Talsmaður mannréttindabrota Hjálmtýr Heiðdal skrifar 14. mars 2022 13:00 Finnur Thorlacius Eiríksson hefur tekið að sér að gerast helsti talsmaður síonismans og Ísraels á Íslandi. Hann fer fyrir samtökum sem nefnast Með Ísrael fyrir friði og er mjög iðinn við greinaskrif um málefni Ísraels. Finnur er dálítið skondinn greinarhöfundur þar sem hann reynir að gefa skrifum sínum virðulegan blæ og vitnar ótt og títt í greinar sem hafa birst áður um málin sem eru honum hugfanginn. Í nýjustu grein sinni vísar hann til sex greina sem eiga að sýna hversu vandlega greinar hans eru studdar tilvísunum. En glansinn á fræðimennskunni hjá Finni minnkar ögn þegar það kemur í ljós að af sex tilvísunum eru fimm tilvísanir í hans eigin skrif. Hann er þannig búinn að koma sér upp hringrás sem gerir honum lífið léttara við að verja glæpsamlegt framferði Ísraelshers. Nýjasta grein Finns (Vísir 14. 3. 22) byggir á mislestri hans á bréfi sem Félagið Ísland - Palestína sendi Stefáni Eiríkssyni útvarpsstjóra RÚV. Bréfið til útvarpsstjóra fjallar um mismunandi afstöðu RÚV gagnvart mannréttindabrotum Pútíns og Ísraelsstjórnar. Í bréfinu eru lagðar fram nokkrar spurningar í þeim tilgangi að fá svör við því hversu lengi RÚV umber voðaverk og mannréttindabrot Ísraels en bregst snarlega við voðaverkum Rússlands í Úkraínu. Finnur viðurkennir ekki að einhverjir hnökrar séu á framferði Ísraelsríkis og tekur afstöðu Sameinuðu þjóðanna og mannréttindasamtakanna Amnesty International, Human Rights Watch og B'Tselem ekki alvarlega. Í augum Finns bera Palestínumenn ábyrgð á átökunum við síonistana, þeir vilja ekki lúta herstjórn og krefjast mannréttinda sem Finnur telur sjálfsögð þegar hann sjálfur á í hlut. Það er höfuðsök hjá samtökunum Með friði fyrir Ísrael að krefjast mannréttinda. Finnur telur sig hafa fundið snöggan blett hjá Palestínuvinum þegar „formaður Félagsins Íslands-Palestínu ákvað nýlega að færa athyglina frá Úkraínu og að sínu helsta hugðarefni“ og „má spyrja hvort það sé ekki frekar óviðeigandi að hann notfæri sér neyð Úkraínumanna sem stökkpall út í algjörlega óskylt málefnifyrir sín sjónarmið.“ Tilgangur bréfsins til útvarpsstjóra er eins og fyrr segir að fá skýringar hjá RÚV vegna mismunandi afstöðu til mannréttindabrota Ísraels og Rússlands. Málefnið er eitt og hið sama, mannréttindi eiga að gilda gagnvart öllum, en ekki bara sumum - jafnvel þótt Finni finnist það óviðeigandi. Höfundur er formaður Félagsins Ísland-Palestína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmtýr Heiðdal Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Sjá meira
Finnur Thorlacius Eiríksson hefur tekið að sér að gerast helsti talsmaður síonismans og Ísraels á Íslandi. Hann fer fyrir samtökum sem nefnast Með Ísrael fyrir friði og er mjög iðinn við greinaskrif um málefni Ísraels. Finnur er dálítið skondinn greinarhöfundur þar sem hann reynir að gefa skrifum sínum virðulegan blæ og vitnar ótt og títt í greinar sem hafa birst áður um málin sem eru honum hugfanginn. Í nýjustu grein sinni vísar hann til sex greina sem eiga að sýna hversu vandlega greinar hans eru studdar tilvísunum. En glansinn á fræðimennskunni hjá Finni minnkar ögn þegar það kemur í ljós að af sex tilvísunum eru fimm tilvísanir í hans eigin skrif. Hann er þannig búinn að koma sér upp hringrás sem gerir honum lífið léttara við að verja glæpsamlegt framferði Ísraelshers. Nýjasta grein Finns (Vísir 14. 3. 22) byggir á mislestri hans á bréfi sem Félagið Ísland - Palestína sendi Stefáni Eiríkssyni útvarpsstjóra RÚV. Bréfið til útvarpsstjóra fjallar um mismunandi afstöðu RÚV gagnvart mannréttindabrotum Pútíns og Ísraelsstjórnar. Í bréfinu eru lagðar fram nokkrar spurningar í þeim tilgangi að fá svör við því hversu lengi RÚV umber voðaverk og mannréttindabrot Ísraels en bregst snarlega við voðaverkum Rússlands í Úkraínu. Finnur viðurkennir ekki að einhverjir hnökrar séu á framferði Ísraelsríkis og tekur afstöðu Sameinuðu þjóðanna og mannréttindasamtakanna Amnesty International, Human Rights Watch og B'Tselem ekki alvarlega. Í augum Finns bera Palestínumenn ábyrgð á átökunum við síonistana, þeir vilja ekki lúta herstjórn og krefjast mannréttinda sem Finnur telur sjálfsögð þegar hann sjálfur á í hlut. Það er höfuðsök hjá samtökunum Með friði fyrir Ísrael að krefjast mannréttinda. Finnur telur sig hafa fundið snöggan blett hjá Palestínuvinum þegar „formaður Félagsins Íslands-Palestínu ákvað nýlega að færa athyglina frá Úkraínu og að sínu helsta hugðarefni“ og „má spyrja hvort það sé ekki frekar óviðeigandi að hann notfæri sér neyð Úkraínumanna sem stökkpall út í algjörlega óskylt málefnifyrir sín sjónarmið.“ Tilgangur bréfsins til útvarpsstjóra er eins og fyrr segir að fá skýringar hjá RÚV vegna mismunandi afstöðu til mannréttindabrota Ísraels og Rússlands. Málefnið er eitt og hið sama, mannréttindi eiga að gilda gagnvart öllum, en ekki bara sumum - jafnvel þótt Finni finnist það óviðeigandi. Höfundur er formaður Félagsins Ísland-Palestína.
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar