Ógnarstórum höglum rigndi yfir íbúa í Vestmannaeyjum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 13. mars 2022 18:13 Höglin eru nærri jafnstór og hundrað krónu peningur eins og sjá má á myndunum. Gísli Matthías Auðunsson Gríðarlega stórum höglum rigndi yfir íbúa í Vestmannaeyjum í miklum éljagangi skömmu eftir klukkan 17 í dag. Veðurfræðingur segist aldrei hafa séð jafnstór högl hér á landi. Gísli Matthías Auðunsson veitingamaður og íbúi í Vestmannaeyjum segir í samtali við fréttastofu að sér hafi verið nokkuð brugðið: „Þetta var svakalegt,“ segir hann nokkuð brattur í samtali við fréttastofu. Hann telur að éljagangurinn hafi staðið yfir í fimm mínútur og segir að lætin hafi verið mikil. Gísli veit ekki hvort skemmdir hafi hlotist af en tjón virðist ekkert hafa orðið við fyrstu sýn. Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við fréttastofu að hún hafi aldrei séð jafnstór él hér á landi. „Þetta er mjög sjaldgæft á Íslandi, þetta er mjög sjaldgæft. Við erum yfirleitt að vinna með litla bolta, það er gerður greinarmunur á litlu og stóru hagléli en það er yfirleitt bara þetta litla,“ segir Birta. „Ég sé hérna á radar, akkúrat þarna yfir Vestmannaeyjum síðasta hálftímann þá er þetta bara eiginlega einn myndarlegasti éljabakki sem ég hef séð. Mér finnst mjög skrýtið að það hafi ekki einhverjar eldingar mælst í þessu.“ Hún segir að mikill óstöðugleiki í loftinu valdi svona stórum höglum. Veðurástandið sé þó mjög sjaldgæft á Íslandi. „Þessi haglél þurfa að haldast svolítið lengi inni í skýinu til að verða svona stór, en yfirleitt er uppstreymið ekki svona sterkt til að ná þessu hér á landi.“ Birta segir að éljagangur hafi verið á Faxaflóa og Snæfellsnesi auk eldinga í dag en aðspurð segir hún að draga eigi úr óstöðugleikanum með kvöldinu. Veður Vestmannaeyjar Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Gísli Matthías Auðunsson veitingamaður og íbúi í Vestmannaeyjum segir í samtali við fréttastofu að sér hafi verið nokkuð brugðið: „Þetta var svakalegt,“ segir hann nokkuð brattur í samtali við fréttastofu. Hann telur að éljagangurinn hafi staðið yfir í fimm mínútur og segir að lætin hafi verið mikil. Gísli veit ekki hvort skemmdir hafi hlotist af en tjón virðist ekkert hafa orðið við fyrstu sýn. Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við fréttastofu að hún hafi aldrei séð jafnstór él hér á landi. „Þetta er mjög sjaldgæft á Íslandi, þetta er mjög sjaldgæft. Við erum yfirleitt að vinna með litla bolta, það er gerður greinarmunur á litlu og stóru hagléli en það er yfirleitt bara þetta litla,“ segir Birta. „Ég sé hérna á radar, akkúrat þarna yfir Vestmannaeyjum síðasta hálftímann þá er þetta bara eiginlega einn myndarlegasti éljabakki sem ég hef séð. Mér finnst mjög skrýtið að það hafi ekki einhverjar eldingar mælst í þessu.“ Hún segir að mikill óstöðugleiki í loftinu valdi svona stórum höglum. Veðurástandið sé þó mjög sjaldgæft á Íslandi. „Þessi haglél þurfa að haldast svolítið lengi inni í skýinu til að verða svona stór, en yfirleitt er uppstreymið ekki svona sterkt til að ná þessu hér á landi.“ Birta segir að éljagangur hafi verið á Faxaflóa og Snæfellsnesi auk eldinga í dag en aðspurð segir hún að draga eigi úr óstöðugleikanum með kvöldinu.
Veður Vestmannaeyjar Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira