Lögðu hald á lúxussnekkju rússneska auðjöfursins sem var á Íslandi Fanndís Birna Logadóttir skrifar 12. mars 2022 09:08 Snekkjan er sú stærsta sinnar tegundar og kostar um 530 milljónir evra. EPA Lögreglan á Ítalíu hefur lagt hald á lúxussnekkjuna Sailing Yacht A sem er í eigu rússneska auðjöfursins Andrey Igorevich Melnichenko. Umrædd snekkja vakti töluverða athygli hér á landi en Melnichenko dvaldi á Íslandi í nokkurn tíma í fyrra með fjölskyldu sinni. Evópusambandið setti Melnichenko á viðskiptaþvinganalista fyrir nokkrum dögum vegna innrásar Rússa í Úkraínu en ítalska lögreglan lagði hald á snekkjuna þar sem hún var við höfn Trieste, að því er kemur fram í frétt Reuters. Snekkjan er ein sú dýrasta í heiminum og jafnframt sú stærsta en hún er 143 metra löng og möstrin um hundrað metra há. Ekki er um neina smásmíði að ræða enda kostar snekkjan um 530 milljón evrur. Íslendingar urðu varir við snekkjuna þar sem hún sást í kringum Ísland í fyrra. Snekkjan sást fyrst á Akureyri í apríl 2021, síðar í Grundafirði, næst við höfn í Reykjanesbæ og loks við Reykjavíkurhöfn áður en hún hélt til Gíbraltar. Hér fyrir neðan má sjá snekkjuna þegar hún lagði af stað úr Reykjavíkurhöfn. Frá því að innrás Rússa inn í Úkraínu hófst fyrir rúmum tveimur vikum hafa Vesturlöndin beitt Rússa ýmsum refsiaðgerðum og hafa rússneskir auðjöfrar fengið að finna fyrir þeim. Von er á frekari refsiaðgerðum frá Vesturlöndunum í dag en Evrópusambandið mun tilkynna fjórða refsiaðgerðarpakka sinn í dag. Við fylgjumst með nýjustu vendingum í vaktinni hér á Vísi. Italy s financial police (@GDF) has just frozen SY A - a sailing yacht worth ~ 530m located in the Port of Trieste. The yacht could be linked indirectly to Andrey Igorevich Melnichenko - an individual in the EU sanctions list. pic.twitter.com/fRg6ZTIQRH— Ferdinando Giugliano (@FerdiGiugliano) March 12, 2022 Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Ítalía Evrópusambandið Tengdar fréttir Lúxussnekkjan kveður Ísland Lúxussnekkjan Sailing Yacht A sem vakið hefur talsverða athygli víðs vegar um land síðustu vikur, hefur nú siglt á brott og er leiðinni haldið til Gíbraltar. 19. júní 2021 22:31 Lúxussnekkjur rússneskra auðjöfra í Reykjavíkurhöfn Tvær lúxussnekkjur rússneskra auðjöfra eru nú í Reykjavíkurhöfn. Þar er annars vegar komin snekkjan Sailing Yacht A, sem komið hefur víða við á landinu síðustu vikur, og hins vegar glæsifleyið Le Grand Bleu. 6. júní 2021 18:42 Ein stærsta lúxussnekkja heims á Akureyri Ein stærsta snekkja í heimi, sem ber nafnið Sailing Yacht A og er í eigu rússneska auðjöfursins Andrey Melnichenko, sigldi inn Eyjafjörð í kvöld og er stödd við Akureyri. Að því er greint er frá á akureyri.net í kvöld verður snekkjan í Krossanesvíkinni á næstunni, jafnvel í einhverjar vikur. 