Rússneska stórstjarnan stígur fram og gefur úkraínskum börnum pening Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2022 08:31 Maria Sharapova við hlið bikarana sem keppt er um á Opna ástralska meistaramótinu. Getty/Darrian Traynor Ein frægasta íþróttakona Rússa í sögunni hefur tekið afstöðu gegn innrás Rússa í Úkraínu. Rússneska tennisskonan Maria Sharapova hefur gefið pening til styrktar fórnarlamba í Úkraínu. Sharapova var um tíma efst á heimslistanum í tennis og vann öll risamótin fjögur að minnsta kosti einu sinni. Alls vann hún fimm risamót á ferli sínum en hún er nú 34 ára gömul. Sharapova vann einnig silfur fyrir hönd Rússa á Ólympíuleikunum í London árið 2012. Five-time grand slam champion Maria Sharapova is one of Russia's most successful athletes, but the 34-year-old has hit out at the war in Ukraine.https://t.co/H5UOwP92cq— The Courier-Mail (@couriermail) March 11, 2022 Nú hefur Sharapova aftur á móti talað gegn hinni hryllilegu innrás landa sinn í nágrannaríkið en innrásin í Úkraínu hefur nú staðið yfir í tvær vikur. Sharapova sagði frá þessu á samfélagsmiðlum sínum og hvatti fleiri til að styrkja þetta þarfa málefni. „Ég verð meira og meira niðurbrotin og sorgmæddari með hverjum deginum sem líður þegar ég sé meira af myndum og les meira af fréttum af fjölskyldum og börnum sem eru fórnarlamb þess sem er að gerast í Úkraínu,“ skrifaði Maria Sharapova á Instagram. „Ég vil gefa pening til „Save the Children“ sem eru samtök sem vinna sleitulaust að því að útdeila mat og hjálpargögnum til þeirra sem þurfa á því að halda,“ skrifaði Sharapova. „Ég bið fyrir friði og sendi ást og stuðning til allra sem þetta hefur áhrif á,“ skrifaði Sharapova. Sharapova var fædd í Síberíu þegar Rússland var enn Sovétríkin en setti tennisspaðann á hilluna árið 2020. Hún býr í Bandaríkjunum. View this post on Instagram A post shared by Maria Sharapova (@mariasharapova) Tennis Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Fleiri fréttir Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir „Nú er nóg komið“ NBA-leikmaður með krabbamein Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Sjá meira
Rússneska tennisskonan Maria Sharapova hefur gefið pening til styrktar fórnarlamba í Úkraínu. Sharapova var um tíma efst á heimslistanum í tennis og vann öll risamótin fjögur að minnsta kosti einu sinni. Alls vann hún fimm risamót á ferli sínum en hún er nú 34 ára gömul. Sharapova vann einnig silfur fyrir hönd Rússa á Ólympíuleikunum í London árið 2012. Five-time grand slam champion Maria Sharapova is one of Russia's most successful athletes, but the 34-year-old has hit out at the war in Ukraine.https://t.co/H5UOwP92cq— The Courier-Mail (@couriermail) March 11, 2022 Nú hefur Sharapova aftur á móti talað gegn hinni hryllilegu innrás landa sinn í nágrannaríkið en innrásin í Úkraínu hefur nú staðið yfir í tvær vikur. Sharapova sagði frá þessu á samfélagsmiðlum sínum og hvatti fleiri til að styrkja þetta þarfa málefni. „Ég verð meira og meira niðurbrotin og sorgmæddari með hverjum deginum sem líður þegar ég sé meira af myndum og les meira af fréttum af fjölskyldum og börnum sem eru fórnarlamb þess sem er að gerast í Úkraínu,“ skrifaði Maria Sharapova á Instagram. „Ég vil gefa pening til „Save the Children“ sem eru samtök sem vinna sleitulaust að því að útdeila mat og hjálpargögnum til þeirra sem þurfa á því að halda,“ skrifaði Sharapova. „Ég bið fyrir friði og sendi ást og stuðning til allra sem þetta hefur áhrif á,“ skrifaði Sharapova. Sharapova var fædd í Síberíu þegar Rússland var enn Sovétríkin en setti tennisspaðann á hilluna árið 2020. Hún býr í Bandaríkjunum. View this post on Instagram A post shared by Maria Sharapova (@mariasharapova)
Tennis Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Fleiri fréttir Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir „Nú er nóg komið“ NBA-leikmaður með krabbamein Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Sjá meira