Málefni fatlaðs fólks

Fréttamynd

„Ekki á réttri leið“ sam­þykki sam­fé­lagið fá­tækt

Fátæktargildra, sem Öryrkjabandalagið kom upp fyrir utan Alþingishúsið í morgun, var fjarlægð af lögreglu um einni og hálfri klukkustund síðar. Formaður bandalagsins segir samfélagið þurfa að taka afstöðu til þess hvort það samþykki að hluti þess búi við fátækt.

Innlent
Fréttamynd

Ný og góð ver­öld í Reykja­víkur­borg?

Það hafa verið vonbrigði að fylgjast með nýlegri umræðu um aðgengi hreyfihamlaðs fólks í tengslum við fyrirætlanir vinstri meirihlutans í Reykjavík í skipulagsmálum. Barátta sem margir töldu að væri vel á veg komin hefur þurft að vera endurvakin og áfangar sem við töldum að hefði verið náð í þessum málaflokki eru heillum horfnir í huga flokkanna sem nú stýra borginni.

Skoðun
Fréttamynd

Rúm­fata­lagerinn, ekki fyrir alla!

Ég er ásamt fjölskyldu minni búinn að þurfa að standa í því síðustu dægrin,af illri nauðsyn, að endurnýja svo til allt á heimilinu. Hvort sem litið er til sturtu eða eldhúsinnréttingu. Það hefur verið þannig í gegnum þetta ferli að ég hef rekið mig á allskonar hindranir.

Skoðun
Fréttamynd

Skorar á Ingu Sæ­land að taka slaginn

Allt að sjö ára bið er eftir notendastýrðri persónulegri aðstoð fyrir fatlað fólk eða NPA. Baráttumaðurinn Haraldur Ingi Þorleifsson segir reynt að fæla fólk frá því að sækja um. Aðstandendur séu settir í þá stöðu að fórna sér fyrir ástvini og endi jafnvel sjálfir á örorku og brotnir.

Innlent
Fréttamynd

Ís­land rampar upp Úkraínu

Samningur um 60 milljóna króna stuðning íslenskra stjórnvalda við verkefnið „Römpum upp Úkraínu“ næstu fjögur árin var undirritaður í húsakynnum utanríkisráðuneytisins við Austurhöfn í gær.

Innlent
Fréttamynd

Biðla til fólks að taka vel á móti sölu­mönnum þó svikahrappar séu á ferð

Félag heyrnarlausra biðlar til fólks að taka vel á móti sölumönnum sínum sem ganga þesa dagana milli húsa til selja happdrættismiða. Lögreglan hefur varað við óprúttnum aðilum sem þykjast vera heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé í verslunarmiðstöðvum. Félagið bendir á að sölumenn sínir séu merktir merki félagsins og hafi posa meðferðis.

Innlent
Fréttamynd

Á­hyggjur af fyrir­hugaðri sam­einingu Hljóðbókasafns Ís­lands

Sem framkvæmdastjóri Félags lesblindra á Íslandi hef ég verið skipaður af stjórnvöldum í samráðshóp Hljóðbókasafns Íslands. Í hópnum eiga sæti fulltrúar frá Blindrafélaginu, Félagi sérkennara, Sjónstöð og Upplýsingu, félagi bókasafns- og upplýsingafræðinga. Hlutverk hópsins er að veita ráðgjöf og koma á framfæri sjónarmiðum notenda og hagsmunaaðila.

Skoðun
Fréttamynd

Segja á­form ráð­herra grafa undan þjónustu

Blindrafélagið hafnar áformum menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra um að sameina eigi Hljóðbókasafnið við Landsbókasafn Íslands Háskólabókasafn og Kvikmyndasafn Íslands. Í yfirlýsingu segir að áformin grafi undan sérhæfðri þjónustu.

Innlent
Fréttamynd

Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bíla­stæði

Frekja og yfirgangur bílastæðafyrirtækja í garð almennings, ekki síst fatlaðra, hefur náð nýjum hæðum. Hreyfihamlaðir einstaklingar geta sótt um sérstakt stæðiskort, sem á að koma fyrir í framrúðu þess ökutækis sem lagt er í stæði. Samkvæmt reglugerð um útgáfu og notkun slíkra skírteina má ekki rukka hreyfihamlaða fyrir bílastæði, jafnvel þótt um hefðbundin stæði sé að ræða.

Skoðun
Fréttamynd

Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar

„Eftir að hafa rætt við margra aðra þarna úti sem eru með þessa greiningu þá finnst mér það vera ennþá skýrara hvað þessi sjónskerðing er ofboðslega mikið „tabú“, jafnvel þó hún sé fáránlega algeng,” segir Dagbjört Andrésdóttir söngkona og baráttukona. Hún fæddist með CVI - heilatengda sjónskerðingu (cerebral visual impair­ment) en fékk þó ekki greiningu fyrr en hún var orðin 26 ára gömul.

Lífið
Fréttamynd

Mót­mælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag

Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, andmælti áður frumvarpi til laga sem fól í sér breytingar á almannatryggingakerfinu sem tóku gildi í dag. Í ræðustól Alþingis í júní 2024 sagði hún að Flokkur fólksins myndi aldrei greiða atkvæði með frumvarpinu en í dag sagði hún nýja kerfið betra og sanngjarnara.

Innlent
Fréttamynd

Ó­tryggt að­gengi á Veðurstofureit

Öryrkjabandalagið og aðrir sem áhuga hafa á aðgengismálum hreyfihamlaðra hafa undanfarna daga lýst áhyggjum af stefnu borgaryfirvalda í málaflokknum. Fyrir helgi barst borgarfulltrúum ályktun málefnahóps ÖBÍ þar sem bent var á að drög að skipulagi bílahúsa uppfylli „ekki lágmarkskröfur um aðgengi og virðast ítrekað ganga gegn réttindum fatlaðs fólks samkvæmt landslögum og alþjóðlegum skuldbindingum Íslands“.

Skoðun
Fréttamynd

Fann nýjan til­gang í kjöl­far lömunar í kraftlyftingum

Líf Valdimars Núma Hjaltasonar tók stakkaskiptum árið 2019. Þá fékk hann alvarlega heilablæðingu sem leiddi til þess að hann endaði í hjólastól. Eftir langt endurhæfingarferli fann hann sinn tilgang – og nýja hillu í lífinu – í gegnum kraftlyftingar. Valdimar Númi, eða Númi eins og hann er alltaf kallaður, er núna tvöfaldur Íslandsmeistari í bekkpressu fatlaðra og stefnir ótrauður á titilinn Sterkasti fatlaði maður heims.

Lífið
Fréttamynd

„Það er í raun krafta­verk að hún sé á lífi í dag“

Ingveldur Bachmann Ægisdóttir hefur eytt níu árum í að berjast fyrir dóttur sína innan heilbrigðis- og velferðarkerfis sem oft virðist hvorki vilja hlusta né skilja. Lovísa Lind fæddist með sjaldgæfan litningagalla en um er að ræða eina tilfellið sem greinst hefur hér á landi.

Lífið