14. apríl 2021 22:19 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Evópusambandið setti Melnichenko á viðskiptaþvinganalista fyrir nokkrum dögum vegna innrásar Rússa í Úkraínu en ítalska lögreglan lagði hald á snekkjuna þar sem hún var við höfn Trieste, að því er kemur fram í frétt Reuters. Snekkjan er ein sú dýrasta í heiminum og jafnframt sú stærsta en hún er 143 metra löng og möstrin um hundrað metra há. Ekki er um neina smásmíði að ræða enda kostar snekkjan um 530 milljón evrur. Íslendingar urðu varir við snekkjuna þar sem hún sást í kringum Ísland í fyrra. Snekkjan sást fyrst á Akureyri í apríl 2021, síðar í Grundafirði, næst við höfn í Reykjanesbæ og loks við Reykjavíkurhöfn áður en hún hélt til Gíbraltar. Hér fyrir neðan má sjá snekkjuna þegar hún lagði af stað úr Reykjavíkurhöfn. Frá því að innrás Rússa inn í Úkraínu hófst fyrir rúmum tveimur vikum hafa Vesturlöndin beitt Rússa ýmsum refsiaðgerðum og hafa rússneskir auðjöfrar fengið að finna fyrir þeim. Von er á frekari refsiaðgerðum frá Vesturlöndunum í dag en Evrópusambandið mun tilkynna fjórða refsiaðgerðarpakka sinn í dag. Við fylgjumst með nýjustu vendingum í vaktinni hér á Vísi. Italy s financial police (@GDF) has just frozen SY A - a sailing yacht worth ~ 530m located in the Port of Trieste. The yacht could be linked indirectly to Andrey Igorevich Melnichenko - an individual in the EU sanctions list. pic.twitter.com/fRg6ZTIQRH— Ferdinando Giugliano (@FerdiGiugliano) March 12, 2022
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Ítalía Evrópusambandið Tengdar fréttir Lúxussnekkjan kveður Ísland Lúxussnekkjan Sailing Yacht A sem vakið hefur talsverða athygli víðs vegar um land síðustu vikur, hefur nú siglt á brott og er leiðinni haldið til Gíbraltar. 19. júní 2021 22:31 Lúxussnekkjur rússneskra auðjöfra í Reykjavíkurhöfn Tvær lúxussnekkjur rússneskra auðjöfra eru nú í Reykjavíkurhöfn. Þar er annars vegar komin snekkjan Sailing Yacht A, sem komið hefur víða við á landinu síðustu vikur, og hins vegar glæsifleyið Le Grand Bleu. 6. júní 2021 18:42 Ein stærsta lúxussnekkja heims á Akureyri Ein stærsta snekkja í heimi, sem ber nafnið Sailing Yacht A og er í eigu rússneska auðjöfursins Andrey Melnichenko, sigldi inn Eyjafjörð í kvöld og er stödd við Akureyri. Að því er greint er frá á akureyri.net í kvöld verður snekkjan í Krossanesvíkinni á næstunni, jafnvel í einhverjar vikur. 14. apríl 2021 22:19 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Lúxussnekkjan kveður Ísland Lúxussnekkjan Sailing Yacht A sem vakið hefur talsverða athygli víðs vegar um land síðustu vikur, hefur nú siglt á brott og er leiðinni haldið til Gíbraltar. 19. júní 2021 22:31
Lúxussnekkjur rússneskra auðjöfra í Reykjavíkurhöfn Tvær lúxussnekkjur rússneskra auðjöfra eru nú í Reykjavíkurhöfn. Þar er annars vegar komin snekkjan Sailing Yacht A, sem komið hefur víða við á landinu síðustu vikur, og hins vegar glæsifleyið Le Grand Bleu. 6. júní 2021 18:42
Ein stærsta lúxussnekkja heims á Akureyri Ein stærsta snekkja í heimi, sem ber nafnið Sailing Yacht A og er í eigu rússneska auðjöfursins Andrey Melnichenko, sigldi inn Eyjafjörð í kvöld og er stödd við Akureyri. Að því er greint er frá á akureyri.net í kvöld verður snekkjan í Krossanesvíkinni á næstunni, jafnvel í einhverjar vikur. 14. apríl 2021 22:19