Ísland verður rampað upp með þúsund römpum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. mars 2022 21:03 Það fór vel á með þeim Sigurði Inga og Haraldi í Skyrgerðinni í Hveragerði í dag. Í ávarpi sínu sagðist Haraldur vonast til að sjá gesti dagsins aftur eftir fjögur ár þegar hann kynnir næstu verkefni en það verður að rampa upp Evrópu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Átaksverkefnið „Römpum upp Ísland“ hófst formlega í dag en tilgangur verkefnisins er að setja upp þúsund rampa um land allt til að auðvelda hreyfihömluðum að komast ferða sinna. Verkefnið kostar um fjögur hundruð milljónir króna og mun taka fjögur ár. Verkefninu var hleypt af stokkunum í Skyrgerðinni í Hveragerði. Haraldur Þorleifsson er maðurinn á bak við rampaverkefnið. Nú er búið er að koma upp 100 römpum í Reykjavík og þá er komið að landsbyggðinni. „Það er bara svo mikið, sem þarf að rampa upp. Þetta er búið að ganga ótrúlega vel. Við erum búin að klára fyrstu 100 rampana og erum bara mjög spennt með næstu þúsund um allt land,“ segir Haraldur. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segir Harald ótrúlegan mann. „Já, því það skiptir svo miklu máli að eiga fólk, sem keyrir svona mikilvæg baráttumál áfram. Það er bara heiður að fá að taka þátt í svona verkefni og að ríkið, sveitarfélög, einkafyrirtæki og Haraldur, taki þátt í því. Við getum öll tekið höndum saman til að ná fram í rauninni löngu tímabærum umbótum í samfélaginu,“ segir Katrín. Katrín Jakobsdóttir segir Harald ótrúlega duglegan mann.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ríkið kemur með 200 milljónir króna inn í verkefnið, Haraldur kemur með stóran hluti, auk fyrirtækja og sveitarfélaga, sem taka líka þátt. „Þetta er bara einstakt, þarna er einstaklingur, sem sýnir bæði frumkvæði og löngun og djörfung og dug og framkvæmir. Það ættu allir að vera menn eins og Haraldur,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson , innviðaráðherra Dagur, Katrín, Sigurður Ingi og Friðrik Sigurbjörnsson, forseti bæjarstjórnar í Hveragerði, ásamt Haraldi í Skyrgerðinni í hádeginu í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson En á Haraldur nóg af peningum til að fara út í þetta verkefni og önnur verkefni, sem hann er með á sinni könnu? „Ég á allavega nóg af peningum fyrir því, sem ég þarf að gera,“ segir hann og hlær. Haraldur mætti með fjölskyldu sinni í Hveragerði í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands er verndari verkefnisins. Hann gat ekki verið viðstaddur í dag en sendi þessa kveðju frá sér. Hveragerði Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Sjá meira
Verkefninu var hleypt af stokkunum í Skyrgerðinni í Hveragerði. Haraldur Þorleifsson er maðurinn á bak við rampaverkefnið. Nú er búið er að koma upp 100 römpum í Reykjavík og þá er komið að landsbyggðinni. „Það er bara svo mikið, sem þarf að rampa upp. Þetta er búið að ganga ótrúlega vel. Við erum búin að klára fyrstu 100 rampana og erum bara mjög spennt með næstu þúsund um allt land,“ segir Haraldur. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segir Harald ótrúlegan mann. „Já, því það skiptir svo miklu máli að eiga fólk, sem keyrir svona mikilvæg baráttumál áfram. Það er bara heiður að fá að taka þátt í svona verkefni og að ríkið, sveitarfélög, einkafyrirtæki og Haraldur, taki þátt í því. Við getum öll tekið höndum saman til að ná fram í rauninni löngu tímabærum umbótum í samfélaginu,“ segir Katrín. Katrín Jakobsdóttir segir Harald ótrúlega duglegan mann.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ríkið kemur með 200 milljónir króna inn í verkefnið, Haraldur kemur með stóran hluti, auk fyrirtækja og sveitarfélaga, sem taka líka þátt. „Þetta er bara einstakt, þarna er einstaklingur, sem sýnir bæði frumkvæði og löngun og djörfung og dug og framkvæmir. Það ættu allir að vera menn eins og Haraldur,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson , innviðaráðherra Dagur, Katrín, Sigurður Ingi og Friðrik Sigurbjörnsson, forseti bæjarstjórnar í Hveragerði, ásamt Haraldi í Skyrgerðinni í hádeginu í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson En á Haraldur nóg af peningum til að fara út í þetta verkefni og önnur verkefni, sem hann er með á sinni könnu? „Ég á allavega nóg af peningum fyrir því, sem ég þarf að gera,“ segir hann og hlær. Haraldur mætti með fjölskyldu sinni í Hveragerði í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands er verndari verkefnisins. Hann gat ekki verið viðstaddur í dag en sendi þessa kveðju frá sér.
Hveragerði Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Sjá meira