Bandaríkjamenn telja Kínverja nú þegar hafa ákveðið að koma Pútín til aðstoðar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. mars 2022 06:31 Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafi Joe Biden, stýrði fundinum fyrir Bandaríkin. Kínverjar segja ekkert hæft í ásökunum Bandaríkjamanna um að þeir ætli að aðstoða Rússa. AP/Manuel Balce Ceneta Bandaríkjamenn óttast að Kínverjar séu nú þegar búnir að ákveða að koma Rússum til bjargar efnahags- og fjárhagslega og séu að íhuga að sjá þeim fyrir vopnum, meðal annars vopnuðum drónum. Frá þessu er greint í erlendum miðlum en fulltrúar ríkjanna tveggja áttu maraþon-fund í Róm í gær. Fundurinn, sem var skipulagður fyrir innrás Rússa í Úkraínu, stóð í sjö tíma og á honum ítrekuðu Bandaríkjamenn þá afstöðu sína að aðstoð við Rússa yrði ekki vel tekið og svarað með afdráttarlausum hætti. Yang Jiechi, fulltrúi stjórnvalda í Kína.AP/Frederic J. Brown Heimildarmenn ítreka að ekki hafi verið um samningafund að ræða, heldur hafi hann snúist um að skýra afstöðu ríkjanna og halda boðleiðum opnum. Bandaríkin geri nú ráð fyrir að fulltrúar Kína snúi heim og beri stjórnvöldum þau skilaboð sem lögð voru upp á fundinum. Guardian hefur eftir heimildarmanni að það hafi komið skýrt fram á fundinum að Kínverjar hefðu þegar ákveðið að veita Rússum efnahags- og fjárhagslega aðstoð. Spurningin sé hins vegar hvort þau gangi lengra og sjái þeim fyrir vopnum. Bandarískir ráðamenn eru sagðir eiga erfitt með að sjá fyrir sér hvernig koma megi í veg fyrir nánara samstarfs Rússa og Kínverja, þar sem Xi Jinping, forseti Kína, sé mjög áfram um að eiga vin í Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Leiðtogarnir tveir hafi fundið sameiginlegan óvin í Bandaríkjamönnum og séu báðir staðráðnir í því að koma Bandaríkjunum úr þeirri yfirburðastöðu sem þau hafa í heiminum. Ef Kínverjar láta sannarlega af því verða að sjá Rússum fyrir vopnum verður það þvert á spár margra sérfræðinga, sem segja Kína betur borgið með því að halda sig á hliðarlínunni og sýna góða ráðsmennsku. Það sé Kínverjum ekki í hag að taka afstöðu með Pútín á þeirri vegferð sem hann er kominn í og verða kenndir við þann hrylling sem nú á sér stað í Úkraínu. Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Kína Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Sjá meira
Frá þessu er greint í erlendum miðlum en fulltrúar ríkjanna tveggja áttu maraþon-fund í Róm í gær. Fundurinn, sem var skipulagður fyrir innrás Rússa í Úkraínu, stóð í sjö tíma og á honum ítrekuðu Bandaríkjamenn þá afstöðu sína að aðstoð við Rússa yrði ekki vel tekið og svarað með afdráttarlausum hætti. Yang Jiechi, fulltrúi stjórnvalda í Kína.AP/Frederic J. Brown Heimildarmenn ítreka að ekki hafi verið um samningafund að ræða, heldur hafi hann snúist um að skýra afstöðu ríkjanna og halda boðleiðum opnum. Bandaríkin geri nú ráð fyrir að fulltrúar Kína snúi heim og beri stjórnvöldum þau skilaboð sem lögð voru upp á fundinum. Guardian hefur eftir heimildarmanni að það hafi komið skýrt fram á fundinum að Kínverjar hefðu þegar ákveðið að veita Rússum efnahags- og fjárhagslega aðstoð. Spurningin sé hins vegar hvort þau gangi lengra og sjái þeim fyrir vopnum. Bandarískir ráðamenn eru sagðir eiga erfitt með að sjá fyrir sér hvernig koma megi í veg fyrir nánara samstarfs Rússa og Kínverja, þar sem Xi Jinping, forseti Kína, sé mjög áfram um að eiga vin í Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Leiðtogarnir tveir hafi fundið sameiginlegan óvin í Bandaríkjamönnum og séu báðir staðráðnir í því að koma Bandaríkjunum úr þeirri yfirburðastöðu sem þau hafa í heiminum. Ef Kínverjar láta sannarlega af því verða að sjá Rússum fyrir vopnum verður það þvert á spár margra sérfræðinga, sem segja Kína betur borgið með því að halda sig á hliðarlínunni og sýna góða ráðsmennsku. Það sé Kínverjum ekki í hag að taka afstöðu með Pútín á þeirri vegferð sem hann er kominn í og verða kenndir við þann hrylling sem nú á sér stað í Úkraínu.
Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Kína Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Sjá meira