Úrslitin í Söngvakeppninni: Með hækkandi sól framlag Íslands í Tórínó Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 12. mars 2022 22:15 Systurnar Sigga, Elín og Beta sigruðu Söngvakeppni sjónvarpsins sem fram fór í kvöld, þann 12. mars. Vísir/Hulda Margrét Sigga, Beta og Elín sigruðu í Söngvakeppni sjónvarpsins fyrr í kvöld með laginu Með hækkandi sól. Þær systur unnu einvígi við Reykjavíkurdætur en þær síðarnefndu þóttu sigurstranglegastar að mati veðbanka. Alþjóðleg dómnefnd, skipuð sjö aðilum, hafði helmingsvægi gagnvart símakosningu almennings í fyrri kosningu kvöldsins. Eftir fyrri kosninguna fór lag Reykjavíkurdætra í einvígi við þær Siggu, Betu og Elínu. Í einvíginu gátu áhorfendur aðeins kosið á milli þeirra tveggja laga. Atkvæðin úr fyrri kosningu, frá dómnefnd og símakosningu áhorfenda eru lögð saman og stigahæsta lag kvöldsins varð lag systranna því framlag Íslands í Eurovision á Ítalíu í maí. Í úrslitum í kvöld komu fimm lög til álita: Katla – Þaðan af Amarosis – Don‘t You Know Reykjavíkurdætur – Turn This Around Stefán Óli – Ljósið Sigga, Beta og Elín – Með hækkandi sól Eftir símakosningu og kosningu alþjóðlegu dómnefndarinnar lá niðurstaðan fyrir: annaðhvort Reykjavíkurdætur eða systurnar Sigga, Beta og Elín. Þjóðin fékk þá tækifæri til að kjósa milli laganna tveggja og ekki leið á löngu þar til úrslit lágu fyrir. „Mér líður svo vel ég er að springa, bara takk, takk, takk,“ sagði Beta Eyþórsdóttur við Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur sem var meðal kynna keppninnar. Sigga bætti þá við: „Við erum bara í einhverju sjokki. Sjáðu hverja við vorum að keppa við!“ Systurnar voru virkilega glaðar með sigurinn.Vísir/Hulda Margrét Mikil spenna hefur verið fyrir keppninni síðustu vikur og þegar fréttastofa náði tali af kynnum keppninnar fyrr í kvöld sögðu þau að það væri búið að líma þakið á höllina; þau bjuggust við því að það myndi lyftast. Allt getur gerst í beinni útsendingu og Björgu Magnúsdóttur, sem var ein kynna, varð á í beinni og missti út úr sér óheppilegan brandara, sem hún síðar baðst afsökunar á. Katla, sem flutti lagið Þaðan af, ræddi föður sinn í innslaginu fyrir flutninginn en hann lést árið 2018. Katla bjó til hálsmen úr giftingarhring föður sinnar, sem hún bar í kvöld:„Ég bjó þetta til, þetta er giftingarhringurinn hans þannig hann er alltaf með,“ sagði hún. Björg svaraði þá á móti: „Hún er að reyna að fá atkvæði út á þetta, nei ég segi svona.“ Björg baðst síðan innilegrar afsökunar stuttu síðar: „Mig langaði bara frá mínum dýpstu hjartarótum að segja afsakið og fyrirgefðu innilega Katla fyrir ósmekklegan brandara sem ég missti út úr mér áðan. Mér finnst það mjög leiðinlegt, að hafa sagt þetta. Þetta getur víst gerst í beinni útsendingu en þá er bara gott að segja fyrirgefðu. Ég er búin að segja það við hana og málinu er lokið.“ Eurovision Ríkisútvarpið Tónlist Tengdar fréttir Þetta eru lögin sem keppa í Söngvakeppninni 2022 Tíu lög hafa verið valin til þátttöku í Söngvakeppninni 2022. Fimm lög keppa á fyrra undanúrslitakvöldinu laugardaginn 26. febrúar og restin viku síðar í seinni undanúrslitum þann 5. mars. 5. febrúar 2022 20:25 Veðbankar telja Reykjavíkurdætur sigurstranglegar Framlag Reykjavíkurdætra þykir vænlegast til vinnings í Söngvakeppni sjónvarpsins, ef marka má stuðla veðbanka. Í kvöld kemur í ljós hvaða lag verður framlag Íslendinga í Eurovision. 12. mars 2022 11:12 Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Sjá meira
