Blóðugt ofbeldi í mexíkóskum fótbolta Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 14. mars 2022 14:30 Frá slagsmálum stuðningsmanna Querétaro og Atlas. MANUEL VELASQUEZ/GETTY IMAGES Fjölmiðlar í Mexíkó fullyrða að allt að 17 manns hafi látist í blóðugum átökum sem brutust út á fótboltaleik þar í landi um síðustu helgi. Enginn hefur enn verið handtekinn vegna málsins. Óvíða í heiminum er að finna aðra eins óöld og ofbeldi eins og í Mexíkó. Eiturlyfjabarónar berast á banaspjótum og oftar en ekki eru almennir borgarar hin saklausu fórnarlömb þessa hildarleiks. Banvæn slagsmál á milli stuðningsmanna Um síðustu helgi má segja að hið gegnumsýrða ofbeldi samfélagsins hafi teygt anga sína inn í heim íþróttanna. Þá kom til blóðugra átaka á milli stuðningsmanna tveggja fótboltaliða sem áttust við, Querétaro og Atlas, með þeim afleiðingum að 26 áhorfendur lágu sárir eftir, nokkrir í lífshættu. Mexíkóskir fjölmiðlar fullyrða að allt að 17 manns hafi látist í átökunum, en stjórnvöld neita að staðfesta þær upplýsingar. Átökin brutust út þegar um 60 mínútur voru liðnar af leiknum. Hundruð áhangenda hlupu niður á völlinn til þess að flýja átökin á áhorfendapöllunum sem breiddust út um allt og niður á völlinn. Leikmenn beggja liða flýðu inn í búningsherbergi og fótboltavöllurinn breyttist á svipstundu í blóðugan vígvöll. Enginn veit fyrir víst af hverju átökin brutust út og engin forsaga er til um erjur á milli stuðningsmanna þessara liða. Hér má sjá myndskeið frá slagsmálunum Átökin héldu svo áfram utan við leikvanginn þar sem stuðningsmenn Querétaro tættu fötin utan af andstæðingum sínum og létu höggin og hnífana dynja á þeim. Fjölmiðlar í Mexíkó fullyrða að aldrei hafi annað eins ofbeldi sést á fótboltaleik þar í landi. Verða eftirmál af ofbeldinu? Formaður úrvalsdeildarinnar fordæmdi ofbeldið og sagði að hinir seku yrðu dregnir til ábyrgðar. Um það má þó efast því átökin endurspegla algeran vanmátt lögreglunnar til að kljást við óeirðaseggina, fjölmargar myndir og myndbönd voru teknar af slagsmálunum og slagsmálahundunum, þar sést ekki einn einasti lögregluþjónn, auk þess sem ekki einn einasti maður hefur enn verið handtekinn. Á nýlegum lista yfir 50 hættulegustu borgir heims, það er að segja þar sem flest morð eru framin miðað við íbúa, tróna átta borgir í Mexíkó í átta efstu sætunum. Alls eru 18 mexíkóskar borgir á listanum. Í Mexíkó hafa menn enn fremur áhyggjur af því að þessi þróun kunni að koma í veg fyrir að Mexíkó fái að halda Heimsmeistarakeppnina í fótbolta eftir fjögur ár, ásamt Bandaríkjunum og Kanada, eins og til stendur. Mexíkó Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Sjá meira
Óvíða í heiminum er að finna aðra eins óöld og ofbeldi eins og í Mexíkó. Eiturlyfjabarónar berast á banaspjótum og oftar en ekki eru almennir borgarar hin saklausu fórnarlömb þessa hildarleiks. Banvæn slagsmál á milli stuðningsmanna Um síðustu helgi má segja að hið gegnumsýrða ofbeldi samfélagsins hafi teygt anga sína inn í heim íþróttanna. Þá kom til blóðugra átaka á milli stuðningsmanna tveggja fótboltaliða sem áttust við, Querétaro og Atlas, með þeim afleiðingum að 26 áhorfendur lágu sárir eftir, nokkrir í lífshættu. Mexíkóskir fjölmiðlar fullyrða að allt að 17 manns hafi látist í átökunum, en stjórnvöld neita að staðfesta þær upplýsingar. Átökin brutust út þegar um 60 mínútur voru liðnar af leiknum. Hundruð áhangenda hlupu niður á völlinn til þess að flýja átökin á áhorfendapöllunum sem breiddust út um allt og niður á völlinn. Leikmenn beggja liða flýðu inn í búningsherbergi og fótboltavöllurinn breyttist á svipstundu í blóðugan vígvöll. Enginn veit fyrir víst af hverju átökin brutust út og engin forsaga er til um erjur á milli stuðningsmanna þessara liða. Hér má sjá myndskeið frá slagsmálunum Átökin héldu svo áfram utan við leikvanginn þar sem stuðningsmenn Querétaro tættu fötin utan af andstæðingum sínum og létu höggin og hnífana dynja á þeim. Fjölmiðlar í Mexíkó fullyrða að aldrei hafi annað eins ofbeldi sést á fótboltaleik þar í landi. Verða eftirmál af ofbeldinu? Formaður úrvalsdeildarinnar fordæmdi ofbeldið og sagði að hinir seku yrðu dregnir til ábyrgðar. Um það má þó efast því átökin endurspegla algeran vanmátt lögreglunnar til að kljást við óeirðaseggina, fjölmargar myndir og myndbönd voru teknar af slagsmálunum og slagsmálahundunum, þar sést ekki einn einasti lögregluþjónn, auk þess sem ekki einn einasti maður hefur enn verið handtekinn. Á nýlegum lista yfir 50 hættulegustu borgir heims, það er að segja þar sem flest morð eru framin miðað við íbúa, tróna átta borgir í Mexíkó í átta efstu sætunum. Alls eru 18 mexíkóskar borgir á listanum. Í Mexíkó hafa menn enn fremur áhyggjur af því að þessi þróun kunni að koma í veg fyrir að Mexíkó fái að halda Heimsmeistarakeppnina í fótbolta eftir fjögur ár, ásamt Bandaríkjunum og Kanada, eins og til stendur.
Mexíkó Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Sjá meira