Braxton gaf út sína fyrstu plötu, Crash & Burn, árið 2014. Þá hafði hún einnig gefið út lög með systur sinni, Toni, Towanda og Trina Braxton, auk þess að hafa leikið í raunveruleikaþáttunum Braxton Family Values með systrum sínum.
Traci hafði glímt við krabbamein í vélinda um nokkra hríð og undirgengist meðferð við krabbameininu í kyrrþey, sagði eftirlifandi eiginmaður hennar við NBC. Systir Traci, Toni Braxton, greindi frá andlátinu á Instagram í dag.