Alþjóðleg dómnefnd, skipuð sjö aðilum, hafði helmingsvægi gagnvart símakosningu almennings í fyrri kosningu kvöldsins. Eftir fyrri kosninguna fór lag Reykjavíkurdætra í einvígi við þær Siggu, Betu og Elínu. Í einvíginu gátu áhorfendur aðeins kosið á milli þeirra tveggja laga. Atkvæðin úr fyrri kosningu, frá dómnefnd og símakosningu áhorfenda eru lögð saman og stigahæsta lag kvöldsins varð lag systranna því framlag Íslands í Eurovision á Ítalíu í maí. Í úrslitum í kvöld komu fimm lög til álita: Katla – Þaðan af Amarosis – Don‘t You Know Reykjavíkurdætur – Turn This Around Stefán Óli – Ljósið Sigga, Beta og Elín – Með hækkandi sól Eftir símakosningu og kosningu alþjóðlegu dómnefndarinnar lá niðurstaðan fyrir: annaðhvort Reykjavíkurdætur eða systurnar Sigga, Beta og Elín. Þjóðin fékk þá tækifæri til að kjósa milli laganna tveggja og ekki leið á löngu þar til úrslit lágu fyrir. „Mér líður svo vel ég er að springa, bara takk, takk, takk,“ sagði Beta Eyþórsdóttur við Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur sem var meðal kynna keppninnar. Sigga bætti þá við: „Við erum bara í einhverju sjokki. Sjáðu hverja við vorum að keppa við!“ Systurnar voru virkilega glaðar með sigurinn.Vísir/Hulda Margrét Mikil spenna hefur verið fyrir keppninni síðustu vikur og þegar fréttastofa náði tali af kynnum keppninnar fyrr í kvöld sögðu þau að það væri búið að líma þakið á höllina; þau bjuggust við því að það myndi lyftast. Allt getur gerst í beinni útsendingu og Björgu Magnúsdóttur, sem var ein kynna, varð á í beinni og missti út úr sér óheppilegan brandara, sem hún síðar baðst afsökunar á. Katla, sem flutti lagið Þaðan af, ræddi föður sinn í innslaginu fyrir flutninginn en hann lést árið 2018. Katla bjó til hálsmen úr giftingarhring föður sinnar, sem hún bar í kvöld:„Ég bjó þetta til, þetta er giftingarhringurinn hans þannig hann er alltaf með,“ sagði hún. Björg svaraði þá á móti: „Hún er að reyna að fá atkvæði út á þetta, nei ég segi svona.“ Björg baðst síðan innilegrar afsökunar stuttu síðar: „Mig langaði bara frá mínum dýpstu hjartarótum að segja afsakið og fyrirgefðu innilega Katla fyrir ósmekklegan brandara sem ég missti út úr mér áðan. Mér finnst það mjög leiðinlegt, að hafa sagt þetta. Þetta getur víst gerst í beinni útsendingu en þá er bara gott að segja fyrirgefðu. Ég er búin að segja það við hana og málinu er lokið.“
Eurovision Ríkisútvarpið Tónlist Tengdar fréttir Þetta eru lögin sem keppa í Söngvakeppninni 2022 Tíu lög hafa verið valin til þátttöku í Söngvakeppninni 2022. Fimm lög keppa á fyrra undanúrslitakvöldinu laugardaginn 26. febrúar og restin viku síðar í seinni undanúrslitum þann 5. mars. 5. febrúar 2022 20:25 Veðbankar telja Reykjavíkurdætur sigurstranglegar Framlag Reykjavíkurdætra þykir vænlegast til vinnings í Söngvakeppni sjónvarpsins, ef marka má stuðla veðbanka. Í kvöld kemur í ljós hvaða lag verður framlag Íslendinga í Eurovision. 12. mars 2022 11:12 Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Sjá meira
Þetta eru lögin sem keppa í Söngvakeppninni 2022 Tíu lög hafa verið valin til þátttöku í Söngvakeppninni 2022. Fimm lög keppa á fyrra undanúrslitakvöldinu laugardaginn 26. febrúar og restin viku síðar í seinni undanúrslitum þann 5. mars. 5. febrúar 2022 20:25
Veðbankar telja Reykjavíkurdætur sigurstranglegar Framlag Reykjavíkurdætra þykir vænlegast til vinnings í Söngvakeppni sjónvarpsins, ef marka má stuðla veðbanka. Í kvöld kemur í ljós hvaða lag verður framlag Íslendinga í Eurovision. 12. mars 2022 11:12