamninga sem heyra undir ykkur. - Nú er lag. Þið eru tímabundið í ykkar störfum en raunverulegt kjaraframlag í jafnréttisátt mun lifa ótímabundið áfram. Þið munið þurfa á aðstoð sjúkraliða að halda áður en þið vitið af. Og við munum sinna ykkur af fagmennsku og alúð. Nú biðjum við ykkur um að hugsa aðeins um okkur. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Við sinnum nærhjúkrun. Við aðstoðum ykkur. Stundum erum við á hlaupum við að aðstoða ykkur og hvetja. Þegar við getum þá eigið þið allan okkar tíma. Við erum með ykkur á ykkar viðkvæmustu tímum. Við vökum á nóttunni og erum hjá ykkur allan sólahringinn alla daga ársins, á jólunum, páskunum og á bestu dögum sumarsins, og við vinnum mikið. Við erum á vaktinni í heimsfaraldri, og við förum líka heim til ykkar. Við sinnum kjarnastarfi heimahjúkrunar. Við erum ekki ein. Við vinnum af fagmennsku í teymum með öðru frábæru starfsfólki. Þið munið ekki komast hjá því að kynnast okkur. Sérstaklega þegar þið eldist eða missið þrek og heilsu. Þá þurfið þið á okkur að halda. Um 98% af okkur eru konur. - Við erum sjúkraliðar! Við vitum að þið vitið Starf sjúkraliðans er ótrúlega gefandi. Verkefnin eru fjölbreytileg og hver dagur er ólíkur þeim fyrri. Vinnan getur verið krefjandi og erfið en þetta er gott starf. Mikið væri heimur okkar betri ef sjúkraliðastarfið væri metið að verðleikum til hærri launa, því starfið okkar er mjög svo mikilvægt. Við vitum það og við vitum að þið vitið það. Ráðherrar vita það. Stundum er talað um að jafna kynbundinn launamun, ekki síst í ljósi hins kynskipta vinnumarkaðs. Munið að 98% sjúkraliðar eru konur. Og munið líka hvað við sjúkraliðar gerum og hvenær við gerum það. Kæri ráðherra Kæri forsætisráðherra, fjármálaráðherra, heilbrigðisráðherra og félagsmálaráðherra. Nú er lag að framkvæma ykkar góðu orð um jafnréttismál. Framundan eru kjarasamningar, en núna standa þó yfir viðræður um marga stofnanasamninga sem heyra undir ykkur. - Nú er lag. Þið eru tímabundið í ykkar störfum en raunverulegt kjaraframlag í jafnréttisátt mun lifa ótímabundið áfram. Þið munið þurfa á aðstoð sjúkraliða að halda áður en þið vitið af. Og við munum sinna ykkur af fagmennsku og alúð. Nú biðjum við ykkur um að hugsa aðeins um okkur. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar