Vaktin: „Með svona bandamenn munum við vinna þetta stríð“ Eiður Þór Árnason, Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason og Árni Sæberg skrifa 15. mars 2022 16:25 Forsætisráðherrar Tékklands, Slóveníu og Póllands funduðu með Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta í Kænugarði í dag og lofuðu honum stuðningi. Getty/Anadolu Agency Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur hvatt rússneska hermenn til að gefast upp. Sagði hann í ávarpi seint í gærkvöldi að komið yrði fram við þá eins og manneskjur, ólíkt því hvernig rússneski herinn hefði komið fram við Úkraínumenn. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Selenskí ávarpaði þing Kanada í dag þar sem hann kallaði enn og aftur eftir flugbanni yfir Úkraínu og sagði minnst 97 börn hafa fallið í árásum Rússa. Stór floti rússneskra skipa stefndi á borgina Odessa fyrr í dag, mögulega til að setja hermenn á land við borgina. Selenskí segir viðræður milli Úkraínumanna og Rússa munu halda áfram í dag. Það samtal sem hefði átt sér stað í gær hefði farið „frekar vel“. Forsetinn sagði stríðið orðið að martröð fyrir Rússana og að fleiri rússneskir hermenn hefðu fallið í innrásinni en í báðum stríðum Rússa í Téténíu. Bandaríkjamenn óttast að Kínverjar hafi nú þegar ákveðið að koma Rússum til aðstoðar en Oleksiy Arestovich, ráðgjafi á úkraínsku forsetaskrifstofunni, segist vonast til þess að bágar aðstæður rússneskra hersveita muni leiða til friðarsamkomulags í síðasta lagi í maí. Joe Biden Bandaríkjaforseti íhugar nú að sækja Evrópu heim til að ræða við leiðtoga þar. Sjá einnig: Rýnt í stöðuna í Úkraínu - Rússar í basli með birgðir og liðsauka Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Selenskí ávarpaði þing Kanada í dag þar sem hann kallaði enn og aftur eftir flugbanni yfir Úkraínu og sagði minnst 97 börn hafa fallið í árásum Rússa. Stór floti rússneskra skipa stefndi á borgina Odessa fyrr í dag, mögulega til að setja hermenn á land við borgina. Selenskí segir viðræður milli Úkraínumanna og Rússa munu halda áfram í dag. Það samtal sem hefði átt sér stað í gær hefði farið „frekar vel“. Forsetinn sagði stríðið orðið að martröð fyrir Rússana og að fleiri rússneskir hermenn hefðu fallið í innrásinni en í báðum stríðum Rússa í Téténíu. Bandaríkjamenn óttast að Kínverjar hafi nú þegar ákveðið að koma Rússum til aðstoðar en Oleksiy Arestovich, ráðgjafi á úkraínsku forsetaskrifstofunni, segist vonast til þess að bágar aðstæður rússneskra hersveita muni leiða til friðarsamkomulags í síðasta lagi í maí. Joe Biden Bandaríkjaforseti íhugar nú að sækja Evrópu heim til að ræða við leiðtoga þar. Sjá einnig: Rýnt í stöðuna í Úkraínu - Rússar í basli með birgðir og liðsauka Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Úkraína Rússland Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira