Hélt Ísaki utan hóps en fannst hann magnaður í gær Sindri Sverrisson skrifar 11. mars 2022 15:00 Ísak Bergmann Jóhannesson var óheppinn að skora ekki annað mark í leiknum eftir að hafa leikið framhjá markverði PSV en skotið var varið af varnarmanni á marklínunni. Getty/Ulrik Pedersen Ísak Bergmann Jóhannesson fékk hrós frá þjálfara FC Kaupmannahafnar eftir að hafa loksins í gær fengið að spila sinn fyrsta keppnisleik með liðinu á þessu ári. Það vakti athygli að Ísak skyldi ekki einu sinni fá sæti á meðal varamanna í fyrstu þremur deildarleikjum FCK eftir vetrarfríið. Hann kom hins vegar inn í hópinn fyrir leikinn gegn PSV Eindhoven í Evrópudeildinni í gærkvöld og skoraði eftir fimm mínútna leik, í 4-4 jafntefli, auk þess að vera afar nálægt því að skora annað mark rétt áður en FCK komst í 3-1 undir lok fyrri hálfleiks. Jess Thorup, þjálfari FCK, tjáði sig um frammistöðu hins 18 ára Ísaks, sem reyndar verður 19 síðar í þessum mánuði, og hins 19 ára William Böving en þeir léku á sitt hvorum kantinum fyrir FCK. „Við hjá FC Kaupmannahöfn erum ekki hræddir við að gefa ungum leikmönnum tækifæri, burtséð frá því hvað þeir eru gamlir,“ sagði Thorup. „Við erum með stóran leikmannahóp og sáum það á fyrri hluta leiktíðarinnar fyrir nokkrum mánuðum þegar við byrjuðum með marga unga leikmenn. Þeir fengu dýrmætar mínútur með aðalliðinu og eru því tilbúnir til að nýta tækifærin þegar þau koma. Tveir af þessum strákum – Ísak skoraði mark og Böving lék frábærlega þær 60 mínútur sem hann var á vellinum. Þeir voru magnaðir, báðir tveir,“ sagði Thorup við heimasíðu FCK. Seinni leikur FCK við PSV er í Kaupmannahöfn næsta fimmtudag en í millitíðinni á FCK stórleik gegn Midtjylland í titilbaráttunni í dönsku úrvalsdeildinni. Danski boltinn Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir 86 Danir handteknir eftir markaveislu Ísaks Bergmanns og félaga í gær Stuðningsmenn FC Kaupmannahafnar komu sér í vandræði eftir leik liðsins á móti PSV Eindhoven í Hollandi í gær. 11. mars 2022 11:31 Ísak skoraði fyrir FCK í átta marka jafntefli: Sjáðu markið Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði fyrsta mark FCK er liðið gerði 4-4 jafntefli gegn PSV Eindhoven í Sambandsdeild Evrópu í kvöld. 10. mars 2022 22:26 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira
Það vakti athygli að Ísak skyldi ekki einu sinni fá sæti á meðal varamanna í fyrstu þremur deildarleikjum FCK eftir vetrarfríið. Hann kom hins vegar inn í hópinn fyrir leikinn gegn PSV Eindhoven í Evrópudeildinni í gærkvöld og skoraði eftir fimm mínútna leik, í 4-4 jafntefli, auk þess að vera afar nálægt því að skora annað mark rétt áður en FCK komst í 3-1 undir lok fyrri hálfleiks. Jess Thorup, þjálfari FCK, tjáði sig um frammistöðu hins 18 ára Ísaks, sem reyndar verður 19 síðar í þessum mánuði, og hins 19 ára William Böving en þeir léku á sitt hvorum kantinum fyrir FCK. „Við hjá FC Kaupmannahöfn erum ekki hræddir við að gefa ungum leikmönnum tækifæri, burtséð frá því hvað þeir eru gamlir,“ sagði Thorup. „Við erum með stóran leikmannahóp og sáum það á fyrri hluta leiktíðarinnar fyrir nokkrum mánuðum þegar við byrjuðum með marga unga leikmenn. Þeir fengu dýrmætar mínútur með aðalliðinu og eru því tilbúnir til að nýta tækifærin þegar þau koma. Tveir af þessum strákum – Ísak skoraði mark og Böving lék frábærlega þær 60 mínútur sem hann var á vellinum. Þeir voru magnaðir, báðir tveir,“ sagði Thorup við heimasíðu FCK. Seinni leikur FCK við PSV er í Kaupmannahöfn næsta fimmtudag en í millitíðinni á FCK stórleik gegn Midtjylland í titilbaráttunni í dönsku úrvalsdeildinni.
Danski boltinn Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir 86 Danir handteknir eftir markaveislu Ísaks Bergmanns og félaga í gær Stuðningsmenn FC Kaupmannahafnar komu sér í vandræði eftir leik liðsins á móti PSV Eindhoven í Hollandi í gær. 11. mars 2022 11:31 Ísak skoraði fyrir FCK í átta marka jafntefli: Sjáðu markið Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði fyrsta mark FCK er liðið gerði 4-4 jafntefli gegn PSV Eindhoven í Sambandsdeild Evrópu í kvöld. 10. mars 2022 22:26 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira
86 Danir handteknir eftir markaveislu Ísaks Bergmanns og félaga í gær Stuðningsmenn FC Kaupmannahafnar komu sér í vandræði eftir leik liðsins á móti PSV Eindhoven í Hollandi í gær. 11. mars 2022 11:31
Ísak skoraði fyrir FCK í átta marka jafntefli: Sjáðu markið Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði fyrsta mark FCK er liðið gerði 4-4 jafntefli gegn PSV Eindhoven í Sambandsdeild Evrópu í kvöld. 10. mars 2022 22:26