Vöknuðu við mestu sprengingarnar í rúma viku Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. mars 2022 08:18 Óskar Hallgrímsson hefur búið í Kænugarði í nokkur ár. stöð 2 Óskar Hallgrímsson ljósmyndari og íbúi í Kænugarði og eiginkona hans Mariika vöknuðu við miklar sprengingar og læti klukkan fimm í nótt. Hann segir þetta mestu sprengingarnar í borginni í heila viku. Hart hefur verið barist í Kænugarði frá því í gærkvöldi og minnst tveir féllu í borginni í morgun í stórskotaliðsárás Rússa. Þá hæfði eldflaug íbúðablokk í Kænugarði í morgun og berjast slökkviliðsmenn nú við eldana sem kviknuðu í blokkinni í kjölfarið. Enn eru einhverjir fastir inni í blokkinni. Miklar sprengingar heyrðust í höfuðborginni í morgun og segir Óskar í samtali við fréttastofu að loftvarnaflautur hafi gengið nær stanslaust í allan morgun. Heyra megi sprengingar og skotárásir í nágrenninu og herþotur fljúga yfir borgina. „Við vöknuðum klukkan fimm við massívar sprengingar og læti beint fyrir utan hjá okkur. Við héldum að það væru sprengingar á húsinu okkar. Við vitum ekkert hvað er í gangi en það er massív brunalykt, svona sprengingar-púðurlykt úti. Núna er klukkan að verða sex og sólin komin upp,“ segir Óskar í myndbandi sem hann tók upp í morgun og sendi fréttastofu. Hann segist mjög þreyttur eftir nóttina, þau hjónin hafi varla sofið og lagt sig inni á baði, sem þau hafa notað sem hálfgert sprengjuskýli. Samkvæmt frétt AP eyðilagðist inngangurinn að aðalneðanjarðarlestarstöðinni, sem hefur verið notuð sem sprengjubyrgi af mörgum í Kænugarði, í sprengjuárás í morgun. Óskar segir að skothríðin í borginni í gærkvöldi hafi verið sú fyrsta sem hann heyrði í nokkra daga. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Rússland Íslendingar erlendis Tengdar fréttir „Úkraínumönnum gengur mjög vel þegar þeir fá að vera í friði“ Margeir Pétursson, hluthafi í úkraínska bankanum Bank Lviv til sextán ára, segir að Úkraínu gangi vel þegar landið er laust við ytri áföll. Töluverður árangur, einkum vegna aðhalds frá alþjóðastofnunum, hefur náðst í því að draga úr spillingu, sem er að hans sögn stærsta efnahagslega vandamál Úkraínu. 15. mars 2022 07:01 Pútín sagður reiður og líklegur til að stigmagna átökin Vladimír Pútín, leiðtogi Rússlands, er sagður vera reiður og pirraður og Bandaríkjamenn óttast að hann muni stigmagna átökin í Úkraínu vegna slæms gengis innrásar Rússa. Innrásin sem átti að taka nokkra daga hefur nú staðið yfir í tæpar þrjár vikur. 14. mars 2022 11:47 Viðræður Úkraínumann og Rússa halda áfram og Bandaríkjamenn biðla til Kínverja Fulltrúar Úkraínu og Rússlands munu ræða saman í dag í gegnum fjarfundabúnað, segir Mykhailo Podoliak, ráðgjafi Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Talsmenn beggja þjóða hafa sagt eitthvað orðið ágengt, jafnvel þótt engar vísbendingar séu uppi um að Vladimir Pútín Rússlandsforseti sé reiðubúinn til að slá af kröfum sínum. 14. mars 2022 06:32 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Hart hefur verið barist í Kænugarði frá því í gærkvöldi og minnst tveir féllu í borginni í morgun í stórskotaliðsárás Rússa. Þá hæfði eldflaug íbúðablokk í Kænugarði í morgun og berjast slökkviliðsmenn nú við eldana sem kviknuðu í blokkinni í kjölfarið. Enn eru einhverjir fastir inni í blokkinni. Miklar sprengingar heyrðust í höfuðborginni í morgun og segir Óskar í samtali við fréttastofu að loftvarnaflautur hafi gengið nær stanslaust í allan morgun. Heyra megi sprengingar og skotárásir í nágrenninu og herþotur fljúga yfir borgina. „Við vöknuðum klukkan fimm við massívar sprengingar og læti beint fyrir utan hjá okkur. Við héldum að það væru sprengingar á húsinu okkar. Við vitum ekkert hvað er í gangi en það er massív brunalykt, svona sprengingar-púðurlykt úti. Núna er klukkan að verða sex og sólin komin upp,“ segir Óskar í myndbandi sem hann tók upp í morgun og sendi fréttastofu. Hann segist mjög þreyttur eftir nóttina, þau hjónin hafi varla sofið og lagt sig inni á baði, sem þau hafa notað sem hálfgert sprengjuskýli. Samkvæmt frétt AP eyðilagðist inngangurinn að aðalneðanjarðarlestarstöðinni, sem hefur verið notuð sem sprengjubyrgi af mörgum í Kænugarði, í sprengjuárás í morgun. Óskar segir að skothríðin í borginni í gærkvöldi hafi verið sú fyrsta sem hann heyrði í nokkra daga.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Rússland Íslendingar erlendis Tengdar fréttir „Úkraínumönnum gengur mjög vel þegar þeir fá að vera í friði“ Margeir Pétursson, hluthafi í úkraínska bankanum Bank Lviv til sextán ára, segir að Úkraínu gangi vel þegar landið er laust við ytri áföll. Töluverður árangur, einkum vegna aðhalds frá alþjóðastofnunum, hefur náðst í því að draga úr spillingu, sem er að hans sögn stærsta efnahagslega vandamál Úkraínu. 15. mars 2022 07:01 Pútín sagður reiður og líklegur til að stigmagna átökin Vladimír Pútín, leiðtogi Rússlands, er sagður vera reiður og pirraður og Bandaríkjamenn óttast að hann muni stigmagna átökin í Úkraínu vegna slæms gengis innrásar Rússa. Innrásin sem átti að taka nokkra daga hefur nú staðið yfir í tæpar þrjár vikur. 14. mars 2022 11:47 Viðræður Úkraínumann og Rússa halda áfram og Bandaríkjamenn biðla til Kínverja Fulltrúar Úkraínu og Rússlands munu ræða saman í dag í gegnum fjarfundabúnað, segir Mykhailo Podoliak, ráðgjafi Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Talsmenn beggja þjóða hafa sagt eitthvað orðið ágengt, jafnvel þótt engar vísbendingar séu uppi um að Vladimir Pútín Rússlandsforseti sé reiðubúinn til að slá af kröfum sínum. 14. mars 2022 06:32 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
„Úkraínumönnum gengur mjög vel þegar þeir fá að vera í friði“ Margeir Pétursson, hluthafi í úkraínska bankanum Bank Lviv til sextán ára, segir að Úkraínu gangi vel þegar landið er laust við ytri áföll. Töluverður árangur, einkum vegna aðhalds frá alþjóðastofnunum, hefur náðst í því að draga úr spillingu, sem er að hans sögn stærsta efnahagslega vandamál Úkraínu. 15. mars 2022 07:01
Pútín sagður reiður og líklegur til að stigmagna átökin Vladimír Pútín, leiðtogi Rússlands, er sagður vera reiður og pirraður og Bandaríkjamenn óttast að hann muni stigmagna átökin í Úkraínu vegna slæms gengis innrásar Rússa. Innrásin sem átti að taka nokkra daga hefur nú staðið yfir í tæpar þrjár vikur. 14. mars 2022 11:47
Viðræður Úkraínumann og Rússa halda áfram og Bandaríkjamenn biðla til Kínverja Fulltrúar Úkraínu og Rússlands munu ræða saman í dag í gegnum fjarfundabúnað, segir Mykhailo Podoliak, ráðgjafi Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Talsmenn beggja þjóða hafa sagt eitthvað orðið ágengt, jafnvel þótt engar vísbendingar séu uppi um að Vladimir Pútín Rússlandsforseti sé reiðubúinn til að slá af kröfum sínum. 14. mars 2022 06:32